blaðið - 03.03.2007, Page 34
34
LAUGARDAGUR 3. MARS 2007
blaðið
tíska
; Glamúr hjá Dior
tiska@bladid.net
irl
Gamaldags glamúr í anda Hollywood var meginþráður í sýningu Dior sem þeir sýndu á
tískuvikunni sem nú stendur yfir í París. Hugmyndasmiður Dior, John Galliano, hélt sínu
striki og bauð upp á fallegan og glæsilegan klæðnað. Þar sem sterkir litir og efnismiklar
flíkur voru allsráðandi og feldir í öllum stærðum og gerðum og litum léku stórt hlutverk.
ÁJL
Þröngir og stuttir
Aðsniðnir og stuttir kjólar spila stórt hlutverk í vortískunni.
Það er ekki allra að klæðast slíkum kjólum og þeir henta ekki
sérlega vel íslenskri veðráttu. Þeir eru þó fallegir og gaman
að skoða þá hvort sem maður kýs að klæðast þeim eður ei.
Ásgrímur Már Friðriksson er fatahönn-
uður og hefur meðal annars séð um að
klæða Silvíu Nótt og nú síðast sá hann
um búninga fyrir Eurovision. Hann hefur
mikinn áhuga á öllu sem viökemur tísku.
Þessa stundina er hann hrifinn af sterkum
litum eins og rauðum, appelsínugulum og
bleikum þegar kemur að fötum. Honum
finnst einnig allskonar prjón mjög flott og
leður og metaláferð.
Ási velur hér það sem honum finnst fallegt
og flott I dag.
Jakkafatabuxur Ég er mjög hrifinn af því
að vera í jakkafatabuxum við allskonar
peysur og boli eða skyrtur og bara við
hvað sem er, það er hægt að nota þær við
allt. Ég keypti mér jakkaföt á Indlandi og
ég nota buxurnar miklu meira en jakkann.
Rauðu lakkskórnir Ég fékk þá nýlega I
Kron og er ótrúlega hrifinn af þeim. Þeir
a eru afskaplega fallega
, rauðir og ég er hrifinn af
jÆii&Wk lakkáferðinni. Þeir eru
Wk ætlaðir til að vera spari
en ég freistast stundum
til að nota þá hversdags og
IÍJPt væri alveg til í að eiga aukapar
|fBp svo að ég eigi alltaf nýja og glans-
I andi skó í skápnum.
Mikka mús-peysan Peysa frá Ktz og
hún er sniðin eins og Mikki mús, eyrun
eru ermarnar. Þetta er æöisleg peysa og
nánast safngripur og er ein af
mínum gersemum enda kost-
&***"* 1 aði hún sitt.
Nýrnataskan Taska sem
J|i| ég held mikið upp á núna.
ÍH Hún erfrá As Fourog
itaskan er I laginu eins og
nýru og er í tveimur lögum.
Taskan er líka alveg I þeim stíl
sem ég er með æði fyrir
núna.
Rakspírinn Síðan er það YSL-rakspír-
inn en ég er nýbúinn að finna þennan.
Annnars hef ég alltaf átt erf itt með að
finna rakspíra sem mér
finnst henta mér. Þessi
er mjög góður og allir §L ®
mjög hrifnir af þessum
ilmi. Ég set hann . m
á mig hvenær J B,
sem er við j jff-
ymis tæki-
færi. M aŒ*
1
til framtíðar
Bókanir eru hafnar í þessi vinsælu átta vikna aðhalds-
og lífsstílsnámskeið fyrir konur sem hefst 5. mars.
HREYFI GREINING
SJÚKRAÞJÁLFUN OG LÍKAMSRÆKT
Höfðabakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is
Landsbankinn
Traustur bakhjarl fslenska dansflokksins
Vöröu- og Námufélagar
50% afslátt á sýningar íd.
ISLENSKI
DAIMSFLOKKURI
SYNIR
ANNAÐ KVOLD
SOFT DEATH OF A SOLITARY MASS eftir André Gingras
IN THE NAME OF THE LANDeftir Roberto Oliván
SÝNINGAR: 04.03 - 11.03 - 18.03 - 25.03
MIÐASALA: s. 568 8000 - www.id.is
Harajuku
Ohefðbundinn götustíll
japanskra ungmenna
Japanskur götustíll, mjög
svo litríkur og áberandi,
fær nafn sitt frá lestar-
stöð nokkurri þar í landi,
Harajuku, og svæðinu í
kringum hana. Svæðið
í heild sinni hefur verið
samkomustaður jap-
anskra ungmenna frá því snemma
á 9. áratugnum en fljótlega fóru
götulistamenn, tónlistarfólk og aðr-
ir sem aðhylltust öfgafullan klæða-
burð að setja mark sitt á það. 1 dag
er svæðið eins konar suðupottur
fyrir japanska unglingamenningu
og -tísku.
f kringum Harajuku-lestarstöð-
ina hafa vestrænir verslunarrisar á
borð við Gucci, Louis Vuitton, Chan-
el og Christian Dior reist útibú og
selja Japönum grimmt vörur sínar.
