blaðið - 21.10.2006, Síða 14

blaðið - 21.10.2006, Síða 14
blaðið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfuiltrúi: JanusSigurjónsson Monní monní Það er gott að vera þingmaður. Það fer ekki á milli mála þegar skoðaðar eru tölur um kjör þingmanna sem birtust í Blaðinu í gær. Launin geta farið upp undir milljón á mánuði hjá þeim sem hafa það best. Það borgar sig að vera þingmaður af landsbyggðinni og formaður stjórnmálaflokks að auki. Reyndar þurfa menn þess ekki við til að njóta góðra launa. Láglaunafólkið á þingi; greyin sem búa á höfuðborgarsvæðinu og fá enga nefndaformennsku komast sennilega ágætlega af með tæpu 600 þúsund krónurnar á mánuði sem þingsetan tryggir þeim. Svo má ekki gleyma að þingið borgar bæði sí- mann og Moggann. Þetta gæti verið verra. Það er kannski satt sem Gunnar I. Birgisson sagði, að það væri gott að búa í Kópavogi en sennilega er enn betra að vera þingmaður. Ég verð samt að viðurkenna að ég staldra við þegar tölur heyrast af próf- kjörskostnaði frambjóðenda. Það er auðvitað galið þegar fólk er farið að verja fimm til tíu milljónum króna í baráttunni um ákveðin sæti og ávæn- ingur um enn hærri tölur. Þó launin séu góð kemst ég ekki hjá því að velta fyrir mér hvernig fólk fer að því að borga þetta. Þingmaður sem leggur til hliðar hundrað þúsund kall á hverjum mánuði kjörtímabilsins á tæpar fimm milljónir plús vexti þegar kemur að prófkjöri. Kannski fara einhverjir svona að. Svo eru aðrir sem taka lán og vona það besta, vona að árangurinn verði góður og þeir ráði við greiðslurnar. Svo eru auðvitað þeir sem sækja styrki hingað og þangað. Liklega gera flestir það í einhverjum mæli. Spurningin er bara hvaða áhrif hafa slíkir styrkir á frambjóðendur þegar þeir eru komnir inn á þing og jafnvel orðnir ráðherrar. Hverjir fjármagna tíu milljóna króna kosningabaráttu? Og fá þeir eitthvað í staðinn? Sennilega hefðum við betri hugmynd um það en við gerum nú ef stjórn- málamenn viðhéldu ekki algjörri leynd um fjármál framboða sinna og stjórnmálaflokka. Það hefur margoft verið sýnt fram á að íslenskir stjórn- málaflokkar fela fjármál sín betur en stjórnmálaflokkar og stjórnmála- menn flestra þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. í Bandaríkjunum verða menn að gefa allt upp. Hér tala hræsnarar sem segjast vilja fá allt upp á borðið um að gefa verði upp framlög yfir ákveðinni upphæð, eins og hálfri milljón og biðja svo um 450 þúsund króna framlög. Það gengur auðvitað ekki. Svo eru aðrir sem vilja hreinlega að almenningur hafi ekki hugmynd um hvernig þeir fjármagna framboð sín og flokka sinna. Þannig eru eftir- minnileg viðbrögð þáverandi forsætisráðherra og núverandi Seðlabanka- stjóra við hneykslinu sem umlék Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara Þýska- lands, þegar uppljóst var að hann hafði þverbrotið reglur um fjármögnun stjórnmálaflokka. Þá sagði okkar maður að svona lagað gæti ekki gerst hérna. Það er alveg rétt. Það gæti aldrei gerst að menn brytu lög vegna þess að hér er allt leynilegt og allt leyfilegt, nema ef til vill að þiggja fé erlendis frá. Ekki er það nú merkilegt. Brynjólfur Þór Guðmundsson Aug lýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins IToppvara' á frábæru veröi j Vörumerki sem framleidd eru afMichelin - þekktasta og virtasta dekkjaframleiöanda I heimi iTTTT-rwm n^Hrí^ Mikið úrval af heilsárs- og vetrardekkjum undir allar tegundir bifreiða ... þjónusta í fyrirrúmi Gæöakaffi, ncttengd tölva, tímarit og blöö ... ... fyrir þig á meöan þú bíður Dugguvogi 10 ^568 2020 Hjallahrauni 4 Hfj. S565 2121 14 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 blaAiA 5ÆÍ.L,th m/þP N/JÖSNfl TYK.TK UTWRÍKiS- ÍRá-PuN-EYTi-p OG El?