blaðið - 03.03.2007, Side 22
22 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007
blaöið
- n,
,,,
Braggablús
HAUSTIÐ 1946 GENGU TV
ANDI 0G RUPLANDI UIV
NUTU AÐSTOÐAP
Það var haustið 1946 að Magnús
Aðalsteinsson, Hörður Valdimars-
son og Þórarinn Sigurðsson komu
sér saman um að fara í yfirgefið her-
skálahverfi í Fossvogi og taka það-
an einhver verðmæti. Magnús fékk
lánaðan vörubíl til fararinnar og
ók honum. Eftir að þeir komu í her-
skálahverfið fóru þeir í þrjá ólæsta
skála í hverfinu og tóku þaðan þrjá
olíukynta baðvatnsofna, þrjú súrefn-
ishylki og eitt element úr lofthitara.
Þýfið fluttu þeir heim til Harðar.
Herði og Magnúsi tókst að selja
ofnana fyrir 1200 krónur sem þeir
skiptu á milli sín.
Nokkru síðar fór Hörður í skála-
hverfi við Einarsstaði - en búið var
að yfirgefa skálana - og hafði það-
an með sér klósettskál og fór með
heim til sín. Á svipuðum tíma fóru
Magnús, Hörður og Þórarinn í Tríp-
ólíkamp en þá var herinn við það að
yfirgefa hverfið og komust þeir inn
í ólæstan verkstæðisskála. Þaðan
höfðu þeir á brott með sér varahluti
í bíla. Varahlutina fluttu þeir heim
til Harðar. Þeim tókst að selja þýfið
fyrir 1100 krónur og af því fékk Þór-
arinn 300 krónur, hinu skiptu Hörð-
ur og Magnús jafnt á milli sín.
Þeir fóru aftur í Trípólíkamp. Nú
voru aðeins Hörður og Magnús að
verki. Þeir komust inn í sölubúð
hersins en hurðin var læst með
hengilás sem þeir sneru í sundur. í
búðinni fundu þeir peningakassa
sem þeir tóku. Þeir fóru með kass-
ann niður í fjöru og brutu hann
upp. í honum reyndist vera á þriðja
hundrað dollara sem þeir skiptu
á milli sín. Þeir hentu kassanum
í sjóinn. Þeim fannst vel hafa tek-
ist til, höfðu samband við Þórarin
og ætluðu að fara strax aftur og
freista þess að komast yfir frekari
verðmæti. Þegar þeir vöktu Þórar-
in var klukkan milli tvö og þrjú að
nóttu. Þórarinn var reiðubúinn og
þremenningarnir áttu greiða leið í
sölubúðina. Þar tóku þeir útvarps-
tæki, tóbak, sápu, nokkrar reykjar-
pípur og fleira. Góssinu skiptu þeir
milli sín.
Haldið áfram
Þeim hafði tekist að stela talsverð-
um verðmætum frá hernum og því
lá beinast við að halda áfram. Her-
inn var við það að yfirgefa Camp
Knox en þangað fóru Hörður og
Magnús um nótt. Þeir klipptu gat
á girðingu og komust inn á svæðið.
Þeir fóru rakleiðis að íshúsi sem var
læst með hengilás sem þeir sneru i
sundur. Þeir tóku með sér þaðan tvo
kassa af kjöti og tvo af eplum. Þeir
sáu að auðvelt myndi að stela meiru
og fóru enn og aftur heim til Þórar-
ins og sögðu honum frá því hvað þeir
hefðu verið að gera. Þórarinn var til-
búinn til að taka þátt i að stela meiru
en nú hafði hann ekki bíl. Hann fór
til Hinriks Ragnarssonar og bað
hann að aðstoða sig og félaga sína
við að flytja varning sem þeir höfðu
keypt af hermönnunum. Hinrik
féllst á það. Hann lagði bílnum við
girðinguna og beið þar meðan hinir
þrir sóttu varninginn; nokkra kassa
af kjöti, smjöri, eplum og pylsum.
Ránsfengnum skiptu þeir á milli sin
en sannað er að Hinrik vissi ekki
annað en að það sem hann flutti
hefði verið keypt.
