blaðið - 21.10.2006, Side 34

blaðið - 21.10.2006, Side 34
3 4 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 blaöiö L Marga hefnr eflaust einhvern ttma dreymt um aa sttja t stoli borg arstjóra, horfa dreymandi yfir tjörnina og hafa örlög Reykjavíkttr í hendi sér. í það hlutverk eru margir kallaðir en fáir útvaldir líkt og títt er með eftirsótt störf. Blaðið leitaði tilfimm valinkunnra einstaklinga ogfékk þá til að setjast í stól borgarstjóra. A Myndi leggja tröppur út í tjörn „Ég myndi byrja hvern borgarráðsfund á morgunsöng, svona til að létta aðeins skap- ið hjá mönnum" segir Bergþór Pálsson söngvari þegar hann er spurður um hvað hann myndi gera væri hann borgarstjóri. Lögin á dagskránni væru létt og skemmti- leg eins og Fúsalögin, Við Vatnsmýrina, Austurstræti og önnur skemmtileg lög „0g síðan þegar fólk væri orðið þreytt og allt komið í hnút þá myndi ég stjórna slök- unar- og teygjuæfingum." Bergþór heldur þó ekki að á þessum vinnustað sé meira stress en á hverjum öðrum en þessi aðferð sé góð á vinnustöðum yfirleitt til að efla samkennd og fólk er jú að vinna að sama markmiði þó það sé ekki alltaf sammála. Bergþór sér einnig möguleika á því að gera tröppur frá borgarráðssalnum ofan í tjörnina við Vonarstrætið, „fólk gæti hlaupið út í vatnið ef það lægi þungt á því og komið hresst og endurnært til baka“. Bergþór myndi einnig vilja stuðla að betri umferðarmenningu í borginni. „Ég myndi vilja beita mér fvrir því að hækka sektir við hraðakstri. Ég veit ekki hvort það er á könnu borgarstjóra. Ég myndi líka vilja að inni í ökuprófinu væri skylda að fara á námskeið í umferðarkurteisi. Umferðin hér er mjög stressuð og það er eins og fólk haldi að það sé eitt í heimin- um og hugsi ekki að það eru manneskjur í hinum bílunum. Ég myndi vilja að stuðla að meiri tillitssemi ef væri ég borgarstjóri“ segir Bergþór / Bergþór Pálsson, söngvari Herför gegn sóðaskap Ég myndi byrja á því að þrífa borgina, koma á sektum við sóðaskap og láta þá sem fleygja rusli á götum úti greiða fyrir það dýru verði. Þar með væri ég búin að bjarga peningakassa borgarinnar fyrir lífs- tíð og landið gæti verið skattlaust með öllu. Kannski myndi fólk læra með tímanum að sóða ekki út en þar til sá dagur rynni upp yrðum við ægilega rík. í Sviss er fólk látið fara út á götu og þrífa og mér finnst það bara mjög gott mál. íslendingar eru síþríf- andi heima hjá sér gargangi og æpandi svo ég skil ekki hvers vegna þeir ættu ekki að geta þrifið fyrir utan hjá sér líka. Ég bý í 101 og hér er allt löðrandi í skít og glerbrot- um. Mér finnst það ekki gefa spennandi mynd af Reykjavík að okkar sé getið í er- lendum ferðahandbókum fyrir sóðaskap eins og staðreynd er. Fyrir tveimur öldum komumst við í ferðahandbækur þess tíma vegna þess að það var svo mikil skítalykt af okkur og lýsnar skriðu um allt. Við ætlum greinilega að halda þeim orðstír til streitu því okkur finnst þetta svolítið fínt. Svo er auðvitað ýmislegt fleira sem ég myndi vilja breyta og bæta en ég þyrfti líklega að komast á þing til þess. Meira gegnsæi í stjórnmalum Ég myndi efla menningarsviðið og eins myndi ég nútímavæða samgöngur til að losna við alla þessa bíla. Ég myndi vilja hafa lest eða eitthvert farartæki sem nýtir þá orku sem við höfum hér á landi. Almennt