_ MEÍ EfNfl SPUHNitfC,V) ERT -—— VÚ AUHAP. EESSAllfí KoMfAÚHiSTn St/tf SEM >ÍGGUR EKHJ Tt'a&WEKHAEFTiRLffliN 1 TTHff ^Bh/OiUEmt] 'ÞJOK&tNl/? Staða einstæðra- og forsjárlausra foreldra Á Alþingi hef ég lagt fram beiðni um skýrslu frá félagsmálaráðherra um kjör og aðstæður einstæðra og forsjárlausra foreldra og barna þeirra. Skýrslan sem ráðherra mun gefa Alþingi vegna þessarar beiðni ætti að gefa allgóða mynd af stöðu þeirra. Forssjárlausir foreldrar Með forsjárlausum foreldrum er átt við foreldra sem ekki búa með börnum sínum samkvæmt opin- berum gögnum og hafa ekki forsjá barns sins ellegar barnið hefur lögheimili annars staðar. Þeir sem tilheyrt hafa þessum hópi falla stundum jafnvel í hóp barnlausra af því að ekkert barn hefur lögheim- ili hjá því. Eftir lagabreytingu í júní 2006 skal forsjá vera sameiginleg við skilnað eða sambúðarslit nema foreldrar semji um annað eða úr- skurður sé á annan veg. Af þeim sökum er tæpast rétt að tala um for- sjárlausa foreldra og þyrfti að huga að skilgreiningu eða heiti sem fellur betur að þessari breytingu. Efni skýrslubeiðninnar í skýrslubeiðninni er óskað eftir ítarlegum upplýsingum sem ætti að gefa mjög glögga mynd af því hvaða úrræði væri hægt að grípa til að bæta stöðu einstæðra og forsjárlausra for- eldra. Félagsmálaráðherra er beðinn að gefa Alþingi upplýsingar um hús- næðisaðstöðu þessara hópa, svo og fjárhagslega og félagslega stöðu og þróun meðlagsgreiðslna. Jafnframt er spurt um skattgreiðslur þeirra, því ætla má að aukin skattbyrði sem hefur a.m.k. þrefaldast hjá lág- tekjuhópum hafi komið afar þungt niður á þessum hópum. Einnig er lögð áhersla á að fá fram þróun á greiðslum í gegnum bóta- og styrkja- kerfi hins opinbera. Afar brýnt er að tryggja að öll börn hafi jafnan rétt til tómstunda og félagssstarfa óháð efnahag foreldra, því er kallað eftir hve mörg börn einstæðra og forsjár- lausra foreldra taki þátt í tómstunda- starfi utan skóla, svo sem tónlistar- námi, íþróttum o.fl. Jóhanna Sigurðardóttir Kallað eftir úrbótum frá félagsmála- ráðherra og dómsmálaráðherra í skýrslubeiðninni er ráðherra spurður að því hvort áform séu uppi af hálfu ráðherra eða ríkis- stjórnarinnar um að bæta kjör, að- búnað eða stöðu einstæðra foreldra annars vegar, forsjárlausra foreldra hins vegar og barna þeirra. Jafn- framt hef ég lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um ýmis atriði sem lúta að meðlagsgreiðslum og meðlagsgreiðendum . M.a, hvernig fyrirkomlag meðlagsgreiðslna og upphæð lágmarksmeðlags sé hér á landi samanborið við önnur ríki á Norðurlöndum og hvort ástæða sé til að breyta fjárhæð meðlags- greiðslna þannig að þær taki meira mið af raunverulegri framfærslu- þörfbarna. Bágborin fjárhags- og félagsleg staða Nauðsynlegt er að kanna stöðu þessara hópa en fjöldi einstaklinga í þessum hópi býr við afar bág kjör og lélega