blaðið - 01.09.2006, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006
blaöiA
tónlist
tonlist@bladid.net
Utgafur a næstunni:
25. september
■ Boy Kill Boy - Civílian
3. október
■ Evanenscence -The Open Door
30. október
-■ Tenacious D - Pick Of Destiny
Rokk og ról er viöbjóöslegasta,
Ijótasta, vonlausasta og siðlausasta
tjáning sem ég hef nokkurn tíma
verið svo óheppinn að heyra.“
Frank Sinatra, sönqvari.
Tommy Lee, trommari Supernova
Óþokki og
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@bladid.net
Af meðlimum hljómsveitarinnar
Supernova er Tommy Lee að flestra
mati sá viðkunnanlegasti. Tommy er
vinalegur, stundum svolítið klúr en
oftar en ekki fyndinn og skemmti-
legur. Hann er töff í augum hörð-
ustu rokkaranna en virðist hafa
sigrað hjörtu íslenskra húsmæðra
sem missa ekki af þætti um rokk-
arana sem gera allt til að vinna
hylli Supernova. En hver er þessi
Tommy Lee?
Gróf hegðun
Tommy Lee var rétt skriðinn yf-
ir gelgjuna þegar honum og félög-
um hans í hljómsveitinni Mötley
Criie bauðst plötusamningur. Þá
höfðuþeirþegar tekið upp oggefið
út plötuna Too Fast For Love sem
síðar var endurútgefin undir merkj-
um Elektra-útgáfunnar. Mötley Crúe
varð ein vinsælasta þungarokkhljóm-
sveit allra tíma og seldi yfir fjörutíu
milljón plötur um allan heim. Þá var
hegðun sveitarinnar sú allra grófasta,
en ef þú hefur heyrt svæsna rokksögu
þar sem áfengi, stelpur og dóp kemur
við sögu eru góðar likur á því að sag-
an sé um Mötley Crúe.
Upprunalegir meðlimir sveitarinn-
ar, þeir Mick Mars, Vince Neil, Nikki
Sixx og Tommy Lee sjálfur, voru
þekktir fyrir að fara alla leið í hinu
villta rokkstjörnulíferni. Þeir sugu
mesta kókaínið, stunduðu kynlíf
með þekktustu klámstjörnunum og
rústuðu flestum hótelherbergjum.
Árið 2001 kom út saga Mötley Crúe,
Dirt. Engu er haldið leyndu í bókinni
og gjörsamlega allt látið flakka.
Ein blóðugasta sagan í bókinni er
af Tommy Lee þar sem hann segir
sjálfur frá því þegar þáverandi kær-
asta hans móðgar móður hans, sem
kallaði hana óvart nafni annarrar vin-
konu: „Ég fleygði henni út úr bílnum
og teygði hönd mína aftur, kreppti
hnefann og kýldi hana beint í and-
litið,“ segir Tommy í bókinni. „Hún
greip um andlitið og féll í jörðina. Ég
stökk aftur inn í bílinn og skellti hurð-
inni. Þegar við keyrðum í burtu leit
ég aftur og sá hana á hnjánum á gang-
stétt hrækjandi tönnum í alblóðugan
lófa sinn.“
Giftur kvikmyndastjörnum
Tommy Lee skar sig fljótt úr í
Mötley Crúe vegna þess hversu vin-
sæll hann var meðal kvenfólksins.
Hann var giftur leikkonunni Heat-
her Locklear í sjö ár, frá 1986 til 1993,
Lokadagar
Útsölunnar
Z-brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • S.525 8200
Ijúfmenni
en hún sótti um skilnað eftir að upp
komst um framhjáhald hans með
ónefndri klámstjörnu.
