blaðið - 01.09.2006, Síða 10

blaðið - 01.09.2006, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 FRETTIR blaöiö UTAN ÚR HEIMI INDLAND K: Kommúnistar velja Linux Yfirvöld í Kerala-héraði á Indlandi hafa ákveðið að skipta um stýrikerfi í tölvum í grunnskólum. Linux kemur í stað Windows. Kommúnistar stjórna héraðinu og hafa stutt þá sem framleiða ókeypis hugbúnað. Nýfundið verk eftir Bach Áöur óþekkt verk eftir þýska meistarann Johann Sebastian Bach uppgötvaðist í pakka sem innihélt gömul afmæliskort frá 18. öld. Pakkinn hafði verið til geymslu í bókasafni en var fjarlægður þaðan rétt áður en það brann til kaldra kola á síðasta ári. Verkið var samið í okt- óber árið 1713 og eru sérfræðingar sann- færðir að nótnaheftið innihaldi tónsmíð Bachs. Áður óþekkt verk eftir tónskáldið uppgötvaðist síðast fyrir þrjátíu árum. SÚDAN Friðargæsluliðar til Darfúr Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að senda friðargæslulið til Darfúr í Súdan. Engir verða sendir nema með samþykki súd- anskra stjórnvalda. Tólf þjóðir samþykktu en Rússar, Kínhverjar og Katarar sátu hjá. Kanadískur flugstjóri: Fastur á klósettinu Flugstjóri kanadískrar farþega- þotu læstist inn á salerni vélarinnar stuttu eftir flugtak i vikunni. Áhöfn vélarinnar neyddist á endanum til þess að losa salernisdyrnar af hjör- unum til þess að leysa hinn ólán- sama flugstjóra úr prísundinni. Að sögn talsmanns flugfélagsins Air Canada fór flugstjórinn á salernið um hálftíma eftir flugtak. Kanad- íska dagblaðið Ottawa Citizen hefur eftir farþegum um borð að flugstjór- inn hafi brugðist við innilokuninni með því að öskra og berja í gríð og erg á hurðina þangað til hann slapp út. Hinsvegar segir talsmaður félags- ins að flugmaðurinn hafi haldið ró sinni, áhöfnin brugðist rétt við og hvorki flugvél né farþegar hafi verið í hættu. Stóraukin dreifing Blaðsins: Karl Garðarsson „Ég tel Blaðiö eins og það er í dag vera síst verra en hin dag- blöðin og að mörgu leyti betra" Verðum leiðandi fríblað ■ 100 þúsund eintök ■ Morgundreifing ■ Fríblaðamarkaðurinn vex Eftir Atla fsleifsson atlii@bladid.net „Við ætlum okkur stóra hluti og að ná að verða leiðandi á fríblaðamark- aði á íslandi,“ segir Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Árs og dags, útgáfufélags Blaðsins. „Við setjum stefnuna á að fara yfir Fréttablaðið 1 lestri á ákveðnum tíma og ég er mjög bjartsýnn á að það takist. Að fara í morgundreifingu er stórt skref í þá átt.“ Blaðið kom út í stórauknu upplagi í morgun, eða tæplega íoo þúsund eintökum. „Blaðið er nú komið í morgundreifingu, sem þýðir að fólk á höfuðborgarsvæðinu og víða úti á landi mun fá Blaðið heim til sín fyrir klukkan sjö á morgnana. Auk þess munum við dreifa um tiu þús- und eintökum í nánast allar sjoppur, matvöruverslanir og bensínstöðvar hringinn í kringum landið," segir Karl. Fyrsta tölublað Blaðsins kom út þann 6. maí 2005. „Við vorum upp- haflega með höfuðstöðvar í Kópavogi, en Blaðið hefur alla tíð verið prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins. Fram til þessa hefur íslandspóstur séð um dreifinguna. Blaðið hefur því komið heim til fólks síðdegis sem hefur hamlað okkur svolítið í gegnum tíð- ina, sérstaldega varðandi auglýsinga- sölu. Margir auglýsendur vilja að auglýsingarnar séu komnar heim til fólks á morgnana." Karl segir morgundreifinguna því vera mikla byltingu fyrir auglýs- ingasöluna og fyrir Blaðið almennt. „Nú er komið að þessu stóra skrefi sem við höfum verið að undirbúa mjög lengi, að komast heim til fólks á morgnana þannig að við getum keppt af fullum krafti við hin dag- blöðin. Við erum mjög bjartsýn á samkeppnina. Við teljum Blaðið eins og það er í dag vera síst verra en hin blöðin og að mörgu leyti betra.