blaðið - 03.03.2007, Page 17

blaðið - 03.03.2007, Page 17
blaöið LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 17 Hefur nóg Nadia Katrín Banine er með glæsi- legri konum á íslandi. Hún er einn þriggja stjórnenda Innlits/Útlits á Skjá einum, starfar sem flugfreyja hjá Icelandair, sækir æfingar hjá Is- lenska dansflokknum og sinnir sam- býlismanni ásamt tveimur börnum. Hún varð fertug á árinu. Er þetta ekkert lýjandi? „Jú, það getur verið það stundum. Það eru aðallega langar flugfreyju- vaktir sem taka á, en það gefur manni líka frelsi inni á milli. Það getur líka verið mikið stress að breyta heilu íbúðunum á einum degi einsog við gerum í Innlit/Útlit- þættinum, en á móti kemur að það er óskaplega gaman að vinna svona skapandi starf. Síðan heldur maður sér í formi með því að æfa með dans- BLOGGARINN . Af Framsókn... „Framsóknarflokkurinn er fremur ógeðfelldur þessa dagana. Hann lætur eins og allt það vonda sem rikisstjórnin hefur útdeilt þjóðinni komi honum ekkert við; hann lætur eins og hann sé nýtt og ferskt afl í stjórnmálum, flekklaust og án skuggalegrar fortíðar. Sorrí krakkar, það verkar á mig eins og einhver sé að æla ofan í kokið á mér. [...] Hvurn djöfulinn sjálfan hefur þessi ómerki- lega flokksdrusla verið að gera ann- að með íhaldinu en að taka auðlindir frá almenningi og einkavæða þær? Ha? Framsókn verður að gera annað og meira en að hreinsa kúkinn úr bleiunni til að vera sannfærandi í iðrun sinni; hvernig væri t.d. almennileg píslarganga með svipuhöggum og öllu sömlu?" Björgvin Valur http://sludrid.blog-city.com ... Samfylkingu... „Enn virðist Samfylkingin ætla að raða dagskránni sinni í samkeppni við flokksþing annarra flokka, þvert gegn öllum hefðum sem hafa tíðk- ast í islenskum stjórnmálum. Fyrst fundaði kvennahreyfing flokksins á sama tíma og Vinstri græn og um helgina er efnt til fundar á morgun og ókeypis bíósýningar í Háskólabíói um sömu helgi og Framsóknarflokk- urinn efnir til flokksþings síns. Frægt er þegar orðið að Samfylkingin hefur fært landsfund sinn og hyggst nú halda hann sömu helgi og lands- fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram, eða um miðjan næsta mánuð. Þetta heitir væntanlega að treysta tengslin og byggja brýr milli flokka á máli Samfylk- ingarinnar." ... og Vinstri grænum... „Ekki er sopið kálið þótt íausuna sé komið hjá Vinstri grænum. Eru þeir ekki ísvipaðri stöðu og Borgaraflokk- urinn og Þjóðvaki voru tveimur mán- uðum fyrir skoðanakannanir á sinum tíma? Ég man ekki betur. Það var nú ekki mjúk lendingin hjá þeim flokkum, sem „fóru með himinskautum" og ég spái þvíað það gangi illa að opna vinstri grænu fallhlífina næstu vikur. Óskhyggja? Kemur í Ijós en ég mun éta hattinn hennar Salóme Þorkels- dóttur ef VG fær 24% 12. maí. Úthringing- um var lokið þegar landsfundurinn hófst meö netlöggunni og því öllu. Það verður athyglisvert að sjá Gallup-könnun- ina í næstu viku.“ ij Pétur Gunnarsson \ ' 1 1 http://hux.blog.is fyrir stafni flokknum á morgnana, það er ómet- anlegt. Reyndar kitlar alltaf að stíga á sviðið aftur og ég vona alltaf innst inni að ég sé ekki alveg hætt í dans- inum,“ segir Nadia. Nadia Katrín var á listnámsbraut í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Hún segir námið góðan undirbúning fyrir alla hönnun. „Þetta var alveg frábær skóli. Ég hitti akkúrat á það sem hentaði mér og ég man varla eftir að hafa tekið frímínútur! Námið nýtist síðan vel í því sem ég er að gera í Innliti/Útliti en maður stefnir alltaf á meira nám, það kemur bara betur í ljós síðar.“ Nadia er næstyngst úr hópi fjög- urra systkina. Hún á ættir að rekja til Marokkó en segist aldrei hafa orðið fyrir aðkasti vegna þess. „Nei, aldrei. Auðvitað fann maður stundum að það væri horft á mann og að maður væri öðruvísi en hinir krakkarnir en mér var aldrei strítt neitt að ráði. Ég hef einu sinni heim- sótt Marokkó og fannst það æðislegt. Ég hitti bróður pabba og fjölskyldu hans, en ég hef aldrei hitt ömmu mína í föðurætt. Hins vegar langar mig mikið til að fara þarna út aftur,“ segir Nadia. En aftur að hönnun. Finnst Nadiu íslendingar ekkert of yfirborðs- kenndir og hégómagjarnir? „Við erum mjög nýjungagjörn auð- vitað og fljót að tileinka okkur tækni og tísku. Þetta hefur allt sína kosti og galla en líklegast vinnum við að- eins of mikið til þess eins að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu. Það er auðvelt að sogast inn í þessa hring- iðu en fyrir þá sem minna hafa milli handanna er vert að minna á að ekki er alltaf nauðsynlegt að kaupa allt nýtt. Stundum er hægt að staldra við og endurnýta hlutina með smá kænsku og handlagni,“ sagði Nadia að endingu. Tilbúinn fyrir útivistarfólkið! 799 þús. Afborgun á mánuði* kr. 19.676 Suznki Swift 4x4 Á SUZUKI ...er lífsstíll! r jU|] j i ÍLAR HF. f K * mi 568 5100.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.