Hörður og Magnús létu sér ekki
nægja að brjótast inn í herhverfinu.
Þeir fóru að bakdyrum sölubúðar
Mjólkursölunnar í Garðastræti
17. Þar plokkuðu þeir smárúðu úr
hurðinni og náðu þannig að seilast í
smekklásinn og opna hurðina. Þegar
inn var komið leituðu þeir verðmæta
en fundu ekki annað en skiptimynt,
rétt um 200 krónur.
Hörður fór svo eina ferðina enn
í Camp Knox. Hann fór inn í ólæst-
an skála í hverfinu og tók þaðan
olíudreifara og hafði með sér heim.
Nokkru síðar þegar Hörður hafði
fengið húsnæði í Camp Knox til af-
nota kom honum og Magnúsi saman
um að fara inn í skála í hverfinu og
taka þaðan annan olíudreifara sem
þeir vissu að var þar í sambandi við
olíukyntan gufuketil. Þeir fóru að
skálanum, opnuðu lúgu og rifu burt
vírnet sem var fyrir. Hörður fór inn
og losaði olíudreifarann en Magnús
stóð vörð. Þeim tókst að selja dreifar-
ann fyrir 8000 krónur. Hörður og
Magnús fóru einnig í sjúkraskála í
Camp Knox og tóku þaðan tvo loft-
hitara og tíu karboratora. Magnús
fór enn eitt skiptið i Camp Knox, nú
til að stela olíudreifaranum úr elda-
vélum. Eftir að hafa losað þá frá elda-
vélunum setti hann þá út fyrir girð-
inguna. Hann fékk Þórarin til að
aðstoða sig við flutningana þaðan.
Magnús lét aftur til sín taka fáein-
um dögum síðar og aftur stal hann
olíudreifurum. Þórarinn fékk nú
Hinrik með sér í flutningana. Magn-
úsi tókst að selja alla olíudreifarana
nema einn, sem Hinrik fékk fyrir
viðvikið.
Með borvél í farangrinum
Hörður og Magnús gerðu fleira
en stela úr braggahverfunum. Eitt
sinn fóru þeir inn um opinn klósett-
glugga á húsi Mjólkursamsölunnar
við Sörlaskjól. Þeir leituðu verðmæta
en fundu ekki aðra peninga en skipti-
mynt, sem þeir tóku ekki, heldur
höfðu með sér tíu pakka af smjöri og
nokkuð af brauði.
Um svipað leyti fóru Hörður
og Magnús að skipaafgreiðslu við
Tryggvagötu. Útidyrahurðin var úr
krossviði. Þeim tókst að gera gat á
hana og teygja sig í smekklásinn.
Þegar þeir komu inn sáu þeir pen-
ingaskáp og það ólæstan. Engir pen-
ingar voru í skápnum en nokkuð af
orlofsmerkjum sem þeir tóku, að
verðmæti 407 krónur og 25 krónur
sem þeir fundu í skrifborðsskúffu.
Ekki leið nema vika þar til Hörður
og Magnús voru enn komnir af stað
en þá brutust þeir inn í trésmiðju í
Mjölnisholti. Þeir komust inn með
því að spenna upp glugga og smugu
inn um hann. Þeir brutu upp tvær
skrifstofuhurðir og fundu á annarri
skrifstofunni umslag með pening-
um. 480 krónur voru í umslaginu.
Ekki leið á löngu þar til þeir voru
aftur á ferð. Nú brutust þeir inn i
Pípuverksmiðjuna á Rauðarárstíg 25.
Þeir komu vel búnir til verks, höfðu
með sér borvél sem þeir notuðu til
að bora göt á hurð og dyrastaf í kring-
um smekklásinn. Þannig tókst þeim
að opna dyrnar og komast inn. Þeir
fundu 1200 krónur í peningum en
auk peninganna tóku þeir fern skæri,
lindarpenna og skíðablússu.
Viku eftir innbrotið í Pípuverk-
smiðjuna brutust þeir inn í Hús-
gagnavinnustofu Hjalta Finnboga-
sonar & co i Einholti 2. Fyrst ætluðu
þeir sér að fara inn um lúgu á bak-
hlið hússins. Þeir voru með borinn
með sér og reyndu hvað þeir gátu að
opna hlerann með bornum en tókst
ekki að komast inn. Þá fóru þeir að
aðaldyrum fyrirtækisins þar sem
þeir spenntu upp hurðina með skrúf-
járni.
Rammgert geymsluhóf var í fyr-
irtækinu en þegar starfsmenn fóru
hafði þeim láðst að læsa hólfinu og
áttu því Hörður og Magnús greið-
an aðgang að því. Þar fundu þeir
peningakassa sem í voru 12 þúsund
krónur í peningum. Þeir brutu upp
skápa og skrifborð en fundu ekki
fleira verðmætt, nema Magnús tók
með sér lítið og gamalt teppasnifsi.
Næstu nótt brutust þeir inn í neta-
gerðina Neptún við Skipholt. Þar
fundu þeir ekkert sem þeir ágirntust
þrátt fyrir talsverða leit.
Tóku barnagrindur
Næsta innbrot Harðar og Magn-
úsar var aðeins fáeinum dögum
síðar en þá brutust þeir inn í hús
Bílasmiðjunnar við Skúlagötu. Þeir
byrjuðu á að leita fyrir sér á efri
hæðinni og tókst að komast inn í
tvö læst skrifstofuherbergi. í ann-
arri skrifstofunni fundu þeir um-
slag með einhverju af peningum en
í hinu var læstur, eldtraustur pen-
ingaskápur. Þeir vissu að niðri voru
logsuðutæki og Hörður kunni með
þau að fara. Þá fóru þeir niður og
sóttu tækin. Með þeim tókst þeim
að opna skápinn og tóku úr honum
peninga. Alls náðu þeir um tvö þús-
und krónum.
Fáeinum nóttum síðar brutust
þeir inn í trésmiðjuna Víði. Þar
brutu þeir upp skápa en fundu ekk-
ert verðmætt. Til að fara ekki alls-1
lausir tóku þeir með sér tvær barna-1
grindur úr verslun fyrirtækisins.
Ekki leið langur tími þar til I
Hörður og Magnús brutust inn i I
Almenna byggingarfélagið í Borgar-1
túni og höfðu borinn með sér. Þrátt
fyrir mikla leit höfðu þeir ekki ann-
að upp úr krafsinu en tuttugu kar-
ton af sígarettum og átta kassa af
vindlum. Reyndar tók Hörður lind-
arpenna og vatnshitunartæki með
sér og Magnús tók rafmagnsborð-
klukku auk nokkurra handklæða.
Þeir fóru síðan upp á næstu hæð
en þar voru skrifstofur Helgafells.
Þar var peningaskápur sem þeir
hvolfdu og með kúbeini tókst þeim
að rífa botninn frá. I skápnum voru
þrjú þúsund krónur í peningum og
orlofsmerki að sömu upphæð.
Félagarnir gómaðir
Viku síðar brutust þeir inn í
geymsluskála í eigu Nefndar setu-
liðsviðskipta sem var við Njarðar-
götu. Þeir biðu þar til varðmaður
yfirgaf skálann en fóru þá að hon-
um og tókst að rjúfa gat á hann og
komast inn. Þeir náðu um eitt þús-
und krónum í peningum. Þar sem
þeir voru að athafna sig heyrðu þeir
í bíl og ályktuðu að vörðurinn væri
að koma. Þeir tóku til fótanna en
höfðu með sér peningakassa. Þeir
þorðu ekki að hlaupa að bílnum
sem Hörður átti og skildu hann því
eftir. Þegar heim var komið opnuðu
þeir peningakassann en hann var
tómur.
Þegar vörðurinn varð var við að
brotist hefði verið inn hafði hann
samband við lögreglu. Við vett-
vangsrannsókn skoðaði lögregla
bilinn og komst að því að vélin var
volg. Við það féll grunur á Hörð.
Hann var handtekinn og það varð
til þess að Magnús var handtekinn
og málið upplýstist.
Hörður og Magnús voru í Hæsta-
rétti dæmdir til fangelsisvistar í
)rjú ár og fjóra mánuði. Hinrik í
jriggja mánaða fangelsi og Þórar-
inn i sex mánaða fangelsi.