blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006
blaðið
Eg vissi alveg þegar ég kom
til landsins að það sem ég
er að gera myndi koma
fólki í opna skjöldu,“ seg-
ir Birgir Örn Steinarsson,
Biggi í Maus. „Tónlistin er svo gjör-
samlega frábrugðin Maus. Sumir fíla
ekki röddina mína og aðrir vilja bara
gítarvegg, læti og pungsvita. Ég er í
hljómsveit sem heitir Maus og sem
vissa tónlist með þeim. Þegar ég er
ekki að gera tónlist með Maus geri ég
nákvæmlega það sem mér sýnist.“
Fyrir rúmu ári héldu meðlimir
hljómsveitarinnar Maus hver í sína
átt, Palli gítarleikari stofnaði hljóm-
sveitina Fræ, Danni trommuleikari
stofnaði hljómsveitina Sometime, en
Biggi hélt til London og hóf vinnu við
sína fyrstu sólóplötu, Id, sem kom út
í síðasta mánuði. Eins og gefur að
skilja ríkti mikil spenna fyrir tónleik-
um Bigga á Airwaves, en hann kom
fram í Listasafninu ásamt hljómsveit
sinni, The Bigital Orchestra.
Nafnlaus gagnrýni
„Mér finnst gott og blessað að
fólk hafi sínar skoðanir, sjálfur hef
ég reynslu sem gagnrýnandi og veit
þess vegna að þetta er bara skoðun
eins manns,“ segir Biggi þegar blaða-
maður spyr hvað honum finnist um
umfjöllun tímaritsins Sirkus um tón-
leika hans á Iceland Airwaves-hátíð-
inni í október.
Sirkus fór ekki fögrum orðum um
Bigga og fullyrti að tónleikar hans
hefðu verið vonbrigði hátíðarinnar.
,Það sem mér fannst lélegt var að
greinin var skrifuð nafnlaust,“ held-
ur Biggi áfram. „Það virkaði frek-
ar heigulslegt, en ég tók þessu þó
ekki illa vegna þess að ég var búinn
að fá góða dóma í þremur blöðum
áður. Þetta lyktaði samt hálf furðu-
lega, kannski svaf ég hjá kærustu
einhvers sem vinnur á Sirkus eða
eitthvað?"
Sem sagt persónulegt?
„Já, en það var kannski það besta -
að þetta skyldi vera svona illkvittið,"
segir Biggi. „Ef gagnrýnin hefði ver-
ið svona: „Jaa, hann var ekki alveg
að standa sig strákurinn" eða álíka
næs, eins og slæmir dómar eru oft á
íslandi, þá hefði fólk kannski tekið
meira mark á honum.“
Það hlýtur að vera erfitt að koma
fram með eigið efni þegar fólk hefur
vanist þér með jafn ástkœrri hljóm-
sveit ogMaus er, ekki satt?
„Jú, það sést líka hvað viðbrögðin
hafa verið sterk,“ svarar Biggi. „Eft-
ir tónleikana labbaði ég af sviðinu
og hitti fólk sem fannst tónleikarnir
æðislegir. Svo komu aðrir, litu á mig
og spurðu í fullkominni hreinskilni
hvort ég væri ekki að grínast. Fólk
leit á mig eins og ég hefði misst vit-
ið og spurði hvort ég væri ekki í lagi.
Ég hef aldrei upplifað svona áður,
kannski var ég settur á of stórt svið.
Ég hefði átt að spila á stað eins og
:. Gauknum, ég sé það núna, en það er
. ekkert við því að gera eftir á.“
Sterk viðbrögð
Biggi segir viðbrögðin við tónlist
sinni hafa komið sér mikið á óvart
þar sem hún sé alls ekki á brún
þess sem vanalega hristir upp í fólk.