“ Að sögn Karls er alveg ljóst að frí- blaðamarkaðurinn á Islandi á eftir að stækka. „Mín skoðun er og hefur verið mjög lengi að pláss sé fyrir tvö fríblöð á markaðnum. Ég held að við höfum sannað það að auglýsinga- markaðurinn rúmi tvö fríblöð.“ Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðs- ins, eignaðist helmingshlut í Blaðinu í desember á síðasta ári og flutti Blaðið í Hádegismóa í apríl. „Blaðið er dagblað fyrir alla aldurshópa, Við höfum ávallt reynt að höfða til sem flestra og lagt mikla áherslu á að fólk á öllum aldri finni eitthvað við sitt hæfi.“ GPS Kort R. Sigmundsson ehf., í samstarfi við verkfræði- stofuna Hnit og Samsýn, kynnir nýja útgáfu af GPS Korti, útgáfu 3.0. Leiðsögukerfi GPS Kort er leiðsöguhæft kort af íslandi með götukorti af bæjarfélögum, húsnúmeraskrám, þjóðvegum og hálendisslóðum. GPS Kort reiknar stystu eða fljótustu leið á milli staða, hvort sem er í Garmin tæki eða PC tölvu. 4tGflRMIN. HHNIT? Upplýsingar f kortinu eru 40.000 örnefni, rúmlega 4.000 þjónustuaðilar og skálaskrá. Með GPS Korti getur þú leitað að þjónustuaðilum eða ömefnum og látið Garmin GPS tækið eða tölvuna vísar þér leiðina á staðinn. GPS Kort fæst hjá R. Sigmundssyni að Ánanaustum 1 og hjá umboðsmönnum um allt land. föSAMSÝN R. SIGMUNDSSON ÁNANAUSTUM 1 | 101 REYKJAVÍK | SÍMI 520 0000 | www.garmin.ls UmboA«m«fWi I Akureyri: Haftœkni Blönduós: Krákur • Egilsstaðlr. Bflanaust Qrundarfjöröur: Marefnd Isafjöröun Bensín3tööln • Reyöarfjöröur: Veiötflugan Setfoss: Hársnyrtistofa Letfs • Vestmannaeyjar Geisli • Reykjavfk: Arctic Trucks, Bílanaust, Elko, Everest, Gisll Jónsson, Hlaö, Intersport, Stormur, Toyota aukahlutir, Útllff, Vesturröst, Yamaha • Frlhöfnln Repúblikanar svara gagnrýni Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sakaði á dög- unum þá sem gagnrýna Iraksstríðið og hið svokallaða „hnattræna stríð gegn hryðjuverkaógninni” um að hafa ekki dregið neinn lærdóm af sögunni og líkti þeim við þá stjórn- málamenn sem vildu friðmælast við stjórn nasista í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar. Varnar- málaráðherrann var að svara gagn- rýnendum utanríkisstefnu Banda- ríkjanna og þeim demókrötum sem vilja að stjórnvöld dragi herlið sitt til baka frá írak. Ræða Rumsfelds endurspeglar fleiri ræður sem háttsettir embætt- ismenn innan Bush-stjórnarinnar hafa haldið að undanförnu. Bæði Dick Cheney varaforseti og Cond- oleezza Rice utanríkisráðherra hafa endurómað inntak ræðu Rumsfelds að undanförnu og þykir málflutn- ingurinn gefa til kynna i hverju gagn- sókn repúblikana fyrir þingkosning- arnar í nóvember muni felast. Mjög hefurhallað á Repúblikanaflokkinn og George Bush forseta í skoðana- könnunum að undanförnu og eru óvinsældirnar ekki síst raktar til ástandsins í írak. Ljóst er að repúblikanar ætla að leggja mikla áherslu á hryðjuverka- ógnina og á þá kenningu að hún sé hliðstæða við fasisma á tuttugustu öldinni til þess að snúa vörn í sókn.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.