blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 12
k Æ Skeifunni 6 - Sími: 533 4450 - www.everestis FOSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 blaöiö Blair yfirheyrður Breska lögreglan yfirheyrði Tony Blair forsætisráðherra í gær vegna rannsóknar á hneykslismáli um meintar mútugreiðslur til stjórnmála- flokka fyrir aðalstignir. Blair var kallaður til sem vitni og hefur því ekki réttarstöðu sakbornings. Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfólki: Erfitt ástand næstu fjögur árin ■ Útskrifa þarf um 140 sjúkraliða á ári ■ 500 hjúkrunarfræðingar starfa við annað en hjúkrun Eftir Viggó I. Jónasson viggo@bladid.net Fjölga þarf verulega hjúkrunarfræð- ingum og sjúkraliðum á næstu árum til að mæta vaxandi þörf fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Þetta kemur fram í rannsókn sem Hagfræði- stofnun Háskóla íslands gerði fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- nev ti sem kynnt var í gær. I rannsókninni kemur fram að útskrifa þurfi um 120 til 140 sjúkra- liða á ári en undanfarin tíu ár hafa verið útskrifaðir um 90 sjúkraliðar ár hvert. Einnig þarf að fjölga útskrif- uðum hjúkrunarfræðingum úr 110 í 140. Skýrsla rannsóknarinnar snýr að mannaflaspám fyrir heilbrigðis- stéttirnar og eru þar birtar bæði lág- marksspár og hámarksspár um þörf á vinnuafli. Þetta er í fyrsta sinn sem viðlíka mannaflaspá er gerð á Islandi. Samkvæmt spá Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 14 prósent til að fullnægja þörf á vinnuafli. 1 haust var lausum plássum í hjúkr- Siv Friðleifsdóttir Fjölga þarf bæði sjúkraliöum og hjúkrunarfræðingum. unarfræðinámi fjölgað um 35, bæði við Háskóla Islands en einnig í Há- skólanum á Akureyri. Á Akureyri var plássunum fjölgað um tíu en 25 í Reykjavík. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra segir að með því að fjölga plássum í hjúkrunarfræðinámi verði þörfinni mætt. „Fjölgunin mun leysa þennan mannaflaspárvanda sem við sjáum fyrir okkur en það verður vandi þangað til þessir nýju nemar útskrifast sem verður ekki fyrr en eftir fjögur ár. Þetta verður vandi um tíma.“ Athygli vekur að um 500 útskrif- aðir hjúkrunarfræðingar starfa við annað en hjúkrun og er talið víst að einhver afföll verði á nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Siv segir að þetta verði að meta með tímanum og verði þá athugað hvort fjölga þurfi plássum í náminu. í skýrslunni kemur fram að ástandið hjá sjúkraliðum sé almennt ekki gott. Siv segir að stuðla þurfi að fjölgun sjúkraliða og bendir á að hár meðallaldur sjúkraliða gefi það til kynna að með tímanum muni enn meiri skortur verða f þeirri stétt. Hún segir að nú þegar séu aðgerðir hafnar til að ná fleira fólki inn í stéttina. „Það er nú þegar búið að fara í að undirbúa sjúkraliðabrúna, þannig að það er verið að reyna að bregðast við hér líka. En þetta verður samt vandi á næstunni með sjúkra- liða.“ Sjúkrabrúin sem Siv vísar til er áætlun sem gerir ófaglærðu fólki sem hefur unnið við umönnun sjúklinga í meira en fimm ár kleift að fá starf sitt metið inn í sjúkraliðanámið. GEORG jENSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUCAVEGI 1S • SlMI 511 1900 www.sviss.is Vettvangur glæps Hermað ur á staðnum þar sem tug- um manna var rænt í gær. Óöldin í Irak heldur áfram: Tugum íraka rænt í Bagdad Vopnaðir menn i einkennisbún- ingum rændu milli tuttugu og þrjá- tíu frökum í Sanak, iðnaðarhverfi í miðborg Bagdad, í gærmorgun. Að sögn írösku lögreglunnar voru fórnarlömbin bæði sjítar og súnn- ítar, búðareigendur jafnt sem vegfar- endur. Vopnuðu mennirnir voru í tíu bílum sem líktust lögreglubflum. Vitni segja að skotið hafi verið úr byssum þegar mönnunum var rænt. Mohammed Quassim Jassim, sem starfar í hverfinu, segir í samtali við BBC að hann hafi heyrt í bílum og skothvellum þegar mennirnir létu til skarar skríða. „Svo sáum við menn í herklæðum neyða fólk í búðum og á götunni upp í sendi- ferðabíla og keyra svo í burtu.“ Mannrán eru daglegt brauð í höf- uðborginni og þau verða sífellt al- gengari. í síðasta mánuði var til að mynda tugum starfsmanna íraska menntamálaráðuneytisins rænt og enn er óljóst um örlög fjölda þeirra. Þeir sem er rænt eru oft pyntaðir og myrtir, á degi hverjum finnast tugir líka á götum Bagdad.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.