blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 54

blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 54
1AGUÍR 15. DESEMBER 2006 Immy-verðlaunin Emmy-verðlaunin sem veitt eru árlega kölluðust áður Immy-verð- launin en ákveðið var að breyta nafninu í Emmy þar sem það þótti hæfa betur kvenlegri verðlaunastyttunni sem veitt er hverju sinni. Guð blessi þig Á 6. öld var talið að með hnerra losnuðu illir andar úr líkamanum og var fólki óskað til hamingju. f plágunni miklu sem olli dauða fjölda Evrópubúa setti páfinn lög sem skikkuðu hvern þann sem vitni varð að hnerra annars til að segja Guð blessi þig. fr Efþú af naV stunain(r aðíUn9i’ Þá er kurv!aSykUrmli ty,lrstun9unac ’^meðplástn, Lá 'oyera á í smát/'ml ^rsykurinnTsi k. eítrið. Snyrtibuddan Agent Provocateur llmvatn frá undirfatatísku húsinu I London sem er virkilega gott og einkenn- ist af munúðarfullri og ferskri lykt. Ilmurinn einkennist af austur- lenskri kryddblöndu ásamt rósaolíu og jasmínu sem og hvítri gardeníu og sedrusviði. Góður ilmurfyrir allarkonur. í einhleypueldhúsinu er að þessu sinni Arnfríður Alaska Sigur- dórsdóttir sem er kannski betur þekkt sem Adda eða DJ Alaska. Adda gefur lesendum Blaðsins uppskrift að jólaköku sem aðeins þeir sem hafa náð aldri mega baka en annars er hún meira fyrir að horfa á aðra matbúa en að standa í eldhúsinu sjálf. Just Cavalli Blue Ferskur, einstakur og öðruvísi herrailmur með ferskum tóni frá Roberto Cavalli en Cavalli-ilmirnir hafa slegið í gegn um allan heim. Hressandi sftrónutónar og minta ásamt skógarundir- tóni sem gerir ilminn enn karlmannlegri. Uppskrift: Ég er með eina góða uppskrift að fínni jólaköku því það eru að komajól... Jólakökuuppskrift • 1 bolli vatn • 1 bolli sykur 4 stór egg • 2 bollar þurrkaðir ávextir • 1 teskeið bökunarsódi 1 teskeið salt , • 1 bolli púðursykur 1 bolli sítrónusafi : • 1 bolli hnetur • 1 FULL flaska af Grand Just Cavalli Pink Nýr dömuilmurfrá Roberto Cavalli. Munaðarfullur, tælandi, flottur og ferskur blóma- ilmur með ávaxta- undirtóni sem gefur ótrúlega góðan ilm. Tilvalið í jólapakkann. Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt. Takið stóra skál. Athugið Grandið aftur til aö vera alveg viss um að það sé ekki skemmt. Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið. Kveikið á hrærivélinni, hræriö 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál. Bætið 1 teskeið út í og hrærið aftur. Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla. Slökkvið á hrærivélinni. Brjótið tvær skurnir og bætið í skálina og hendiö út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni. Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærarana losið þá af með skrjú- fjárni. Bragðið á Grandinu til að athuga magnið. Sigtið næst 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama. Athugið Grandið. Sigtið sítrónusaf- ann og teygið hneturnar. Bætið einu borði, skeið af sykri eða eitt- hvað. Hvað sem þú finnur nálægt. Smyrjið ofninn. Stillið kökuformið á 250°. Gleymið ekki að hræra í stillaranum. Hendið skálinni út um gluggann. Athugið Grandið aftur. Farið að sofa. Augnskuggi Flottur augn- B skuggifrá sSr Gosh sem er i duftformi og er mjög auövelt að bera hann á augnlokin. Virki- lega flottur blár litur sem bæði er hægt að hafa daufan og dularfullan og sterkan og dramatiskan allteftir því hvert tilefnið er. Fullt nafn: Arnfríður Alaska Sigurdórsdóttir. Aldur: Ég er 28 ára. Andlegur aldur: 17 ára á virkum dögum og kvöldum og 150 ára á sunnudagsmorgnum. Starf: Dj og dama. Fyrirmynd í lífinu: Cindy Lauper. Að vinna á togara eða við blómaskreyt- ingar? Togara ef hann myndi bara ekki fara út á sjó, verð sjóveik í rólu. Eru skór til að ganga á? Eða til að...? Ertu hrædd við skordýr? Nei, bara nag- dýr. Samt eru skordýr ekki eitthvað sem mig langar að vingast við. Hvað verður að vera til f ísskápnum? Ostur, grænar ólívur og þynnkugleraugun (ég er sko einhleyp). Áttu safn af skurðarhnífum og wok- pönnu i eldhúsinu? Neibb, ég á ekki kærasta svo þeir gera ekkert gagn. Finnst þér gaman að baka kökur? Mér finnst gaman að sjá þær bakaðar. Ferðu eftir uppskriftum? Ég á enga uppskrift til að fara eftir. Hvað er kynþokki? Þaö er þokkalegt karlkyn. Hvað varstu að gera í gærkvöldi? Spila á Vegamótum. Færðu oft fólk í mat? Nei, en ég býð mér oft heim til fólks á kvöldmatartíma. Borðarðu oft úti? Ég borða mínnst heima, nema ef einhver eldar. Hvað bjargar deginum? Að synda og heiti potturinn. Hvaða bækur ertu að lesa? Ég hef ekki mikinn tíma til að lesa, allur tími fer í tónlistarhlustun. Kinnalitur Geggjaður kinnalitur frá Shi- seido sem gerir mikið fyrir lúkkið. Kinnaliturinn kemur í stiftformi þannig að það . er auðvelt að bera hann á kinnarnar. Ifallegur litur sem lífgar uppáhúð- ina og gerir yfirbragð hennar enn fallegra. » Einhleypueldhúsið Stór pizza með 2 áleggjum Opnunartimi: Virka daga 16-22 Um helgar 12-22 Kr. 1.193 TVÆR Á 2.000 OQD T K1 ncTI Hækka#u Þ«o ■ nr Xliug upp um einn P I Z Z fl 9 n c I II 5-12345 Núpalind 1 Hverafold 1 -5 Reykjavikurvegi 62 Kópavogi Grafarvogi Hafnarfirði Vinsamlegast bíðið! Ameríska fjölbragðaglíman, WWE, er fyrirbæri sem er sér á báti í nú- tímaþjóðfélagi. Á tímum þar sem konur eru álitnar jafningjar, en ekki bara augnakonfekt, og reynt er að finna diplómatískar lausnir á ágreiningsmálum tekur WWE sig til og gefur skít í allt saman. Konurnar skulu vera fáklæddar og helst barmmiklar og ef einhver ágreiningur kemur upp er hann leystur í stálbúri þar sem höggin, en ekki rökin, tala. WWE Smackdown Vs. Raw 2007 er nýjasti fjölbragðaglímuleikurinn frá fyrirtækinu THQ. Þarna „berj- ast“ olíubornir jötnar og valkyrjur í um það bil 20 mismunandi tegund- um bardaga með tilheyrandi blóðs- úthellingum og sársaukakveinum. Helsti gallinn við leikinn er sá að óhemju hátt hlutfall af spilunartím- anum fer í að hlaða inn efni leiks- ins. Að jafnaði þarf maður að bíða 10 til 20 sekúndur á milli atriða og er þá alveg sama hversu ómerkilegt atriðið er. Á tímum þar sem margir leikir eru farnir að spilast án nokk- urs biðtíma, er þessi mikla bið sem fylgir spilun leiksins hreinlega óþol- andi. Einnig er það svo að til þess að geta notið þessa leiks til fulls þyrftu menn helst að vera aðdáend- ur þessa tiltekna sjónvarpsefnis. Ef maður nær að líta framhjá þess- ari miklu bið þá er ýmislegt til að skemmta sér yfir, grafíkin er góð og leikurinn spilast (þegar hann hefur loksins verið hlaðinn inn) nokkuð vel. Bardagarnir eru fullir af svipt- ingum og átökum og ef menn hafa gaman af svona fangbrögðum þá mun þessi leikur hitta í mark. Fyr- ir okkur hin er þetta bara sæmileg- ur slagsmálaleikur með of stórum skammti af sterum og barnaolíu. viggo@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.