blaðið

Ulloq

blaðið - 23.12.2006, Qupperneq 8

blaðið - 23.12.2006, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 blaðiö & hurðir Gluggar, huröir, og svalahurðir úr viöurkenndu PVC-U hágæöa Kjamagluggar hafa einstakt einangrunargildi og eru til í mörgum gerðum. Islensk framieiösla og áratuga reynsla Sparaðu tíma • leitaðu tilboöa netfang: gluggar@vortex.ls Q Kjarnagluggar Skemmuvegi 46 • 200 Kópavogi sími 564 4714 • Fax 564 4713 www.kjarnagluggar.is Steikt eda ósteikt Ekta norðlenskt Imifabrciuð frá Kristjánsbakarí - með rétta jólabragðið! SEKSY kvenmannsúr með Swarovski kristöilum og skífu úr ekta grænni perlumóðurskel. Einfalt að minnka eða stækka að vild. Utsölustaöir: Jens Kringlunni • Gilbert úrsmiöur Laugavegi 62 • Helgi Sigurðsson úrsmiöur Skólavöröustíg 3 • Georg Hannah úrsmiður KeflaVík • Guðmundur B. Hannah úrsmiður Akranesi ■ Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi Leonard Kringlunni Enn miklar tafir Mikil þoka olli miklum töfum á flugi á Heathrow-flugvelli í Lundúnum þriðja daginn í röð I gær. Flugfélagið British Airways hefur hætt við hundruð fyrirhugaðra flugferða og hafa margir þurft að hætta við jólaferðalög sín. Þokan hefur helst bitnað á innanlandsflugi og stuttum millilandaflugum. Stephen Wright ákærður fyrir vændiskonumorðin: Á háum hælum með hárkollu ■ Stephens sleppt ■ Þögull áhugamaður um golf Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Breska lögreglan hefur ákært Stephen Wright, 48 ára vörubíl- stjóra, fyrir morðin á fimm vændis- konum sem fundust í nágrenni Ips- wich í upphafi mánaðarins. Wright var handtekinn á þriðjudaginn. Talsmaður lögreglu segir að eftir yfirheyrslur hafi Tom Stephens, öðrum manni sem var einnig í haldi lögreglu, verið sleppt gegn trygg- ingu en Wright hafi verið ákærður fyrir morð á öllum konunum fimm. Hann beindi því sérstaklega til fjöl- miðla að vanda fréttaflutning af málinu og að Wright ætti fullan rétt á sanngjörnum réttarhöldum. Lík kvennanna fundust allar án klæða umhverfis Ipswich á tíu daga tímabili í upphafi mánaðar- ins. Rannsókn hefur leitt í ljós að ein konan hafi verið kyrkt og önnur látist af völdum þrýstings á hálsi. Dauðsorsök hinna þriggja liggur enn ekki endanlega fyrir. Wright er þekktur í rauðu hverfi borgarinnar fyrir að vera tíður viðskiptavinur vændiskvenna. Hann býr í eins her- bergis íbúð í rauða hverfinu og á bláan Ford Mondeo bíl sem lögregla hafði tengt við morðin. Vændiskonur í Ipswich sem lög- regla hefur rætt við halda því fram að Wright hafi verið klæðskipt- ingur. „Hann var undalegur og hræddi okkur. Hann klæddist oft latex-pilsum, háhæluðum skóm og hárkollu. Flestar stelpurnar fóru aldrei inn í bíl til hans,“ segir Tina, fyrrum vændiskona í samtali við Ev- ening Standard. Önnur vændiskona segir að hann hafi haft sérstaka unun af hörðu kynlífi og hópkynlífi. ,Hann borgaði tugi þúsunda fyrir kynlíf með tveimur vændiskonum samtímis." Wright er sagður vera mikill áhugamaður um golfíþróttina og tók reglulega þátt í áhugamannamótum í Ipswich. Starfsmenn golfklúbbsins lýsa honum sem þöglum manni sem blandaði ekki geði við marga, Morðin minna um margt á óupplýst morð „Kobba kviðristu" árið 1888 þar sem hann myrti að minnsta kosti fimm vændiskonur í Lundúnum á þriggja mánaða tíma- bili. Peter Sutcliffe hermdi eftir morðunum í Jórvíkurskíri þegar hann drap þrettán vændiskonur og réðst á sjö til viðbótar á árinum 1975 til 1980. Lögregla í Norwich kannar nú hvort að Wright tengist þremur óupplýstum morðum á vændis- konum frá árunum 1992 og 2002 auk mannhvarfs árið 2000. Þær voru allar fastagestir á Ferry Boat- Steve Wright Var handtekinn á heim- ili sínu á þriðjudaginn. barnum sem hann rak í Norwich árið 1988. Lögreglurannsóknin á morðunum í Ipswich er einhver sú viðamesta í sögu Bretlands, en um fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í henni. IPSWICH tbúafjöldi: 140.000 Sýsla: Suffolk 140 km norðaustur af Lundúnum Frægir frá Suffolk: Benjamin Britten (tón- skáld), Bernie Ecclestone (alráöur I Formúlu 1), Ralph Fiennes (leikari), Bob Hoskins (leikari), Thomas Paine (heimspekingur). Jón Ólafsson undirbýr nýja málsókn: Ber ekki illan hug til Hannesar „Tæknilega hefur þetta mál mis- tekist því dómstólar úti sáu að hann hefur brotið af sér,“ segir Jón Ólafs- son, athafnamaður. Yfirréttur í London ógilti í byrjun mánaðarins fyrri dóm I skaðabóta- máli Jóns á hendur Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni á þeim forsendum að stefna í málinu hefði ekki verið réttilega birt. 1 kjölfarið var Jóni gert að greiða Hannesi fjórar milljónir króna í málskostnað. Undirréttur hafði áður gert Hannesi að greiða lóni 12 milliónir króna í skaðabætur. „Að sögn Jóns mun hann hefja nýtt mál frá grunni þar sem ljóst er að hér sé um tæknileg mistök að ræða og almennt hafi sekt Hann- esar í málinu verið viðurkennd af enskum dómstólum. „Auðvitað mun ég halda áfram og hefja nýtt mál. Um það er ekki spurning." Jón segist ekki bera illan hug til Hannesar og að enn þá sé hann tilbúinn til að semja um málið. „Ég bauð Hannesi að biðjast afsök- unar á orðum sínum í bréfi til mín oersónuleea en ekki ooinherleea. Hann hafnaði því á sínum tíma. Ég er ekkert að leitast eftir einhverjum peningum enda er mér ágætlega vel við Hannes. Hann verður bara að sýna að hann hafi áhuga á að ná sátt í málinu."

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.