myndi ég efla velferðarkerfið og stokka það almennilega upp. Það þarf að setja skóla- kerfið í nútímaform en þær aðferðir sem notaðar eru í dag eru gamaldags. Það þarf að efla tungumálakunnáttu því ísland er ekki einangrað heldur alþjóðlegt land. Það eru margir útlendingar á Islandi og það má heldur ekki gleymast að við erum útlending- ar líka því við fluttum hingað fyrir löngu síð- an. Þegar kemur að stjórnmálum þá myndi ég vilja hafa meiri gegnsæi, sérstaÚega hvað varðar fjármál því þar leynist spilling- in og klíkuskapurinn. Álmenningur á að hafa meiri völd í atkvæðagreiðslum, sérstak- lega í stórum ákvörðunum sem hafa mikil áhrif á þjóðarbúið til lengri tíma litið. Það er ósanngjarnt þegar nokkrir menn taka stór- ar ákvarðanir. Fræðsla um áfengi og vímu- efni þarf að vera betri og heiðarlegri. Það þarf að fræða fólk um tilveruna í stað þess að vera með hugsjónir sem eru óraunhæfar, eins og að segja bara nei. Börn og eldra fólk í forgang Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og þykir ákaflega vænt um borgina þó ég búi eins og er í Kópavogi. Að setjast í stól borgar- stjóra væri kærkomið tækifæri enda margt hægt að laga. Fyrst og fremst myndi ég vilja bæta stöðu eldri borgara. Við eigum að gera miklu betur við þetta fólk sem hef- ur komið okkur á þann stað sem við erum í dag og unnið gott starf áratugum saman. Ég heimsótti elliheimili í vikunni sem leið og mér brá að sjá hversu lítið pláss hver heimilismaður hafði til eigin umráða. Það þarf að bæta til muna enda segir það sitt um samfélag hvernig það fer með gamla fólkið sitt. Svo myndi ég vilja hækka laun leikskólakennara og bæta stöðu barnafólks sem erhreint ekki nógu góð í dag. Foreldrar eiga að geta varið meiri tíma með börnum sínum en þeir geta í dag. Iþróttirnar eru mér eðlilega ofarlega í huga og ég myndi vilja hækka öll fjárframlög til þeirra, ekki síst styrki til afreksmanna í íþróttum sem eru alltof lágir. Einnig myndi ég vilja efla allt íþróttastarf í yngri aldursflokkunum. Annars hef ég mikla trú á núverandi borg- arstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, til þess að bæta öll þessi atriði sem ég nefndi. Tæki miö af óskum borgarbúa Mér hefur alltaf fundist Reykjavík eins og unglingur og því er auðvitað eins farið með mig og flesta að hafa mjög afgerandi skoð- anir á því hvernig hún eigi að fullorðnast. Ég fæ alltaf þessar fínu hugmyndir í hvert einasta skipti sem ég er á ferð um borgina; hvort sem ég er akandi eða gangandi. En nú þegar mér gefst þetta einstaka tækifæri vefst mér tunga um tönn og man ekki eftir nokkrum hlut! En þetta dugar nú skammt svo látum okkur sjá. Já, ef ég vaknaði borgarstjóri í fyrramálið tæki ég til óspilltra málanna. Ég færi í gallabuxur, peysu og gönguskó og legði borg undir fót. Að því búnu hefðu væntanlega rifjast upp fyrir mér allar þess- ar fínu hugmyndir sem ég vitnaði til. En ég ætla að vera lýðræðislegur borgarstjóri og léti ekki þar við sitja heldur hleypti af stokkunum könnun meðal borgarbúa þar sem spurt væri: Hvað mundir þú gera ef þú værir borgarstjóri? Síðan tæki ég mið af óskum Reykvíkinga, einkum barna og eldri borgara enda fátt dýrmætara í samfélagi en að huga vel að þeim yngstu og elstu

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.