Fleira má sjá á Harajuku-svæðinu en
jaðartísku. í þeim flokki má nefna
Yoyogi-garðinn sem samanstendur
af 12.000 trjám af 365 tegundum.
Þar voru Ölympíuleikarnir haldn-
ir 1964, en þremur árum síðar var
svæðið gert að almenningsgarði.
Goth-lólítur og útklesst gerviblóð
í hinum óhefðbundna Harajuku-
götustíl ægir margs konar klæðum
saman og einnig teljast leikrænir
tilburðir, gríðarlegt magn málning-
arvara og almennir stælar algerlega
nauðsynlegir. Sem dæmi um móð-
ins flíkur innan Harajuku-stílsins
má nefna legghlífar í öllum regn-
bogans litum, fjaðrir, afar stutt pils,
hvers kyns feldi, hermannastígvél
með þykkum botni og áfestanlega
vængi. Oftar en ekki eru mörg lög
af fötum notuð saman, þannig að úr
verður íklæðanlegt listaverk. Marg-
ar undirtegundir eru af götustíln-
um og japönsku ungmennin sem
aðhyllast hann leika sér að því að
fara í eins konar hlutverkaleik. Svo-
nefndar goth-lólítur og goth-þjón-
ustufólk er sjáanlegt á hverju horni,
„Hér gefur að líta goth-
þjónustustúlku, hjúkrunar-
fræðing og ónefnt kvendi í
Harajuku-stílnum.“
hjúkrunarkonur í afar undarlegum
vinnugöllum og hermenn, sveifl-
andi skærbleikri blúnduregnhlíf
sem er útklesst af gerviblóði væri
ekki ólíklegt að rekast á.
Þrautir Harajuku vegna
íhaldssemi samfélagsins
Harajuku-tískan hefur breiðst út
frá Japan og ratað inn í fjölda versl-
ana víða um heim auk þess sem
tónlistarfólk hefur minnst á hana í
lagatextum sínum og hampað. Hara-
juku er allt í senn gerjunarmiðstöð
tísku, sögufrægt svæði, lestarstöð,
götustíll og holdgervingur hnatt-
væðingar. Upp hafa þó vaknað
spurningar þess efnis hvers vegna
japönsk æska leggi þær þrautir á
sig sem hinn undarlegi Harajuku-
stíll hefur í för með sér. Einhverjir
hafa nefnt að götustíllinn sé svar jap-
anskra ungmenna við íhaldssemi i
landinu. Að klæða sig í búninga og
setja sig í ákveðin hlutverk er eins
konar uppreisn æskunnar gegn sam-
félagi sem miðar oft að því að steypa
einstaklinga í sama mót. Um leið
beinir stíllinn linsunni á afar heill
andi hátt að fegurð og mikilvægi
tjáningarfrelsis.
Heillar tískuheiminn
upp úr skónum
Fatahönnuðurinn Christopher
Kane vakti mikla athygli og fékk
lof tískuheimsins fyrir nýjustu línu
sína fyrir veturinn 2007 sem hann
sýndi á tískuviku í London á dög-
unum. Christopher Kane er ungur
að árum, einungis 24 ára, en hann
hefur þrátt fyrir það náð að heilla
tískuelítuna upp úr fínu skónum
sínum og meðal hörðustu aðdá-
enda hans má nefna önnu Wintour,
ritstýru ameríska Vogue, og
Donatellu Versace. Það var einmitt
Donatella sem styrkti fatalínu Kane
sem hann gerði að útskriftarverk-
efni sínu ög frá útskrift hefur hann
verið Versace-tískuhúsinu innan
handar. Kane þykir ein skærasta
vonarstjarna breskrar fatahönnunar
í dag og einn frumlegasti nýliðinn
innan tískuheimsins. Kane sem
kemur frá litlum bæ rétt fyrir utan
Glasgow útskrifaðist frá Central
St. Martins árið 2005. Hann hefur
síðan þá unnið til margra verðlauna
sem veitt eru í tískuheiminum og
hefur sýnt tvær línur undir eigin
nafni fyrir vorið 2007 og nú síðast
haustið 2007.
Sumarsýn Christophers Kane
fyrir vor 2007 Línan einkenndist af
stuttum þröngum kjólum sem minn-
tu á kjóla sem Vercase hannaði við
upphaf nfunda áratugar síðustu
aidar. Kane valdi hressandi sterka
liti eins og appelsínugulan, límónu-
grænan og túrkís saman við Ijósa
og daufa, brúna, lillaða og guia.
Nýjasta fatalína Kane fyrir haust-
ið 2007 íþessari línu sem hefuryfir
sér ákveðinn miðaldastíl er áhersl-
an á snið og ftott smáatriði. Glans-
andi efni, steinar og gaddar íanda
pönksins, áföst á flíkunum. Leður
og flauel var efniviður Kane og eins
og með fyrri línu sinni kynnti hann
algjörlega nýja hluti til sögunnar.