blaðið - 03.03.2007, Side 21

blaðið - 03.03.2007, Side 21
blaöið Bókalíf Unnur Guðrún Óttarsdóttir sýnir bókverk á myndlistarsýningunni Bókalíf í ReykjavíkurAkadem- íunni. Bækur skipa ákveðinn sess í hugum okkar flestra. Bækur eru oftast lesnar í ákveð- inni röð, blaðsíðu fyrir blaðsíðu og línu fyrir línu. Við gerum ráð fyrir að í bókunum sé að ein- hverju leyti rökrétt hugsun tjáð með orðum. Bækur eru yfirleitt settar fram á fremur formfastan hátt og bundnar inn hefðbundið með kjöl og kápu. Þegar talað er um læsi þá er oftast vísað til lestrar á letri. Þó hefur einnig verið fjallað um tilfinninga- og myndlæsi. Má segja að Bókalíf feli í sér tilfinninga- og myndlæsi. Á sýningunni eru bækur glæddar lífi með því að brjóta upp hið hefðbundna bókaform en á sama tíma er leitast við að vekja hughrif svipuð og framkallast við hefðbundinn bókalestur. Heimilt er að handfjatla og „lesa“ bæk- urnar á sýningunni. ReykjavíkurAkademían er til húsa á Hringbraut 121, fjórðu hæð. Opið er frá 9-17 alla virka daga. Einnig verður opið sunnu- daginn 4. mars frá 13-15. Þann dag kl. 14 og 15 mun Unnur segja frá verkunum og sýna hvernig hægt er að klæðast bók. Aftur til upphafsins Lisfamaðurinn litríki Snorri Ásmundsson ferðast norður yfir heiðar um helgina og opnar myndlistarsýninguna Progress (Back to Basic) í Populus tremula. Snorra er óþarft að kynna enda á hann að baki langan feril sem listamaður og oftar en ekki hefur list hans vakið mikla athygli enda slóðirnar hans oftast ótroðnar. Að þessu sinni leitar Snorri þó til upprunans í listinni eins og nafn sýningarinnar ber með sér. Sýningin verður einnig opin á morgun, sunnudag, milli 14 og 17. Aðeins þessi eina sýningarhelgi. Við gæðagötu Um þessa helgi lýkur myndlistar- sýningu Kristínar Helgu Kára- dóttur í Gallerii BOX á Akureyri. Sýningin ber titilinn „At Quality Street'1 eða „Við Gæðagötu“. Um langt skeið hafa (slendingum borist margvíslegir Mackintosh (Quality Street) sælgætismolar i skrautlegum dósum með mynd af hermanni og hefðarkonu í búningum fyrri tiðar. Þetta var hið klassíska „spari-sæl- gæti“ margra. Fjölskyldan átti sérstakar gæðastundir þegar Mackintosh-konfekt var á boð- stólum og hver og einn seildist eftir sínum uppáhaldsmola. Og konfekt þetta er enn vinsælt. Við Gæðagötu Kristínar Helgu í Gall- eríi Box ber ýmislegt á góma sem minnir á þessa Mackintosh-hefð okkar íslendinga en jafnframt er skyggnst inn i heim barna í Afríku þar sem listakonan var við störf fyrir Rauða krossinn árið 1993. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá 13-17. Notaðu Led Ijós mjög öflugt meó rafhlöóu 034Dof-i» Ýmsar Símahulstur 877- flokkur Dróttartóg 708 tog 7m Borvél 12V + Taska 360 F0152301AC lG?&53r 89.900,- Hóggborvel 360 F0156270AA Aukahlutir fylgja tösku Sólarrafhlaóa 846 25055 Dróttartóg 708 tog 5 m. 1.490; Raunstærð og alvöru hljómur - feróapíanóió Jómsög 889 H13H12 Gúmmí píanó 063 077900273 Skiptilyklasett 060 88598 Vaskaskinn 172 72151 Verkfærakassi stól 889 H17AC19201 Digtal skíómól 843 030610 Vasahnífur m/öllu 060 87984 Pennaljós 063 700003417 Terro-moto 595 125F-07-WHT Evs hólskragar SPY gleraugu naust Bíldshöfóa 9 • Sími: 5359000 * jjVn >\ Akureyri • Egilsstööum • HafnarfirÖi • Höfn Keflavík • Kópavogi • Reykjavík • Selfossi ié

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.