blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 10
LOFTHREINSITÆKI 10 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 blaöiö 15% Jólaafsláttur Hreinsar 99,97% agna úr loftinu Eyðir lykt Vinnur gegn svifryki Vinnur gegn ofnœmisvökum . ís-húsld 566 6000 Leitum að endursöluaðilum um allt land. UTAN ÚR HEIMI BANDARÍKIN Kevorkian iæknir náðaður Jack Kevorkian, bandaríski meinafræðingurinn sem var dæmdur í tíu til 25 ára fangelsi í Michigan-ríki fyrir að hafa hjálpað 130 dauðvona sjúklingum á tíu ára tímabili til að binda enda á líf sitt, mun fá reynslulausn úr fangelsi i júlí á næsta ári. Ráðherra segir af sér Lars Barfoed, neytendamálaráðherra Danmerkur, sagði af sér embætti í gær eftir að stuðningsflokkur minni- hiutastjórnar landsins hafði lýst yfir vantrausti á hann. Barfoed hefur lengi verið gagnrýndur fyrir slakt matvæla- eftirlit í Danmörku. ÍWELEDA Nytsamar jólagjafir Krúttleg barnataska full af barnavörum Slakandi lavenderolía og lavenderbað notaleg gjöf Handáburður og fótakrem nytsöm jólagjöf. Útsölustaöir: Heilsuhúsin, Lyfja, Apótekið, Lyf og heilsa, Apótekarinn, Fræió Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Heisuhornið Akureyri, Blómaval, Lyfjaval, Hagkaup, Fífa, Árbæjar apótek, Rima apótek og Garðs apótek Landamærum lokað Þúsundir stuöningsmanna Hamas flykktust aö landamærunum til að mótmæla. Ismail Haniya Forsætis- ráðherra Palestínumanna WBLAi ísraelar lokuðu landamærum Gasa og Egyptalands: Haniya komst ekki heim ■ Hamas-liðar mótmæla ■ Með milljónir í farteskinu Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net ísraelsk stjórnvöld fyrirskipuðu að landamærum Egyptalands og Gasasvæðisins yrði lokað i gær til að koma í veg fyrir heimkomu Isma- ils Haniya, forsætisráðherra Pal- estínumanna. Haniya hefur verið á ferð um Mið-Austurlönd í tvær vikur og er talið að hann hafi haft með sér tugi milljóna Bandaríkja- dala frá írönskum stjórnvöldum í skjalatöskum. Eftir að Palestínumönnum varð kunnugt um lokunina flykktust um tvö þúsund stuðningsmenn Hamas- stjórnarinnar að landamærunum til að mótmæla. Mótmælendur skutu úr byssum og reyndu sumir að sprengja gat í múrinn sem að- skilur Gasa og Egyptaland. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Israels, fyrirskipaði lokun landa- mæranna við Rafah. ísraelar segja að peningarnir sem Haniya flytur til landsins fari beint í hryðjuverka- starfsemi Hamas-hreyfingarinnar sem beinist að ísraelskum þegnum. Samkvæmt ísraelskum lögum er bannað að láta hryðjuverkasam- tökum fé í hendur og því var tekin ákvörðun um lokunina. Áætlað var að Haniya myndi snúa heim til Palestínu í næstu viku. Hann ákvað hins vegar að stytta ferð sína eftir að spenna jókst mikið milli fylkinga Fatah- hreyfinarinnar og Hamas-liða í Palestínu síðustu daga. Þrír synir háttsetts embættismanns, sem var nátengdur Abbas forseta, voru myrtir við grunnskóla sinn fyrr í vikunni og gruna margir Fatah- liðar Hamas-liða um ódæðið. Frá því að Hamas-hreyfingin fór með sigur af hólmi í kosning- unum fyrr á árinu hafa fjölmörg ríki gripið til efnahagsþvingana og hætt fjárstuðningi við palestínsku heimastjórnina. Ríkisstjórnin hefur sökum þessa átt í miklum vand- ræðum með að greiða tugum þús- unda starfsmanna laun. BBC hefur það eftir háttsettum palestínskum embættismanni að Haniya hafi um 35 milljónir Bandaríkjadala með í för, og að honum yrði einungis hleypt inn á Gasasvæðið skilji hann peningana eftir í Egyptalandi. Hefurðu fengið desember- uppbótina þína? Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. — VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 WWW.VR.IS Olíufélögin íhuga áfrýjun í skaðabótamáli: Efast um fordæmisgildi dóms „Ég tel að aðstæður í máli Reykja- víkurborgar séu afar sérstakar og ólíklegt að dómurinn hafi fordæmis- gildi,“ segir Hörður Felix Harðarson, lögmaður Skeljungs. Olíufélögin þrjú, Olíuverslun ís- lands, Ker og Skeljungur, voru á miðvikudaginn dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Reykjavík- urborg um 79 milljónir í skaðbætur vegna verðsamráðs. Haft var eftir Vilhjálmi H. Vil- hjálmssyni, lögmanni borgarinnar, eftir að dómurinn lá fyrir að hann gæti haft eitthvert fordæmisgildi fyrir önnur skaðabótamál á hendur olíufélögunum. ÞátaldiElliðiVignisson.bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, niðurstöðu hér- aðsdóms styrkja skaðabótakröfu bæj- Mjög líklegt að málinu verði áfrýjað. Höröur Felix Harðarson, lögmaður Skeljungs arfélagins áhendur oliufélögunum en réttað verður í því máli í byrjun næsta árs. Hörður segir mál Reykjavíkur- borgar vera einstakt að því leyti að þar lá fyrir að olíufélögin hefðu samið um skiptingu framlegðar afvið- skiptunum. Olíufélögin hafi þvi verið neydd til þess að sýna fram á að borgin hafi ekki tapað á viðskiptunum. „Sönnunarbyrðinni var velt yfir á ol- íufélögin. Málið er því afar sérstakt og Sögulegur dúmut I hétaðsdóml Borgin fær bætur ■ Um79ma)ðr*nwðyQ>tuBi ■ Lftgniaðui borgadnnar tlltui ■ ÓyttHnrt ítrýpn óliklegt að sömu kröfur verði gerðar til olíufélaganna þar sem engin fram- legðarskipting átti sér stað.“ Þá segir Hörður of snemmt að tala um fordæmisgildi dómsins þar sem málinu verði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar. „Það er mjög liklegt að þessum dómi verði skotið til Hæsta- réttar þó endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir af hálfu Skeljungs. Af þeirri ástæðu er varla tímabært að alhæfa mikið um fordæmisgildi dómsins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.