blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 58

blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 58
TR 15. DESEMBER 2006 blaöið 30 bestu íslensku lögin spiluð Útvarps-, blaða- og tónlistarmaðurinn Dr. Gunni mun spila 30 bestu íslensku lögin árið 2006, að hans mati, í útvarpsþætti L sínum á sunnudag. Tónlistarþáttur Dr. Gunna er á XFM og hefst \ stundvíslega klukkan 14. Latibær situr ekki eixin að metinu „Auðvitaö semjum við tónlist aðallega fyrir okkur sjálfa, en ég veit að aðdáendurnir eru ekkert ósáttir." Kerry King, gítarleikari Slayer Best að gera það við Marvin Gaye Lagið Sexual Healing með Mar- vin Gaye hefur verið valið besta lagið til að stunda kynlíf við í könnun á vefsíðu Yahoo music. Einn af hverjum fimm valdi lagið það kynferðislegasta en írarnir í U2 höfnuðu í öðru sæti með lag sitt With Or Without You. Barry White var í þriðja sæti með lagið My First My Last My Everything en hið afar kynferðislega stunu- lag Je t’aime með Serge Gains- bourg og Jane Birkin hafnaði í fjórða sæti og lag Chris Isaacs, Wicked Game, var í fimmta sæti. Á listanum má einnig finna lagið Slow, sem Emilíana Torrini samdi fyrir Kylie Mino- uge og Justify My Love með Madonnu. Kanye West kærður Ofurhuginn Evel Knievel hefur stefnt rapparanum Kanye West fyrir brot á höfundarrétti og fyrir að skemma ímynd sína. West stældi ofurhugann á nýjasta myndbandi sínu við lagið Touch the Sky og kallaði sig Evel Kanyevel. Evel Knievel segist hafa skráð nafn sitt sem vörumerki árið 2001 og fer núna fram á skaðabætur og höfund- arlaun. Hann segir kynferðislegt yfirbragð myndbandsins skaða ímynd sína og orðspor. Á myndband inu sést Kayne West í búningi ofurhugans að gera sig kláran til að stökkva yfir gljúfur. Arcade Fire varar við svörtum miðum Mikil spenna er fyrir tónleikum hljómsveitarinnar Arcade Fire í London og Montreal í byrjun næsta árs. Sveitin hyggst halda að minnsta kosti tíu tónleika í janúar og febrúar, fimm í hvorri borg. Miðar hafa rokið út og eru farnir að birtast á uppboðs- vefnum Ebay. Meðlimir Arcade Fire vara aðdáendur sína við því að kaupa miða á uppsprengdu verði á Netinu og lofa að halda fleiri tónleika á næstunni. Ekki minni spenna er fyrir væntanlegri breiðskífu Arcade Fire, en hún ætti að koma út í mars á næsta ári. Björk náði líka 4. sæti Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Latibær er auðvitað með þátt á hverj- um morgni á þremur sjónvarpsstöð v- um hérna í Bretlandi,“ segir Einar Bárðarson, umboðsmaður Nylons og íslands, og bætir við að árangur Latabæjar sé frábær. Einar segir eng- an veginn hægt að bera saman mark- aðssetninguna að baki Nylon og þá sem er að baki Latabæ. íslendingar hafa ekki verið mjög duglegir við að koma lögum sínum á breska smáskífulistann. Björk hef- ur reyndar verið duglegust allra og komið nánast öllum sínum smáskíf- um á listann en fyrir utan hana hef- ur hljómsveit hennar, Sykurmolarn- ir, komið laginu Hit í 17. sæti listans árið 1991, Nylon kom Loosing a Fri- end í 29. sæti listans fyrir skömmu og Latibær klifraði í fjórða sæti listans á dögunum með lagið Bing Bang (Time to Dance). Islenskir fjölmiðlar hafa greint frá því að ekkert lag hafi komist jafn hátt og lag Latabæjar. Það er ekki rétt því lagið It’s Oh So Quiet með Björk fór einnig í fjórða sæti listans árið 1995. Arangur Lata- bæjar er engu að síður mjög góður, smáskífan seldist í yfir 100.000 ein- tökum á fimm dögum og er komin í gull. Breiðskífu Nylons var frestað á dögunum vegna hvalveiða Islend- inga, en þær hófust stuttu áður en skífan átti að koma út. Hvalveið- arnar virðast ekki hafa haft áhrif á Latabæ. „Ég held að Latibær hafi aldrei verið kynntur sem íslenskur sjónvarpsþáttur," segir Einar. „Það var verið að stinga hvalinn í kvið- inn í öllum fréttatímum í Bretlandi daginn áður en platan átti að koma út. Icelandair hefur liðið fyr- ir þetta og íslenskar vörur hafa liðið fyrir þetta - það er búið að troða þeim á bak við í öllum hill- um. Einar er staddur í Stokkhólmi þessastundinaásamtNylon-flokkn- um þar sem þau vinna að plötunni ásamt fagmönnum ytra. „Við erum í höfuðstöðvum evrópskrar popp- tónlistar hjá fyrirtæki sem Max Martin á. Lögin hans hafa skapað Svíþjóð meiri tekjur en Saab og Volvo til samans býst ég við.