blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 37
blaðið FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 37 „Þetta hlýtur að vera misreiknað hjá þeim (á jörðu niðri)," sagði annar flugmannanna. hlógum og göntuðumst með að hann skyldi nú aldeilis taka við öllu óaðfinnanlegu frá okkur. Það var kominn í okkur galsi og tilhlökkun að koma til Sri Lanka. Ég fann samt hvað ég var orðin þreytt og fannst plássleysið í vélinni þrúg- andi. Það var svartamyrkur úti og veðrið greinilega ekki gott. Þetta angraði mig. Þegar við vorum að fara að lenda sló Didda Sveins, sem var fyrsta flugfreyja, á létta strengi. Hún var alltaf í góðu skapi.“ Þrumuhnoðrar allt í kring Harald Snæhólm hafði verið á ferðinni frammi í vélinni: „Þegar vélin hóf aðflugið, byrj- aði að lækka sig, kom Asgeir og settist í sætið frammi í flugstjórn- arklefanum. Hann hafði skipt við mig í Jedda. Þegar vélin var komin niður í sjö þúsund fet var ég enn í flugstjórnarklefanum og sá þá á rat- sjánni að það voru þrumuhnoðrar allt í kring en slíkt var ekkert óvenjulegt. Ég gekk áleiðis aftur í þar sem ég hafði fengið sæti við hlið Ernu. Mitt sæti var alveg aftast, á prik- inu eins og kallað var. í stað þess að sitja fremst í lendingunni eins og ég hafði ætlað mér var ég nú kominn þarna aftur í til Ernu. Við spenntum sætisólarnar og röbb- uðum saman. Erna var mjög þrifin. Hún hafði verið að þvo og pússa alls staðar þar sem sá á einhverju. Við þetta rými aftur í var salerni fyrir framan, eldhússkápar og gangur. Erna spurði mig hvort ég væri nokkuð smeykur við að sitja þarna aftast. Hún vissi að ég var ekki vanur því, heldur sat ég yfirleitt fremst, í flugstjórnarklefanum. Hún vissi líka að ílugmenn fljúga oft í huganum þegar þeir eru ekki við stjórnvölinn. Stuttu fyrir lendingu sagði Erna: „Skiptu við mig um sæti, Halli, svo að ég geti betur fylgst með farþegunum.““ „Hlýtur að vera misreiknað" Rétt um þetta leyti óskuðu ís- lensku flugmennirnir eftir því við ratsjárflugumferðarstjórann á Sri Lanka að hann gæfi þeim lýsingu á veðurskilyrðum í Madras á Ind- landi - ef svo færi að þeir mætu stöðuna þannig að þeir yrðu að hverfa frá lendingu á Sri Lanka og millilenda í Madras. Upplýsingarnar komu um hæl: logn, skyggni sex kílómetrar, brotið skýjafar í sex þúsund fetum, 26 stiga hiti og loftþrýstingur 1014 millibör. Flugmennirnir þökkuðu fyrir upplýsingarnar. Þeir vissu nú að öruggt yrði að lenda í Madras ef á þyrfti að halda en þeir töldu ekki ástæðu til að breyta áætluninni. Þeir hugðust lenda á Sri Lanka. Rúmar sex mínútur voru í lend- ingu. f flugstjórnarklefanum sagði Rúnar flugmaður Hauki flugstjóra að vélin væri að fara yfir radíóvita (ADF) á jörðu niðri. „Já, já,“ sagði Haukur. „Við sjáum niður núna,“ sagði Rúnar. „Ég sé líka niður,“ svaraði Haukur. „Gefðu mér 12 gráðu flapsa (vængbörð).“ Ljóst var að vélin átti eftir að fljúga inn í ský áður en henni yrði lent þó svo að flugmennirnir hefðu séð niður. Stuttu síðar bað Haukur flugmanninn að setja flapsana í 23 gráður. Þá sagði Rúnar að hann myndi stilla á blindaðflugstækin (ILS) s(n megin. Haukur svaraði honum þá að stefnan væri 78 gráður. „Þetta hlýtur að vera misreiknað hjá þeim (á jörðu niðri),“ sagði annar flugmannanna. Þegar fimm mínútur voru í áætl- aða lendingu bað Haukur flugstjóri Rúnar að deyfa ljósin í stjórnídef- anum eins og mögulegt væri. Þeir töluðu um hvort öll öryggi væru ekki inni. Ragnar flugvélstjóri stað- festi að þau væru í lagi. Örstuttu síðar hringdi bjalla í flugturninum sem gaf til kynna að aðflugsstefnu- geislinn hefði dottið út. Turnmaður- inn endurræsti búnaðinn. (Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Blaðsins) Prentað erlendis 46% 54% Hlutfall Bókasamband Islands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2006. Könnunin sýnir að hlutfall prentunar innanlands hefur minnkað um 5,5% milli ára. prentunar á bókum 2006 Sl Samtök iðnaöaríns efélag bókagerðar- manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.