Þvert á móti segir hann tónlist sina
frekar mjúka og rólega en bætir við
að fólk erlendis taki sér öðruvísi
-en íslendingar. „Viðbrögðin úti eru
; ekki svona geðveik," segir Biggi en
? bætir við að frábært sé að fá sterk
viðbrögð við tónlist sinni. „Það
.... er akkúrat það sem ég vil. Ég hef
: verið umdeildur frá því ég byrjaði
að syngja. Fólk hefur alltaf sagt:
„Hann er ömurlegur söngvari“ eða:
„Hann er frábær söngvari". Ég er orð-
inn vanur þessu. Þegar ég byrjaði að
syngja hafði ég ekki hugmynd um
r að það væri eitthvað skrítið. Mig
. langaði bara að syngja.“
Félagar Bigga úr Maus hafa ekki
vakið nærri því jafn sterk og blend-
in viðbrögð hjá almenningi með
sínum sveitum. Plata hljómsveitar-
innar Fræ sigldi hálfpartinn und-
ir radarinn þegar hún kom út, en
sveitin náði þó töluverðum vinsæld-
um. Þá hefur hljómsveitin Somet-
ime lítið gert, en töluverðar vænt-
ingar eru innan tónlistarbransans
til frumburðar sveitarinnar.
- . 1. •. '‘r ''‘ý' •• * >
(miðjunni í Maus
„Ég var Émiðjunni i Maus,“ útskýr-
ir Biggi. „Eg vil samt taka fram að ég
er bara eirtn fjórði af þeirri frábæru
hljómsveit. Þegar ég geri eitthvað
er eðlilegt að það fái aðeins meiri
athygli og veki meiri viðbrögð. Mér
finnst stökkið sem ég tók með tón-
list minni til dæmis mun stærra en
Fræ. Ég ákvað að fara eins langt frá
Maus og ég kæmist bara til að sjá
hvort ég gæti það. Mér finnst ekk-
ert skrítið að tónlistin mín veki upp
sterkar tilfinningar hjá fólki. Ég
er náttúrlega gæi sem hefur fengið
borgað fyrir að segja það sem hon-
um finnst í blöðin síðustu fimm ár.
Það hafa allir sínar skoðanir á þann-
ig fólki.“
Biggi segist hafa fengið góð við-
brögð við plötunni sinni frá þeim
sem hafa hlustað á hana. „Það
er einmitt málið, að fá fólk til að
hlusta á hana," segir Big’gi': „Það er
búið að vera svolítið erfitt."
Mœtti hún seljast meira?
„Jájá, en salan er samt enginn
skandall. Hún er aðallega hugsuð
fyrir útgáfu erlendis. Það er byrjað
að dreifa henni í Danmörku, svo
fara 12 tónar vonandi almennilega í
að dreifa henni um restina af Skand-
inavíu eftir áramót. Við erum að
tala við fólk í Bretlandi, Þýskalandi
og Japan. Það getur allt gerst I þeim
efnum.“
Dreifing um allan heim?
„Ég ætla að reyna að koma henni
í búðir á sem flestum stöðum," seg-
ir Biggi að lokum. „Ég er að berjast,
ef ég meika húsaleiguna er ég að
meika það.“
atli@bladid.net
UTSALA - UTSALA
40-80% verðlækkun
Nú er hægt að gera góð kaup
Dæmi um verð:
Kjóll
Leöurjakki
Túnika
íþróttagalli
Buxur
Peysa
Bolir
Hvít úlpa
Mikið úrval af eldri fatnaði á kr.990
Áður Nú
6.800 3.990
14.900 4.990
5.500 1.100
5.500 2.900
6.500 2.900
6.900 3.500
4.500 1.900
7.700 2.900
'j$8m
Opnunartími fyrir jól
Virka daga fró kl. 10.00 -18.00
Laugardaga frá kl. 10.00-16.00
www.friendtex.is
dfex
Síðumúla 13
108 Reykjavík
Sími 568 2870
viðtal