blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 bla6ið Pétur Óskarsson, talsmaður samtakanna Sól í Straumi. Arðsemi og umhverfisvernd ekki andstæður Við Islendingar erum heppnir að hafa fengið okkar fallega land tímabundið að láni hjá börnunum okkar. Við höfum tækifæri til þess að njóta þess en um leið berum við ábyrgð á því að skila því í sama eða betra ástandi en það var þegar við tókum við því. Það er einfalt ef við erum sammála um það markmið og það sem meira er, at- vinnulíf og öll framþróun í þessu landi eiga samleið með þessu markmiði. Arðsemi og umhverfisvernd eru ekki andstæður heldu þvert á móti samverkandi þættir. Við erum að ganga í gegnum mikla vakningu og breytingar- tíma hvað sambúð okkar við náttúruna varðar. Stjórnmálamenn okkar, sem margir hverjir hafa barist fyrir ákveðnum málum sem áður þóttu sjálfsögð, eiga nú erfitt með að fylgja þjóðinni eftir í þessum viðhorfsbreytingum. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig flokkurinn minn, Sjálfstæðisflokkur, ætlar að taka á þessum málum fyrir alþingiskosningar í vor. Við Hafnfirðingar fáum tækifæri þann 31. mars næstkomandi til þess að senda út skilaboð um breytta tíma á íslandi og í maí mun vonandi þjóðin öll staðfesta þau skilaboð. Hreint Island er land þar sem þjóðin ber virðingu fyrir landinu sínu og lætur það í friði sem ekki þarf nauðsynlega að snerta. Því er gjarnan haldið fram að þegar við íslendingar göngum að kjörborðinu í vor muni áherslur stjórnmálaflokkanna í umhverfis- málum ráða úrslitum um hvernig við verjum atkvæði okkar. Ljóst er að mikil vitundarvakning hefur orðið í þessuni málaflokki að undanförnu, enda er sífellt minna deilt um þá kenningu að hlýnun jarðar stafi af mannavöldum auk þess sem sitt sýnist hverjum um svokallaða stóriðjustefnu stjórn- valda. Hvernig sjá fimm valin- kuntiir einstaklingar fyrir sér „hreint ísland"? Blaðið leitaði svara við þeirri spurningu. Sjálfbært orkusamfélag Ég sé ísland fyrir mér sem sjálfbært orku- samfélag innan fárra áratuga. I því felst að til húshitunar og samgangna og á fiskiskipaflot- ann verði eingöngu notuð græn orka sem aflað er í fullri sátt við náttúruverndarsjónarmið. Ég tel að handan við hornið séu nýjar aðferðir sem munu skila margfalt betri nýtingu jarð- hitaorku en nú og krefjast þess ekki að verð- mætum náttúrusvæðum sé spillt. Ég sé fyrir mér að innan tiltölulega skamms tíma verði tækni við að nota slíka orku í samgöngum orðin raunhæfur möguleiki. Ég tel brýnt að við stefnum að þessu markmiði en fórnum ekki verðmætum náttúruperlum og orku- lindum landsins fyrir skammtímahagsmuni. Ég sé fyrir mér að í náinni framtíð verði ein- nota hugsun umbúðasamfélagsins sagt stríð á hendur. Ég sé fyrir mér auknar kröfur um að bílar, flugvélar, byggingar, heimilistæki og efni til iðnaðar verði endurvinnanleg. Ég sé fyrir mér aukna áherslu á hollari neyslu- venjur og lífshætti. Að meiri áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað, heilsusamlegra starfs- umhverfi og skipulag sem gerir ráð fyrir að fólk geti í auknum mæli farið gangandi eða hjólandi til vinnu. Ég sé fyrir mér græna bylt- ingu hugarfarsins. í henni sé ég ekki ógnanir heldur tækifæri fyrir hreint ísland. Margt er betra en stóriðja Ég hef mjög einfalda skoðun á þessu. Með allt þetta rafmagn og tækifæri til vetnisfram- leiðslu sem við höfum finnst mér okkur bera skylda til þess að sýna gott fordæmi og reyna til að mynda að skipta út bensínbílum fyrir vetnisbíla, þótt ég