blaðið - 01.09.2006, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006
blaðið
Vona að ég
m. f i 1; 4
M trí
Björn Thoroddsen gítar-
leikari stendur í ströngu
þessa dagana. Á dög-
unum fékk hann boð
um að leika í Lincoln
Center í New York en
það er oftar en ekki nefnt Mekka
jasstónlistarinnar. Þetta er því mikil
viðurkenning fyrir Björn sem hefur
helgað sig jassinum frá árinu 1982.
„Það verður ekkert mikið flottara
fyrir jassleikara, þetta er tvímæla-
laust mín stærsta viðurkenning
segir Björn Thoroddsen stoltur.
Tónleikarnir fara fram 2. október
en daginn áður mun sjálfur Wyn-
ton Marsalles stíga á stokk í Lincoln
Center, en hann er eitthvert stærsta
nafnið í jassheiminum. „Svo er það
bara Björn Thoroddsen,“ segir Björn
og hlær.
Hafði þetta í sigtinu
Björn er að vonum fullur tilhlökk-
unar en með honum i för verða fé-
lagar hans úr tríóinu Cold Front. Það
eru bandaríski bassaleikarinn Steve
Cirby og Richard Gillis sem er tromp-
etleikari frá Kanada.
En hvemigkom það til að þið voruð
fengnir til að spila þarna?
„Það er ekki hægt að sækja um að
spila þarna, heldur er valið. Ég hef
verið að spila aðeins í Bandaríkjum
og Kanada og náð að kynna mig eitt-
hvað. Þetta boð kom svo í gegnum al-
ræðisskrifstofuna í Bandaríkjunum,“
segir Björn. Hann segist ekki hafa
stefnt markvisst að því að spila þarna
einhvern daginn en viðurkennir þó
að hafa haft þetta „í sigtinu."
Áleiðtil Frakklands
Björn hefur verið á ferð og flugi
undanfarin misseri og spilað víða
um heim. Ýmist með Cold Front eða
þá Guitar Islancio en síðarnefnda
tríóið skipa með Birni þeir Gunnar
Þórðarson og Jón Rafnsson.
„Við höfum farið víða, ekki síst
fyrir tilstilli Óttars Felix Hauks-
sonar umboðsmanns okkar. Hann
heldur utan um þetta allt saman
fyrir okkur,“ segir Björn. „Nú erum
við i Guitar Islancio á leið til Frakk-
lands að spila. Ætlum að ferðast um
landið og spila á nokkrum stöðum,“
segir Björn en Gunnar Þórðarson
verður fjarri góðu gamni í þeirri
ferð. I hans stað kemur ekki síðri gít-
Birni Thoroddsen
hefur verið boðið
að spila í Lincoln
Center í New York
arleikari - Guðmundur Pétursson.
Guitar Islancio hefur einnig getið
sér gott orð í Japan.
Nóg framundan
Björn mun sem fyrr segir halda
tónleikana í Lincoln Center þann
2. október næstkomandi. Ekki
eru fleiri tónleikar bókaðir í stóra
eplinu en Björn stefndi þó að því í
byrjun. „Steve Cirby, bassaleikari
Cold Front, hefur búið í New York og
ég bað hann um að bóka okkur á ein-
hverja aðra staði í borginni til þess
að nýta ferðina. Ég fékk þau skila-
boð til baka að þegar maður væri að
spila I Lincoln Center þá færi maður
ekki beint að spila á einhverri búllu
á eftir,“ segir Björn og hlær. Hann
hefur I nógu að snúast þessa dagana
og fjölmörg verkefni erlendis sem
bíða hans.
En þar sem Lincoln Center er
toppurinn, er þá ekki eina vitið að
hœtta bara eftir tónleikana og leggja
gítarnum?
„Nei, alls ekki,“ segir Björn hlæj-
andi. „Þá myndi ég telja að maður
væri kominn með veganesti til að
komast lengra áfram. Maður verður
gjaldgengari fyrir ýmsar hátíðir og
annað sem er í gangi.“
Þá er betra að slá engin feilgrip á
stóru stundinni...
„Ég vona að ég hitti á rétta gripið.“
Sólmundur Hólm
Engin heimþrá en leiðinlegt flug
Mikil spilamennska á fjarlægum
slóðum kallar á mikinn tíma að
heiman.
Fœrðu aldrei heimþrá?
„Ég er ekki það lengi í burtu í senn.
Lengstu túrarnir eru um tvær vikur.
Hinsvegar verð ég hundleiður á því
að sitja í flugvélum. Hef þurft að fara
í tíu eða tólf tíma flug sem getur verið
ansi þreytandi. En það er gaman að
spila á stöðunum sem maður flýgur
til þannig að maður er sáttur að
lokum,“ segir Björn.
Ég hef aldrei unnið neitt
Það kvittar hver sem er undir þá
fullyrðingu að Björn Thoroddsen sé
stórkostlegur gítarleikari. Hann varð
það þó ekki á einni nóttu. „Ætli ég sé
ekki búinn að spila á gítar í einhver
þrjátíu ár,“ segir Björn sem er að upp-
skera árangur erfiðisins núna.
Og þú gerir ekkert annað?
„Þetta hefur verið mín vinna frá því
ég man eftir mér. Ég hef aldrei unnið
neitt,“ segir Björn og hlær. „Það var
nú fyrst aldrei viðurkennd vinna að
vera tónlistarmaður.“ Á þessum þrjá-
tlu árum hefur hann mestan part
einbeitt sér að jasstónlist og sér ekki
fram á að breyting verði þar á. „Þetta
er eins og smá trúarbrögð."
Trúlofaður jasstónlist
Björn hefur helgað sig jasstónlist
í tæpan aldar-fjórðung.
^Einstakar búð- og bárvörur unnar úr*
ólífuolíu beint frá cgrikklandi
Olivia
^>ví þú átt það besta skilið
U
Olivia
eVrörurnar fást í verslunum SFiagkaupa,
^Fjarðarkaup 5Hafnarfirði, gamkaup um land
allt og 5Heilsubúðinni ‘Reylyarvtkurvegi
Blússur og pils, peysur og síðbuxur - ný sending
VEPÍdlsfíjUl
við Laugalæk • sími 553 3755