húsnæðisaðstöðu. Fram- færslukostnaður þeirra er mjög hár, en í skýrslu Hagstofunnar um meðalneyslu einstæðra forelda á ár- unum 2002-2004 (á meðalverðlagi 2004) kemur fram að meðalneyslu- útgjöld þeirra eru tæplega 3.4 m.kr. á ári eða 282 þúsund kr. á mánuði. Ætla má að stór hluti einstæðra- og forsjárlausra foreldra sé undir þeim viðmiðunarmörkum í tekjum Einstæðir- og forsjárlausir for- eldrar eru mjög fjölmennir á leigu- markaðnum þar sem leiga er mjög há eða um 70-90 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð.Ætla má að um 58% einstæðra foreldra búi í eigin íbúð samanborið við yfir 90% hjá hjónum og sambýlisfólki. Lík- legt er einnig að stór hluti forsjár- lausra foreldra búi við bága stöðu en þessi hópur verður æ stærra hlut- fall þeirra sem leita eftir félagslegri þjónustu sveitarfélaganna. 7000 meðlagsgreiðend- ur í vanskilum. Sömuleiðis má draga ályktanir af því hve stór hópur meðlagsgreið- enda er í vanskilum. 7000 einstak- lingar af 12 þúsund meðlagsgreið- endum skulda 14 milljarða króna .Af þessum 7 þúsund einstak- lingum eru 4000 í alvarlegum van- skilum og skulda um 11 milljarða króna. Brýnt er orðið að gera heild- arúttekt á stöðu þessa hóps og að stjórnvöld og Alþingi meti hvernig best er að bæta bæði stöðu þeirra og kjör. Það er tilgangurinn með þessari skýrslubeiðni til félags- málaráðherra og fyrirspurnum til dómsmálaráðherra. Höfundur er alþingismaður Klippt & skorið M 'argir hafa bollalagt hvað Halldór Ásgrímsson hyggist taka sér fyrir .hendur eftir að pólitískum ferli hans lauk fremur óvænt í sumar. Nú hefur kvisast út - óstaðfest að vísu - að hann verði frambjóðandi íslands sem framkvæmda- stjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar, sem valinn verður fyrir áramót. Þar kann að vera við ramman reip að draga þvf Finnar munu ætla sér hnossið. Ragnhíldur Sverrisdóttir, fréttastjóri á Morgunblaðinu, skrifar í viðhorfspistil (blaði sínu í gær af tilefni af komandi prófkjörum. Hún játar kinnroðalaust að vera pól- itískt viðundur, að hún eigi ómögulegt með að kvitta undirstefnu einhverra flokka í einu og öllu, en henni líst vel á marga fram- bjóðendur í flestum flokkum. Þeir prófkjörsframbjóðendur, sem hljóta náð hjá Ragnhildi fyrirýmissahlutasakir,eruþau BirgirÁrmanns- son,alþingismaðurSjálfstæðisflokksinsíReykja- vík, Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Kraganum, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sjálfstæðismanna í Kraganum, Guðrún Ög- mundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar í Reykjavfk, ÖssurSkarphéðinsson, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, Stein- grímur J. Sigfússon formaður vinstrigrænna í Norðausturkjördæmi og síðan vill hún systur sinni Margréti Sverrisdóttur auðvitað allt hið besta undir merkjum frjálslyndra í Reykjavík. Ætli þessi fríði flokkur verði við ósk Ragnhildar um samstarf? Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi, hefur sagt sig úr bæjar- stjórn Vestmannaeyja til þess að helga sig alfarið þingstörfum, en hann stendur í ströngu þessa dagana viö að ná 1. sætinu í komandi prófkjöri Sam- fylkingarinnar þar sem margir eru um hituna. Þessi leikur þykir klókur hjá Lúlla því með því sýni hann að hann leggi allt i sölurnar. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.