blaðið

Ulloq

blaðið - 15.12.2006, Qupperneq 6

blaðið - 15.12.2006, Qupperneq 6
vjS • avdid Jólamatseðill Silfurs beint á borðið til þín 6 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 blaðiö SEYÐISFJÖROUR Rúmenar í fangelsi Tveir Rúmenar voru handteknir við komu þeirra með Norrænu til íslands á miðvikudag. Um er að ræða karlmann um fertugt og konu um tvítugt. Þau framvísuðu fölsuðum ítölskum skilríkjum. Myndin af þeim hafði verið sett í stað upprunalegu myndarinnar. Fólkið var fært fyrir dómara í Héraðsdómi Austurlands og voru þau dæmd í 30 daga fangelsi. INNLENT Reynt að kveikja í sömu fiskvinnslunni fjórum sinnum: Silfur jólaflavors menu Sýnishorn af kvöldseðli: Forréttir Heitreykt turtildúfa með timjan, rósapipar og hvítlauk Kengúra með rósmarín, lakkrís- rót og villiberjum Áll með rauðrófu, jerúsalem- ætiþystlum og chorizo Graflax með maísbaunum, dijon sinnepi og sólselju Aðalréttir Hreindýr með kantarellu, rauðkáli og epli Lynghæna með beikoni, döðlu og andalifur Andabringa og svínasíða með mandarínu, súkkulaði og bbq Vanillusaltaður þorskhnakki með fennel, sítrus og myntu Einnig opið í hádeginu ■ New Style Restaurant / Pósthússtræti 11 / 578 2008 / www.silfur.is Brennuvargur kveikir aftur í Lifró ■ Kveikir í á svipuðum tíma árlega ■ Talið að maðurinn sé veikur ■ Lögreglan óskar eftir upplýsingum Lifrarsamlag Vestmannacyja 1932 Brennuvargur gerir óskunda Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri Lifró í Vestmannaeyjum, telur að - brennuvargurinn sé tæpur á geði og óskar þess að hann leiti sér aðstoðar. Eftir Val Grettisson valur@þladid.net „Honum hefur ekki enn tekist að brenna húsið niður,“ segir Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri Lifr- arsamlagsins í Vestmannaeyjum, eða Lifró eins og það er kallað í daglegu tali. Síðastliðin fimm ár hefur fjórum sinnum verið reynt að kveikja í kaffistofu Lifró og það sem er dularfyllra að mati Jóhanns; allar tilraunirnar eru í sama mánuði ár hvert. Ekki er vitað hver brennu- vargurinn er eða hvort þeir séu fleiri en einn. „Hann hefur notað bensín en síð- ast notaði hann terpentínu," segir Jóhann en þá var reynt að kveikja í kaffistofunni aðfaranótt 3. eða 4. des- ember. Jóhann segir að árið 2004 hafi maðurinn komist ansi nálægt því að kveikja í húsinu þannig af hlytist stórskaði. Skemmdirnar voru aðal- lega vegna reyksóts en skipta þurfti um innbú og reykræsta húsið. Maðurinn reyndi ekki að kveikja í árið 2003 en annars reynir hann ávallt að brenna skúrinn í desember. Kaffiskúrinn er hluti af þremur sam- byggðum húsum og að sögn Jóhanns eru í raun nokkrir sentimetrar í það næsta. Því er ljóst að um stórskaða yrði að ræða tækist manninum ætl- unarverk sitt. „Það er kannski tilviljun og ansi skrýtin líka, en ísfélagið brann ní- unda desember árið 2000,“ segir Jó- hann og vitnar þar til stórbrunans sem varð árið 2000. Þá brann ein stærsta útgerð Vestmannaeyja og að sögn Jóhanns hefur bæjarfélagið ekki enn beðið þess bætur. Ekki er talið að kveikt hafi verið í því. Jóhann segist ekki reiður vegna íkveikjutilraunanna og telur sjálfur að um sjúkan mann sé að ræða. Hann segir að maðurinn þurfi aug- ljóslega aðstoð. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir málið grafalvarlegt og undar- legt. Varðstjórinn telur ekki að um bernskubrek sé að ræða enda notast maðurinn við eldfim efni ásamt því að endurtaka leikinn ár eftir ár. Bruninn í Isfélaginu situr einnig fast í varðstjóranum en hann segir að það væri hrikalegt að missa Lifró einnig. Lögreglan biður alla þá sem hafa orðið vitni að grunsamlegum ferðum í kringum Lifró að hafa sam- band við sig í síma 4811665. Endurskoðandi Tryggingasjóðs lækna: Leitað til fjölda matsmanna „Upp kom pattstaða í rannsókn málsins þar sem ekkert gekk að fá dómkvadda endurskoðendur. Leitað var til fjölda einstaklinga sem allir höfðu einhverjar ástæður sem taka þurfti tillit til,“ segir Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. Ekkert gekk að fá dómkvadda endurskoðendur Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra Nýlega var rannsókn hætt á störfum endurskoðanda Trygginga- sjóðs lækna sem grunaður var um afglöp í starfi þar sem framkvæmda- stjóri sjóðsins tók sér sjötíu milljónir úr honum. Afar erfiðlega gekk að fá endurskoðendur til að meta störf hins grunaða ogþví féll rannsóknin á tíma. Jón telur erfitt fyrir einstak- linga að meta störf starfsbræðra þegar um fámenna stétt er að ræða. Hann segir þessa stöðu afar sjaldan hafa komið upp við rannsókn mála. .Dómkvaddir aðilar eru valdir af dómnum til að geta verið hlutlausir frá báðum hliðum og gefið álit sitt. Slíkt álit þarf að vera yfir allan vafa hafið um að hlutleysis sé gætt,“ segir Jón.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.