blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 blaöið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Hvernig ætlið þið eiginlega að verja ykkur? „Við ætlum að verja okkur með rökræðum. Það er að minnsta kosti ekki verri leið en stríð." Róbcrt Ragtiarsson, bæjarstjóri Voga FréttavefurVíkurfrétta greinir frá því að sveitarfélagið Vogar á Vatns- leysuströnd hafi lýst því yfir að það sé kjarnorkuvopnalaust sveitarfélag í kjölfarárskorunarfrá Samtökum herstöðvaandstæðinga. Með rjóðar kinnar í jólagjafainnkaupum HEYRST HEFUR... Bæjar- stjórn Seltjarnar- ness gerði sér glaðan dag og skrapp saman út að borða ámið- vikudags- kvöldið. Bæjarstjórnin valdi Sjávar- kjallarann til að eiga saman huggulega kvöldstund og gæða sér á kræsilegum sjávarréttum. Hvort um var að ræða árlegt jólahlaðborð stjórnarinnar er ekki víst en leiða má að því líkur að reikningurinn hafi verið kræsilegur lika þar sem um einn fínasta veitingastað borgarinnar er að ræða. Bæjar- stjórnin lét það væntanlega ekki á sig fá þar sem hún situr í einu ríkasta bæjarfélagi landsins. eyrst hefur að hertar reglur gildi nú um barnaafmæli í borginni. Börn í ónefndum skóla hér í borg fengu heim með sér bréf frá foreldrafélagi skólans stílað á foreldra um það sem má og ekki má þegar haldið er upp á afmæli barn- anna. Samkvæmt bréfinu er nú bannað að bjóða upp á sælgæti í barnaafmælum og það þykir ekki lengur við hæfi að bjóða upp á kvikmyndasýningar. Ráðlagður tími afmælisboða er samkvæmt bréfinu ein og hálf klukkustund. Á þessum eina og hálfa tíma er foreldrum ráðlagt að bjóða upp á hollustu og skipulagða leiki... maður spyr sig hvort allt fútt sé nú farið úr barnaafmælunum? loa@bladid.net Kolbrún Björgólfsdóttir leirlistar- kona er betur þekkt sem Kogga. Hún rekur leirlistarverkstæði og verslun á Vesturgötunni og sér fram á anna- sama helgi í búðinni þar sem nú fer í hönd síðasta helgin fyrir jól. Kogga ætlar að eyða kvöldinu í kvöld í að búa til jólakort handa vinum og vandamönnum en hún vill annars ekki segja frá því hvernig jólakortin eru. „Þau eiga að koma á óvart og ég vil ekki eyðileggja það óvænta fyrir fólkinu mínu.” Miðbærinn fallegur fyrir jólin Kogga segir að það sé einstaklega gaman og jólalegt að reka verslun í miðbænum enda bærinn skreyttur hátt og lágt. „Miðbærinn er einfald- lega fallegastur og nú fyrir jólin sérstaklega. Mér finnst hluti af stemningunni vera að versla jóla- gjafirnar með rjóðar kinnar, trefil og vettlinga. Ég verð í versluninni á laugardaginn ásamt systur minni sem vinnur með mér. Hingað er gott að koma þar sem brennsluofn- inn er alltaf í gangi og því hlýtt og notalegt hér inni.“ segir Kogga og bætir við að þær standi ekki fyrir neinum sérstökum uppákomum þar sem verslunin sé lítil og ekki mikið pláss fyrir slíka hluti. „Við systurnar tökum að okkur að leika jólasveina hér í staðinn og höldum uppi góðri stemningu, “ segir Kogga og glottir. Með jólagjafalistann í bæinn Þegar Kogga er búin að vinna á laugardaginn ætlar hún að flýta sér heim og elda góðan mat handa sér og syni sínum sem er einmitt að klára síðasta jólaprófið sitt í dag. .Síðan hef ég hugsað mér að skreyta svolítið á heimilinu og koma öllu í jólabúning.“ Kogga segir að hún búi alltaf til eitthvað sérstakt úr leirnum fyrir hver jól, hvort sem það eru kerta- stjakar, lítil ljósker eða jólaskraut til að hengja í glugga. „Á sunnudaginn ætla ég síðan að kaupa jólagjafirnar. Ég er búin að gera lista og búin að ákveða hvað ég ætla að gefa hverjum og einum. Ég er ekki ein af þeim sem eru búnar að kaupa inn allar jólagjafirnar, enda finnst mér gaman að fara í búðirnar þegar allt er skreytt og allir komnir í jólaskap. Ég ætla að setja upp tref- ilinn og labba um miðbæinn með rjóðar kinnar og fá jólin beint í æð.” Á förnum vegi Ertu komin/n í jólaskap? Álfheiður Jónsdóttir, húsmóðir „Já, af því að ég er búin að svo mörgu.“ Sigríður Unnur Jónsdóttir, starfsmaður Sláturfélagsins „Já, ég er komin í mikið jólaskap." Elín Pilkington, nemi „Já, alveg eins.“ Erna Aðalheiður Karlsdóttir, aðstoðarmaður í eldhúsi „Smá, en það kemur þegar ég er búin að vinna.“ Valþór Freyr Þráinsson, nemi „Já, mikið." SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá i-g lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 5 2 7 8 1 8 7 4 5 2 3 1 2 1 7 9 3 5 2 4 5 9 7 6 4 8 5 7 3 5 1 8 4 2 7 8 8 7 5 2 3 1 2 1 7 3 5 2 4 5 9 6 4 8 5 7 3 5 1 8 4 eftir Jim Unger Skilaðu honum heim eftir klukkutíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.