Tommy lét skilnaðinn við Locklear
ekki á sig fá og giftist kynbombunni
Pamelu Ánderson eftir aðeins þriggja
daga ástarsamband árið 1995. Þau
eiga tvo syni, Brandon Thomas og
Dylan Jagger. Hjónabandið entist þó
ekki lengi og í nóvember 1996 höfðu
þau skilið. Seinna sama ár ákváðu
þau að gifta sig aftur. Hjónabandið
entist aðeins lengur í þetta skiptið,
til ársins 1998, þegar Tommy missti
stjórn á skapi sínu og gekk í skrokk á
eiginkonu sinni. Hún sótti um skiln-
að og Tommy var dæmdur til sex
mánaða fangelsisvistar fyrir heimil-
isofbeldi. Síðar kom í ljós að Pamela
hafði smitast af lifrarbólgu C eftir
að hafa notað sömu húðflúrsnál og
Tommy, sem þjáist af sjúkdómnum.
ímyndin endurbætt
I seinni tíð hefur Tommy Lee ein-
hvern veginn tekist að bæta ímynd
sína. I fyrra hófu göngu sína raun-
veruleikaþættir um háskólagöngu
hans sem SkjárEinn sýnir um þessar
mundir. I fyrsta þættinum sjást nem-
endur háskólans standa á fætur og
klappa fyrir kappanum þegar hann
lætur sjá sig á skólalóðinni. Nem-
Tommy og Pam Þegar allt lék ílyndi
endurnir eru augljóslega fljótir að
gleyma eða fyrirgefa hegðun hans á
árum áður því móttökurnar voru svo
góðar að æðstu þjóðhöfðingjar hefðu
ekki þurft að skammast srn.
Flestir eiga skilið annað tækifæri
og að eigin sögn hefur Tommy losað
sig við eiturlyfjafíknina sem var stór
þáttur í ofbeldisfullri fortíð hans.
Hann hefur fengið sinn skammt
af tækifærum í gegnum tíðina og
virðist í dag vera búinn að snúa end-
anlega við blaðinu. I síðasta þætti af
Rock Star: Supernova kallaði Tommy
sjálfan sig konung mistakanna og
bætti við: „Málið með mistök er að
við gerum þau, lærum af þeim og
gerum þau vonandi ekki aftur.“ Orð
að sönnu. Við vonum að Tommy Lee
hafi loksins lært af mistökunum.
hluta en upptökum á hljómborðum
og söng er ólokið. Platan er vænt-
anleg í október.
Blúsdrottningin Lay Low leggur
þessa dagana lokahönd á sína
fyrstu plötu. Stefnt er á útgáfu
í september en það er
COD music sem gefur út.
Nokkrir hljóðfæraleikarar
eru Lay Low til halds og
trausts á plötunni, þar á
meðal Sigurbjörn úr hljóm
sveitinni Royal Fortune, sem
spilar á banjó, og Björn Sigmundur
og Magnús Öder úr sunnlensku
sveitinni Benny Crespo’s Gang.
Björn leikur á trommur en Magnús
tekur upp og útsetur plötuna
ásamt Lay Low.
Af Benny Crespo's Gang er það að
frétta að fyrsta plata fjórmenning-
^anna er einnig á síðustu
\metrunum.
■ m Ekki er langt síðan
, B sveitin hélt út fyrir
ytkkffSniB borgina og kláraði
plötuna að stórum
Löngu er kominn tími á
plötu frá hljómsveit-
inni Mínus. Sveitin
kom síðast fram it
á Menningarnótt
við mikinn fögnuð
aðdáenda en sér-
staka athygli vakti kamelljónið
Krummi sem enn og aftur virtist
hafa breytt um stíl. Nýju lögin sem
þar hljómuðu hljómuðu svipuð lög-
unum á plötunni Halldór Laxness,
en sveitin hefur verið iðin við laga-
smíðar undanfarna mánuði.
Vinsældir hljómsveitarinnar
Jeff Who? ætla engan endi að
taka. Sveitin er þessa stundina í
Danmörku og treður upp í
I Kaupmannahöfn í kvöld.
\Tilefnið ku vera sérstakt
| upphitunarkvöldi fyrir
lceland Airwaves-hátíð-
ina sem haldin verður i
október.
'