blaðið - 02.12.2006, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006
blaöiö
Dymbslvak
Matthias Johannessen flytur erindi um skáldskap Hannesar Sigfús
sonar mánudaginn 4. desember klukkan 12:10 í stofu 101 í Odda.
Tilefnið er útkoma bókar hans Hrunadans og heimaslóð. Erindið er
haldið á vegum Hugvísindastofnunar og er öllum opið.
Nú er tíminn til að fara að sanka að sér klassískum jóla-
kvikmyndum og horfa á í faðmi fjölskyldunnar. Bandariska
kvikmyndin Kraftaverk á 34. stræti frá 1947 er ómissandi og
fangar hinn sanna anda jólanna.
mennm
Menningarhelgin
Það er öllum
hollt að
endurnýja
kynnin við
Roman Pol-
anski, enda
kvikmyndirnar
sem hann
gerði á árum
áður margar
hverjar meist-
arastykki. Mia Farrow er ógleymanleg
í hlutverki hinnar barnslegu Rosemary
Woodhouse í Rosemary's Baby (1968).
Tilvalin og tryllingsleg afþreying á aðvent-
Lárviðarskáldið Ted
Hughes skrifaði ótal
perlur á ferlinum
en hann iést árið
1998, sama ár og
hann sendi frá sér
Ijóðabókina Birthday
Letters þar sem
hann gerir upp samband sitt við ástina í
Iffi sínu, Sylviu Plath, sem ekki var síðra
skáld. Ljúfsár lesning um lífiö sjálft.
Sýningu á verkum listakonunnar Þór-
dísar Aðalstei nsdóttur
lýkur á Kjarvals-
stöðum um helgina
Hún hefur starfað
í New York und-
anfarin misseri
og getið sér
gott orð
fyrir list
sína. Það
er því um
að gera að
berja verkin
augum
áður en
þau
hverfa
úr sýn-
ingu.
ARFTAKI
HARRY POTTER?
GaldrabókSalómonser
horfin og öll veröldin
íhættuefhúnkemst
í rangar hendur! i
Hrein skemmtun, stanslaust fjör'
TheTimes
amazon.com
Veröld
Bloöid/Frikkí
um helgina
g hef lengi átt þann
draum að gefa út jóla-
plötu, enda hef ég
alltaf verið mikil jóla-
stelpa. Það voru marg-
ar ástæður fyrir því að ég réðst
í þetta verkefni einmitt núna og
margt sem varð til þess að það
gekk upp. Ég er mjög glöð yfir að
hafa fengið tækifæri til að gera
þessa plötu, bæði vegna þess að
mig hefur alltaf langað til þess og
svo kristallar platan svo marga
þætti í mér, mína söngmenntun,
rætur og áhugamál. Platan er
ákaflega mild og hugljúf og mér
þykir vænt um þau viðbrögð sem
ég hef fengið við henni,“ segir
Björg Þórhallsdóttir sópransöng-
kona sem heldur útgáfutónleika í
dag í Langholtskirkju og á morg-
un í Akureyrarkirkju.
Björg er dramatískur sópran og
hefur undanfarin ár stundað fram-
haldsnám hjá einum virtasta söng-
kennara í heimi, Dr Iris Dell’Acqua,
sem sérhæfir sig í stórum röddum
og þjálfar einnig reglulega stór-
stjörnur á borð við René Flemming
og Cecilia Bartoli. Hún hefur und-
anfarið búið og starfað í London en
er alltaf með annan fótinn heima á
íslandi. „Ég hef aðallega starfað við
tónleikaflutning og óratóríu- og
kirkjumúsík y tra og líkar ágætlega
við borgina þó það sé alltaf gott að
koma heim. Ferðalögin fylgja óhjá-
kvæmilega starfi söngvarans en
maður reynir að eiga sem eðlileg-
ast líf inni á milli og gerir sitt besta
til að skapa sér þannig aðstæður að
það sé mögulegt."
Á plötu Bjargar sem ber titilinn
Himnarnir opnast - jólaperlur er
að finna fjórtán falleg jólalög sem
hún valdi sjálf. Hún segist hafa lagt
áherslu á að að syngja sem mest á
íslensku og er helmingurinn nýir,
íslenskir textar sem sérstaklega
voru samdir fyrir plötuna, m.a nýtt
jólaljóð eftir Sigurbjörn Einarsson
biskup. „Mér þykir alltaf vænt um
að syngja á íslensku og sérstaklega
jólatónlist því jólin eru manni svo
kær og standa hjartanu svo nærri."
Margir helstu listamenn landsins
koma að útgáfunni.
Barnabiblía er góður kostur til að kynnast
boðskap Biblíunnar og fylgja sögunni þar
sem Guð talar við allar kynslóðir, þær sem
lifðu söguna og þær sem komu á eftir.
Hún kemur sér vel í biblíulestri fullorðinna,
fermingarbarna og allra barna og þeirra
sem vilja lesa fyrir þau um hina dýrmætu
kristnu trú.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir.