blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006
blaðið
Peter Boyle látinn
Leikarinn sem lék hinn geðvonda og sérvitra föður Raymonds í Everybody Loves
Raymond, lést aðfaranótt miðvikudags úr hjartaslagi. „Þetta er eins og að missa
maka sinn,“ segir Doris Roberts sem leikur ráðríka konu hans í þáttunum.
J
tV-i
McDonalds-líkamsrækt
McDonalds-keðjan hefur sett af stað litlar líkamsræktarstöðvar fyrir
börn inni á völdum stöðum. Þar má finna hlaupabretti og hjól sem
0 eru tengd við tölvuleiki og hindranabrautir. Stöðvarnar eru ætlaðar
gestum skyndibitakeðjunnar á aldrinum 4-12 ára. Það tekur 3 klukku-
stundir fyrir barn að brenna 200 kaloríu mjólkurhristingi segja næringarfræðingar.
51
i’m lovin’ ifj
Orölaus mælir meó
Smákökubakstri
Það er auðvelt, fljótlegt og
jólalegt. Bakstur dregur hug-
ann frá amstri dagsins og
hvað er svo huggulegra en
að setjast niður og gæða
sér á eins og tveimur -í._
sortum með heitu
kakói í góðra vina hópi.
sU
Rúskinnshælaskóm
Ótrúlega flott ökklastígvél
í ýmsum litum. Flott
við jólakjólinn, þröngu
buxurnar eða leggings.
Tilvalið að velja sér
eina slíka fyrir
jólin.
Kinnalit
Rjóðar kinnar eru bara svo
sætar og gera hvaða
konu sem
er aðeins
hraustlegri.
Nú er hægt
að fá kinna-
liti í öllum
stærðum og
gerðum og
hvaða litum sem
er, allt frá Ijósbleikum upp í dökkrauða.
Virkilega flott við látlausa förðun.
Jólagrautur
Trabants
Jólatónlist
Þá er átt við klassíska jólatónlist en
ekki einhverja laglausa jólasveina sem
syngja asnaleg lög.
á Nasa
I
Hljómsveitin Trabant verður með tónleika á
Nasa annað kvöld en sveitin hefur ekki spilað sam-
an síðan síðasta sumar í Danmörku. Húsið verður
opnað klukkan 23:00 og er forsala aðgöngumiða í
12 tónum en eins verður hægt að kaupa miða við
dyrnar og er miðaverð aðeins 1000 kr.
„Þetta verða stórtónleikar á laugardaginn en
við erum ekki búnir að spila saman í um hálft
ár hérna á lslandi“ segir Gísli Galdur, meðlimur
Trabants. „Við ætlum að gera allt vitlaust eins og
venjulega og það verður örugglega brjáluð stemn-
ing. Það verða þrjú upphitunarbönd og skemmti-
leg elektróník en það eru FM Belfast sem eru Árni
úr Hairdoktor og kærastan hans Lóa og síðan
verða Helmus og Dalli sem voru að gefa út plötu
hjá Smekkleysu og Steed Lord sem ég held að séu
bara búin að koma fram tvisvar áður en það eru
Svala Björgvins og Einar og Elli Egilssynir."
Fyrir síðustu jól héldu Trabant-menn einnig
tónleika við frábærar undirtektir og bíða því ef-
laust margir spenntir eftir tónleikunum annað
kvöld. „Þetta er eiginlega framhald af því sem
við gerðum í fyrra en þá vorum það við, Hjálmar
og Mugison sem héldum tónleika saman og það
heppnaðist ótrúlega vel. Við vorum allir saman
á sviðinu í lokalaginu þannig að það er aldrei
að vita hvað gerist núna. Þetta verður allavega
hörkustuð og við í rosagóðu skapi líka og ætlum
að frumflytja nýtt efni á tónleikunum en tökum
sem sagt gömul og ný lög í bland. Við spiluðum
saman síðast í Danmörku í ágúst og síðan þá höf-
um við ekkert spilað og erum í raun bara búnir
að vera í smá pásu þannig að við hlökkum mikið
til. Við vonum bara að sem flestir komi og hvetj-
um alla til þess að mæta, það mun enginn sjá eftir
því og um að gera að taka sér smá pásu frá jóla-
stressi. Svo þarf enginn að hafa áhyggjur af því að
við förum að troða upp á fólk jólalögum."
fS
:■ T:~l
1
Jólamyndum
Gamlar og góöar jólamyndir sem hægt
er aö horfa á og borða konfekt og
smákökur og drekka jólaöl á meðan.
Frá 1980 til 1990 var framleiddur fjöldi
skemmtilegra jólamynda sem flestir
ættu aö kannast við. Þessar láta jóla-
andann hellast yfir hvern sem er:
A Christmas Story, Die Hard, Ernest
Saves Christmas, Lethal Weapon, Na-
tional Lampoons Christmas Vacation,
Santa Claus: The Movie og Scrooged.
KRISTlN GYÐA SIGURÐARDÓTTIR 21 ÁRS
1. Hvað þýðir orðið sko?
Áhersla eða byrjun á einhverri setningu
2. Hver skrifaði Sölku Völku?
Ég veit það ekki
3. Hvað er Golfstraumurinn?
Bíómynd
4. Hvað heitir gjaldmiðillinn i Japan?
Veit ekki
5. Úr hverju eru rúsínur framleiddar?
Sveskjum
GUÐNI PÁLL VIKTORSSON19 ÁRA
1. Hvað þýðir orðið sko?
Ég veit það ekki
2. Hver skrifaði Sölku Völku?
Ekki hugmynd
3. Hvað er Golfstraumurinn?
Þaö er eitthvað í sjónum
4. Hvað heitir gjaldmiðillinn í Japan?
Ég veit það ekki
5. Úr hverju eru rúsínur framieiddar?
Ég veit það ekki.
ERNA MARÍA RAFNSDÓTTIR 17 ÁRA
1. Hvað þýðir orðið sko?
Veit það ekki
2. Hver skrifaði Sölku Völku?
Veit það ekki
3. Hvað er Golfstraumurinn?
Man það ekki
4. Hvað heitir gjaldmiðillinn i Japan?
Ég veit það, ég var að læra það um daginn
en ég man það ekki
5. Úr hverju eru rúsinur framleiddar?
Ég man ekki neitt
VÁLUR BRYNJAR JÓNSSON 17 ÁRA
1. Hvað þýðir orðið sko?
Ég veit ekki
2. Hver skrifaði Sölku Völku?
Ég veit það ekki
3. Hvað er Golfstraumurinn?
Það er eitthvað þarna undir einhvers staöar
sem kemur á Island eða eitthvað svoleiðis
4. Hvað heitir gjaldmiðillinn i Japan?
Yen
5. Úr hverju eru rúsinur framleiddar?
Man það ekki
MARTIN BILLINSKY18 ÁRA
1. Hvað þýðirorðið sko?
Bara eitthvað sem maður segir
2. Hver skrifaði Sölku Völku?
Enga hugmynd
3. Hvað er Golfstraumurinn?
Straumur sem fer til Islands
4. Hvað heitir gjaldmiðillinn í Japan?
Ven
5. Úr hverju eru rúsínur framleiddar?
Vínberjum
JS .s>
•O 03
ö. æ