blaðið - 21.10.2006, Page 36
• 36 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006
blaöiö
„Það er mest gefandi
þegar boðskapurinn
sem við ernm að
setja út í þjóðfélagið
er góður við höfum
gamaii að því að taka
að okkur verkefni
sem leiða gott af scr“
x nouywoi
Islenskar systur gera auglýsingyfmeð Bill Clinton
Uti er fallegur haust-
morgun og Laugaveg-
urinn að vakna til
lífsins. Birna Pálína
Einarsdóttir segist
vera aðeins fyrr á
ferðinni en hún er vön þar sem hún
sé enn þá á öðrum tíma, enda hefur
hún ferðast yfir nokkur tímabelti frá
heimili sínu í Los Angeles. Hún er hér
á landi í stuttu stoppi að sinna ýmsu
vegna heimildarmyndarinnar, Suður-
landið, sem þær systur eru að vinna
að. „Ég var á frumsýningu á Mýrinni
í gærkvöldi og því aðeins þreyttari
en venjulega." Hún hrósar myndinni
sem hún segir að hafi verið vel gerð í
alla staði, spennandi og haldi áhorf-
andanum allan tímann.
Lóa Auðunsdóttir hitti Birnu yfir
kaffibolla í morgunsárið til að for-
vitnast um störf fyrirtækis hennar
og systra hennar Elf Films í glamúr-
borginni Hollywood.
Með Clinton í ferilskránni
Elf films er ungt kvikmynda-
gerðarfyrirtæki sem starfrækt er í
kvikmyndaborginni Los Angeles.
Nýjasta verkefni fyrirtækisins er
gerð auglýsingar sem skartar Bill
Clinton í aðalhlutverki. Clinton
hefur ekki gert margar auglýsingar
á ferli sínum og þykir það mjög sér-
stakt að hann taki slíkt verkefni að
sér. Auglýsingin er fyrir málstað
sem gengur undir slagorðinu yes
on 87 og snýst um ákvæði sem
kosið verður um í ríkisstjóra kosn-
ingum Kaliforníufylkis í nóvember.
Ákvæðið snýr að því að skattur verði
lagður á innflutta olíu í ríkinu og á
þar af leiðandi að draga úr notkun á
olíu sem orkugjafa og þannig draga
úr mengun í fylkinu.
Elf films var stofnað fyrir þremur
árum og er rekið afþremur íslenskum
systrum, Birnu Pálínu, Guðrúnu Ág-
ústu og Helenu Einarsdætrum. Fyrir-
tækið hefur unnið að ýmsum ólíkum
og spennandi verkefnum á sviði aug-
lýsinga og kvikmyndagerðar sem og
þær eru að vinna að íslenskri heim-
ildarmynd um Suðurlandið, sjóslys
sem átti sér stað á jólanótt 1986.
' Systrasamstarf
Birna er glæsileg og íslensk í út-
liti með sítt ljóst hár og hún gæti vel
leikið hlutverk álfkonu í bíómynd
en kannski tengir blaðamaður hana
ósjálfrátt við álfa þar sem hún rekur
fyrirtæki með því nafni. En hvernig
kom nafnið til?
„Við trúum á álfa og álfar eiga sér
sterkar rætur í menningunni. Okkur
fannst það vel við hæfi þar sem helstu
einkenni álfa eru að þeir vilja leika
sér, gera spennandi og skemmtilega
hluti og fara sínar eigin leiðir.“ Skrif-
stofur fyrirtækisins eru í Westwood
í Los Angeles sem er alveg við Santa
Monicu. „Þetta er lítið og vel rekið
fyrirtæki. Við erum ekki með nein
látalæti og látum verkin tala sínu
máli,“ segir Birna.
Birna rekur fyrirtækið með
systrum sínum. Fyrirtækið stofn-
uðu þær fyrir þremur árum eftir
að Birna lauk námi frá California
State University en þaðan lauk hún
MBA gráðu. Birna sér um almennan
rekstur fyrirtækisins og einnig er
hún framleiðandi á verkefnunum.
