blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 48

blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 48
John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að Manchester United geti ekki leikið betur en þeir geri nú og leið þeirra geti aðeins legið niður á við. Hann segir Chelsea hins vegar ennþá eiga mikið inni og að liðið komi aðeins til með að bæta leik sinn eítir því sem líð- ur á tímabilið. Roy Keane, knattspyrnu- stjóri Sunderland, vill fá fyrrum samherja sinn hjá Manchester United, Ole Gunnar Solskj- ær, að láni þegar opnað verðurfyrirfé- laga- skipti í janúar samkvæmt breska dag- blaðinu Daily Mirror. Rick Parry, framkvæmda- stjóri Liverpool, hefur lofað áhangendum félags- ins því, að fari svo að stjórnin samþykki rúmlega sextíu millj- arða króna tilboð fjárfestinga- hópsins frá Dúbaí £Á,: í félagið.verði \v ekki farið út í ' taumlausa pen- ingaeyðslu að hætti Chelsea síðustu árin. Hinir vinsælu gel- arnar komnir aftur • Viður eða gler • Ýmsir litir í boði • Auðveld uppsetning • Hægt að staðsetja nánast hvar sem er • Lyktarlaus bruni Reykháfur óþarfur! valencia illkebo SKEIFAN 3E-F • SlMI 581-2333 WWW.RAFVER.IS Tveir stjórar farnir og fjórir í vanda ■ Meðallíftími stjóra er 21 mánuður ■ Sex stjórar reknir ár hvert að meðaltali Tveir knattspyrnustjórar hafa þegar fengið reisupassann í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Iain Dowie stjórnaði Charlton Athletic aðeins í fimmtán leikjum áður en hann var látinn taka pokann sinn þrett- ánda nóvember síðastliðinn og Alan Pardew var rekinn sem knatt- spyrnustjóri West Ham United nú á mánudaginn eftir þrjú ár í starfi. Frá aldamótum hefur sex knatt- spyrnustjórum úrvalsdeildarliða verið sagt upp að meðaltali á leik- tíð. Enn vantar því fjóra upp á. Frá árinu 1993 hefur meðallíftími knatt- GARETH SOUTHGATE Aldur: 36 Félag: Middlesbrough Ráðning: 3. september, 2006 Sæti: 15. Árangur i stjórnartíð: Unnir Jafnir Tapaðir 4 4 9 spyrnustjóra í ensku knattspyrn- unni lækkað úr 2,8 árum í 1, 72 eða rétt tæplega 21 mánuð. Fjórir knattspyrnustjórar í úrvals- deildinni hafa setið undir harðri gagnrýni að undanförnu og þykja líklegastir til að fá að líta rauða spjaldið á næstu vikum eða mán- uðum frá forráðamönnum félaga sinna. Þetta eru Gareth Southgate hjá Middlesbrough, Glenn Roeder hjá Newcastle, Les Reed, sem tók við stjórninni hjá Charlton þegar Iain Dowie var rekinn, og Stuart Pe- arce hjá Manchester City. Rekinn Alan Pardew var rekinn frá West Ham á dögunum. GLENN ROEDER STUART PEARCE Aldur: 50 Aldur: 44 Félag: Newcastle Félag: Manchester City Ráðning: 2. febrúar, 2006 Ráðning: 11. mars, 2005 Sæti: 15. Sæti: 12. Árangur í stjórnartíð: Árangur i stjórnartið: U J T U J T 24 10 11 25 15 30 An réttinda og árangurs Það var djörf ákvörðun hjá forráða- mönnum Middlesbrough fyrir tíma- bilið að ráða fyrrum fyrirliða liðsins sem knattspyrnustjóra þegar Steve McClaren tók við þjálfun enska landsliðsins. Southgate er ekki að- eins reynslulaus, heldur hefur hann ekki tilskilin þjálfararéttindi. Batni ekki frammistaðan og úrslitin hjá félaginu, er líklegt að stjórnarfor- maðurinn Steve Gibson freistist til að fá reyndari^^*^^ stjóra til starfa. Engin batamerki Les Reed tók við starfi knatt- spyrnustjóra Charlton Athletic eftir að Iain Dowie var látinn fara 14. nóvember síðastliðinn. Eftir aðeins tvær vikur í starfi hófst umræða um að sæti Reeds væri farið að hitna. Staða Charlton hefur ekkert batnað með tilkomu Reeds og það situr enn sem fastast í nítjánda sæti deild- arinnar með tólf stig eftir sautján leiki. Charlton er fyrsta líðið sem Reed stýrir en hann hafði starfað sem aðalþjálf- ari félagsins um nokkurra ára skeið og sem yfirmaður tæknimála hjá enska landsliðinu 2002-2004. Alltaf sama sagan hjá Roeder Glenn Roeder hefur tvisvar komið liðum upp úr næstefstu deild, hafnað í sjöunda sæti úrvalsdeildar tímabilið eftir en fallið svo með liðin leiktíðina þar á eftir og misst starfið í kjölfarið. Newcastle hafn- aði í sjöunda sæti í fyrra, en er í því fjórtánda sem stendur, nokkuð sem ekki þykir ásættanlegur árangur á aSt. James’ Park. Hvort sem k Newcastle verður í fall- B sæti í lok tímabils eða 9 ekki, þykir ekki líklegt v að Roeder haldi starf- inu, takist honum ekki að hífa liðið upp fyrir miðja deild. Afleitur árangur á útivöllum Lærisveinar Stuarts Pearce eru taplausir á heimavelli það sem af er tímabili og hafa halað þar inn sex- tán stig af 24 mögulegum. Árang- urinn á útivöllum hefur hins vegar látið á sér standa þar sem liðið hefur aðeins unnið einn leik af níu og tapað sjö sem skipar því í tólfta sæti deildarinnar. Þá féll Manchester City óvænt úr enska bikarnum í ann- arri umferð þegar liðið tapaði fyrir annarrar deildar liði Doncaster. Ef árangur City á útivöllum fer ekki að batna reikna sérfræð- ingar og veðbankar WS með að stjórnartíð Pe- : fari að taka enda. n arce Barcelona komið í úrslit HM félagsliða: Riijkard við það að slá met Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Barcelona í 4-0 sigri liðsins á Club America í undanúr- slitum Heimsmeistarakeppni fé- lagsliða í gær, en keppnin fer fram í Yokohama í Japan. Barcelona mætir Sporting Club Internacional í úrslita- leik á sunnudag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir knattspyrnustjórann Frank Rijkaard, en sigri Barcelona í leiknum verður hann fyrsti mað- urinn til að vinna Heimsmeistara- keppni félagsliða og Evrópukeppni meistaraliða (nú Meistaradeildin) bæði sem knattspyrnustjóri og leikmaður. Þegar Rijkaard vann Meistara- deildina sem knattspyrnustjóri Barcelona síðasta vor, komst hann í hóp Miguels Munoz, Johans Cru- yff, Giovanni Trappatoni og fyrrum samherja síns hjá AC Milan, Carlo Ancelotti sem allir hafa unnið Evr- ópukeppni meistaraliða sem leik- menn og knattspyrnustjórar. Eiður Smári fagnar marki f 4-0 sigri Frank Ftiijkard veröur fyrstur manna til aö vinna HM félagsliöa og Meistaradeiidina bæöi sem ieikmaöur og knattspyrnustjóri, nái Barcelona aö sigra Sporting Club Internacional á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.