sé náttúrlega enginn sér- fræðingur í þessu. Eins finnst mér mikilvægt að setja peninga í rannsóknir á því og finna leiðir til þess að knýja fiskiskipaflotann með einhverju öðru en allri þessari olíu. Ég á erfitt með að segja til um hvort stjórn- völd séu á réttri leið. Við verðum kannski að virkja þessi fallvötn okkar, en ætli það sé til ein- hver rétt leið? Það verða alltaf ólíkar skoðanir og maður verður alltaf að fórna einhverjum hagsmunum og einhverju sem manni finnst skipta máli fyrir okkur sem Islendinga. Þetta er landið okkar og það er ekki alltaf bæði hægt að geyma kökuna og éta hana. Einhvern veginn þarf að nýta þessar auðlindir sem við eigum. Ég er hins vegar algerlega mótfallin því að nota alla þessa dásamlegu orku sem við eigum í að bræða ál. Það finnst mér út í hött, en þá verðum við að koma með einhverja aðra leið til þess að nýta þessa orku sem við erum að búa til. Og það eru til milljón leiðir til þess aðrar en stóriðja. Verndum ómann- gerða náttúru Það sem ég tel að skipti mestu máli fyrir náttúruvernd á íslandi er að okkur takist að vernda það sem eftir er af okkar upprunalegu náttúru, það er að segja, þeirri náttúru sem ekki er manngerð. I þessu samhengi er ég til dæmis að tala um hálendi íslands og einstök svæði á borð við Mývatnssvæðið, Reykjanesið og fleiri þar sem eru náttúruperlur sem eiga engan sinn líka annars staðar. Sérstaða nátt- úrunnar á þessum svæðum liggur í því að hún er ekki manngerð, en nánast alls staðar í Evrópu er orðið mjög erfitt að finna dæmi um slíkt. Þessi svæði verða alltaf verðmætari eftir því sem árin líða þar sem þau verða sífellt sjaldgæfari. Það skiptir því miklu máli fyrir komandi kynslóðir að varðveita þau. Það geta allir virkjað vatn og gufu fyrir orkufreka stór- iðju en í henni er engin sérstaða og arðsemi hennar er hæpin. Við verðum líka að fylgja umheiminum í þeirri viðleitni að nýta hreina orku og það gerum við ekki bara með því að virkja fall- vötnin heldur verðum við að huga að því hvernig við getum breytt okkar samgöngum ásamt fiskveiðum og öðrum iðnaði þannig að hann mengi sem minnst. Við verðum að taka þátt í þessu alþjóðlega samstarfi um að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka íslands. V Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri I Samtaka ferðaþjónustunnar. Verum börnum okkar góð fyrir- mynd Það sem við þurfum er sameiginlegt átak stjórnvalda, fyrirtækja og almennings I land- inu. Með því móti er hægt að gera Island að hreinna landi en það er í dag og jafnframt halda því hreinu til framtíðar svo ásættanlegt sé. I því sambandi er ég að meina hreinleika landsins sjálfs og náttúrunnar, andrúmslofts- ins og íslenskra framleiðsluvara. Til þess að þetta geti orðið að veruleika þarf fyrst og fremst allsherjarhugarfarsbreytingu. Ég vil taka fram að ýmislegt er þegar vel gert eins og til dæmis hvað varðar aukna land- græðslu, flokkun og endurvinnslu sorps og framleiðslu matvæla á heilnæmari hátt auk þess sem sífellt fleiri vakna til vitundar og þrýsta á aukna umhverfisvernd. Við þurfum öll að leggjast á eitt og auka meðvitund okkar og ekki síst vera börnum okkar góð fyrirmynd. Það gerum við með því að umgangast landið okkar af virðingu og hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Eitt af því sem við mættum endilega gera loftslagsins vegna er að byrja á að draga úr notkun nagladekkja og setja til dæmis frekar heilsársdekk á bílana okkar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.