Helena er einnig í hlutverki framleið-
anda og Guðrún Ágústa er leikstjóri
og klippari. Að jafnaði starfa auk
þeirra systra þrír aðrir klipparar og
aðstoðarmenn hjá Elf films, en þegar
viðameiri verkefni liggja fyrir ráða
þær til sin fleira fólk tímabundið.
„Við erum mjög samrýndar systur
" og við vinnum vel saman. öll svona
vinna krefst mikillar samvinnu og
það er gott að hafa þá sem maður
treystir best næst sér eins og í okkar
tilviki," segir Birna um samvinnu
þeirra systra.
Mörg verkefni í gangi
„Það hefur gengið vonum framar
að byggja fyrirtækið upp en það
tekur alltaf tíma að byggja upp fyrir-
tæki í þessum bransa. Okkur hefur
reynst auðvelt að fá verkefni. Guðrún
var búin að skapa sér nafn innan aug-
lýsingabransans þarna úti og er mjög
hæfileikaríkur leikstjóri. Hingað
til höfum við aðallega verið að gera
auglýsingar, bæði leikstýrt og séð
um eftirvinnsluna. En við erum líka
í þróunarvinnu fyrir kvikmyndir og
erum í samstarfi við stóran framleið-
enda. Það eru spennandi verkefni í
bígerð.“ Birna vill ekki tjá sig nánar
um þau verkefni þar sem hún segir
að ekkert sé öruggt í þessum bransa
fyrr en byrjað er að taka og þó mikil
vinna hafi verið lögð í undirbúning
þá sé aldrei neitt öruggt. „
Auglýsing fyrir góðan málstað
Talið berst að nýjasta verkefni
þeirra systra; auglýsingunni með Bill
Clinton í aðalhlutverki. Auglýsingin
var tekin þegar Clinton hélt ræðu um
Prop87 í UCLA og er unnin uppúr
þeirri ræðu. Námsmenn gistu á gras-
flötinni fyrir utan fyrirlestrasalinn
þar sem Clinton flutti ræðunni til að
tryggja sér sæti
Auglýsingin er ein af mörgum í
herferð sem fyrirtækið hefur unnið
að. Auglýsingin með Clinton var
tekin til sýninga í byrjun vikunnar
og hefur fengið milda spilun á sjón-
varpsstöðvum y tra og góðar viðtökur.
Birna segir að það sé mjög ánægju-
legt að taka þátt í gerð þessarar her-
ferðar þar sem hún sé fyrir góðan
málstað. Samtökin sem standa fyrir
henni kallast Prop87 og beita sér
fyrir að ákvæði um skattlagningu
á innflutta olíu verði innleidd í Kali-
forníu. Samtökin vonast til að með
skattlagningunni verði olíunni skipt
út fyrir umhverfisvænni orkugjafa
og draga þannig úr mengun í ríkinu.
„Þessi leið hefur reynst vel í Brasilíu
til dæmis og ef þeir geta gert þetta
þá á Kalifornía að geta það líka. Fólk
vill hreinna loft og nýja orkugjafa,“
segir Birna en málstaðurinn er þeim
systrum hjartans mál
„Við erum að vinna með áhrifa-
miklu fólki og aðalbakhjarl auglýs-
ingaherferðinnar er auðkýfingur-
inn Steven Bing sem fólk kannast
kannski við úr slúðurfréttum en
hann er barnsfaðir leikkonunnar
Elisabeth Hurley. Við unnum náið
með Steven og hans fólki sem var
mjög gefandi þar sem þarna er fólk á
ferðinni sem vill og getur gert miklar
breytingar.
Á Islandi erum við vön pólitískri
umræðu hist og her en það á ekki
við í Los Angeles þar sem umræðan