“ Max Martin þessi hefur unnið með tón- listarmönnum á borð við Britney Spears, Backstreet Boys, Bon Jovi og Kelly Clarkson. Fólk á hans veg- um vinnur að breiðskífu Nylons en ekki er víst hvenær platan kemur út, en Einar segir það gerast í febrú- ar eða mars á næsta ári. Málefni Tónlistarþróunarmið- stöðvarinnar niðri á Granda, TÞM, eru mörgum hugleikin. aMiðstöðin hýsir fjölda hljómsveita og býður I þeim upp á öryggis- ’ gæslu og fleira sem fæstarhljómsveitarað- stöður bjóða upp á. Nú stendur til að loka sjoppunni þar sem reksturinn stendur ekki undir sér, en Reykjavíkur- borg hefur kosið að skipta sér sem minnst af fjárveitingum til TÞM. Ef borgin grípur ekki inn í með fjárveitingum sem til þarf munu tugir hljómsveita enda á götunni. Hljómsveitin Trabant heldur jólatónleika á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll annað kvöld. Ólafur Gröndal sagði nýverið stöðu sinni í sveitinni lausri en þar sá hann um bumbu- slátt um langt skeið. í kjölfarið á brott- hvarfi hans fóru ýmsar sögur um brotthvarf annarra meðlima sveitarinnar af stað. Fyrir nokkru var til dæmis talað um að listamaðurinn Rassi Prump hefði yfirgefið sveitina. Það reyndist ósatt eins og áréttað var í þessum dálki, en spennandi verður að sjá í hvaða mynd sveitin kemur fram á morgun, enda ein skemmtileg- asta tónleikasveit Klakans. r* Allt annaö en endurunnið Views of Distant Towns með hljóm- sveitinni Gavin Portland er allt ann- að en hefðbundin íslensk rokkskífa. Tónlist sveitarinnar er uppfull af skemmtilegum hugmyndum og þrátt fyrir að hulstur plötunnar sé úr endurunnum pappír er rokkið sem Gavin Portland spilar allt annað en endurunnið. Gavin Portland er hörð rokk- sveit. Söngurinn brýst yfirleitt út í formi öskurs, nema þegar gítarleik- arinn Þórir tekur undir með sinni brotthættu röddu, en hann er betur þekktur undir listamannsnafninu My Summer as a Salvation Soldier. Views of Distant Towns rennur sam- an í eina nánast skothelda heild. Lög- in flakka á milli þess að vera hörð rokklög, yfir í taktfast indí og yfir í Gavin Portland Views of Distant Towns 4« ■ Hrá, frumleg og skemmtileg. ■■H # Heldur stutt. A k A A A iK rC p \ kafla sem er ekki hægt að kalla neitt annað en rokk og „fokkíng“ ról. Views of Distant Towns virkar sem vítamínsprauta á íslenska rokk- tónlist. Fyrir menn eins og mig sem hafa gefið harða rokkið upp á bátinn nær platan samt að grípa og halda til enda. Hún hefði reyndar mátt vera örlítið lengri, 29 mínútur er ekki löng breiðskífa. Lengdin er samt í takt við heildarmyndina; allt nema tónlistin er svo skemmtilega míní- malískt. Hulstrið segir manni voða lítið, þar er hvorki að finna texta né ítarefni, en á einhvern furðu legan hátt skilur maður það. Kannski vildu þeir ekki sóa pappír? Kannski er þeim annt um umhverfið í kring- um sig? Rokk og ról getur látið gott af sér leiða, gott fólk. Það ger- ir Gavin Portland svo sannarlega. ........................ atli@bladid.net Curver Thoroddsen og hin breska Kiki-Ow halda 90’s-partí á gamlárskvöld á Nasa við Austurvöll. No Lim- its-kvöldin þeirra hafa verið að (gera allt vitlaust í ár á , Bar 11, en stappað hefur verið á staðnum og dansað á öllum hæðum. Biðröð náði langt upp á Laugaveginn á öllum kvöldum og komust færri að en vildu. Curver hefur látið hafa eftir sér að hann sé sérstaklega ánægður með að nú hafa aðrir plötusnúðar tekið við sér og farið að spila meira af 90 s-tón- list á sínum kvöldum. DAGAR TIL JÓLA J trippen mættu mátaðu upplifðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.