blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 blaðið Afdrifaríkt aðflug Útkall - Leifur Eirtksson brotlendir er bók eftir Ottar Sveinsson sem Útkall ehf. gefur út. í nóvembermánuði 1978 brotlenti Flug- leiðavélin Leifur Eiriksson í skógi þegar hún var í aðflugi að fugvellinum við Kólombó á Sri Lanka. Þetta varfjórða stærsta flugslys sögunnar á þeim tima. T Einar Guðlaugsson var 34 ára flugmaður sem átti að fljúga TF-FLA, Leifi Eiríks- syni, frá Sri Lanka til Ind- ónesíu ásamt Dagfinni: „Fyrr á þessu ári hafði ég verið flugstjóri hjá Cargolux. Þá flaug ég þessari sömu vél og nú var að koma. Við fórum út á flugvöll í rútu. Ég var með senditæki þar sem ég átti að kalla í vélina á ákveðinni tíðni, fá upplýsingar um hvenær þeir myndu lenda og annað. Hörður Sigurjónsson flugstjóri, sem var umsjónarmaður í flughermi i Loft- leiðabyggingunni, hafði orð á því áður en við fórum frá Islandi að það hefði komið tilkynning frá Brit- ish Airways um að aðflugsgeislinn í tækjunum á flugvellinum í Kól- ombó væri skakkur. Ég vildi reyna að ná sambandi við vélina okkar núna til að vara flugmennina við þessu veðri. Við vorum líka búnir að fá fregnir af því að aðflugsgeislinn væri of lágur en ég vissi ekki hvort flug- mennirnir, sem voru að koma núna, vissu af þessu. Ég gerði margar til- raunir til að kalla í vélina en fékk ekki svar. Það var úrhellisrign- ing. Maður varð gegndrepa bara við að ganga nokkra metra inn í flugstöðvarbygginguna." Gleðin ríkti Jónína flugfreyja upplifði gleði og ánægju um borð þegar styttist í kndingu: „Allir íslendingarnir voru svo kátir og glaðir. Didda og Erna voru þar fremstar í flokki. Gleðin ríkti hjá þeim og þær voru svo samstilltar í öllu sem verið var að gera. Þær tóku meira að segja lagið frammi í eldhúsi. Stuttu fyrir lendinguna gekk ég á meðal farþeganna og bað þá að rétta upp stólbökin, festa borðin upp og spenna beltin.“ V ÍSLANDS MÁLNING Ný verslun íslandsmálningar í Skútuvogi Opnunartilbod á innimálningu. Loftmálning 3L kr. 490 Veggjamálning 3L kr. 490 Veggfóður kr. 590 Veggfóðursborðar kr. 390 íslandsmálning Skútuvogi 13. S. 517 1501 beint á móti Húsasmidjunní íslandsmálning Sætúni 4. S. 517 1500 Þegar Jónína gekk fram í fremra eldhúsið var hringt frá flugstjórnar- klefanum. Hún var beðin að taka kaffibolla. „Þegar ég gekk fram í flugstjórn- arklefann voru flugmennirnir upp- teknir af aðfluginu og sögðu ekkert við mig.“ Hlógu og göntuðust Oddný var framarlega í vélinni við eldhúsið. Hún var orðin dálítið þreytt eftir hátt í sex klukkustunda flug frá Jedda og einnig eftir flugið frá Aþenu og þangað: „Mér fannst þetta flug frá Jedda til Sri Lanka sérstaklega erfitt. Við skildum ekki alveg Indónesana og Oddný varframarlega í vélinni við eldhúsið. Hún var orðin dálítið þreytt eftir hátt í sex klukkustunda flugfrá Jedda og einnig eftir flugiðfrá Aþenu og þangað það voru þrengsli í eldhúsunum og alls staðar óvenjutroðið, hvergi hægt að tylla sér og hvíla sig aðeins. Ég sá um fremra eldhúsið með Diddu Sveins, sem var yfirflug- freyja, og Jónínu. Þegar líða tók að lendingu kallaði Þórarinn í mig og bað mig að fá Ásgeir Pétursson yfir- flugstjóra til að skipta um sæti við Ólaf Áxelsson. Ásgeir færi fram í flugstjórnarklefa til flugmannanna og Ólafur í sæti sem var við hliðina á Diddu, fremst í farþegarýminu. Við Didda höfðum þrifið eld- húsið hátt og lágt fyrir lendingu. Við vissum að Guðjón Guðnason flugþjónn beið okkar í Sri Lanka og hann átti að taka við af okkur þar. Hann var örugglega kominn út á flugvöll og farinn að bíða. Guð- jón var mikið snyrtimenni og við Flugfreyjurnar Oddný Bjorgolfsdottir og Þuríður Vilhjálmsdóttir Þær lifdu siys d af. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.