blaðið - 03.03.2007, Qupperneq 35
blaðið
LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 35-
helgin@bladid.net
Eyjastemning í Smáralind
Vestmannaeyingar leggja undir sig Smáralind í dag þar sem slegið verður upp
sýningu undir yfirskriftinni „Eyjan okkar". Þar munu fyrirtæki í Vestmannaeyj-^
um kynna vörur sínar og þjónustu. Um kvöldið verður síðan brekkusöngur í
Vetrargarðinum þar sem eingöngu listafólk frá Eyjum kemur fram.
Raggi Bjarna og Eivör 4
Söngvararnir Ragnar Bjarnason og Eivör Pálsdóttir leiða sam-
an hesta sína á tónleikum í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Þeim til
halds og trausts verður stór hópur hljóðfæraleikara úr Sinfón-
iuhljómsveit Islands og 60 manna kór, Selkórinn.
Mynd/Eyþór
Geisladiskur og tónleikar til styrktar Árna Ibsen
Styrktartónleikar fyrir Arna Ibsen
Kári Árnason tónlistarmaöur gefur
út sinn fyrsta disk og heldur tónieika
til styrktar föður sínum, leikskáldinu
Árna Ibsen, í Þjóöleikhúsinu (Kassan
um) í dag kl. 17.
w-.......
Enginn dinnerdjass
Æ ári Árnason tónlistar-
/i/ maður sendir frá sér
A'* geisladiskinn Or skel
I ' / ^ í dag og í tilefni útgáf-
k/ %iunnar verður efnt til
tónleika í Þjóðleik-
'Wj. húsinu (Kassanum) í
xMag kl. 17. Allur ágóði
af tónleikunum og sölu geisladisks-
ins rennur í umönnunarsjóð Árna
Ibsens, leikskálds og rithöfundar,
en hann er faðir Kára.
Úr skel er fyrsta plata sem Kári
gefur út og á henni fær hann með
sér einvala lið hljóðfæraleikara.
Sjálfur leikur hann á trommur, Sig-
urður Flosason leikur á altsaxófón,
Ómar Guðjónsson á gítar og Agnar
Már Magnússon á Hammond-orgel.
„Ég hef lengi ætlað mér að taka
upp plötu með þessum mönnum
enda höfum við spilað reglulega
saman frá 2002,“ segir Kári.
Ægir öllu saman
Hver þeirra leggur til tvö lög á
plötuna og segir Kári að hún verði
frekar fjölbrey tt fyrir vikið.
„Bakgrunnur okkar flestra er í
djassmúsík og við höfum náttúr-
lega alltaf verið að spila djass sam-
an en það getur svo margt fallið
,Þetta er enginn dinner-
djass. Það erkannski
hægt að orða það þannig
að það geti verið meiri
kraftur í bandinu. “
undir djass. Þarna er hefðbundin
djassballaða eftir Sigga og blús eft-
ir Ómar sem er kannski ekki hefð-
bundinn blús eins og flestir þekkja
hann. Þarna er fönklag eftir mig og
lag eftir Agga sem er dæmigert cool-
djasslag. Það ægir öllu saman,“ segir
Kári og bætir við að það hafi ekki
verið markmið í sjálfu sér heldur
hafi það gerst óvart.
„Þetta er enginn dinnerdjass. Það
er kannski hægt að orða það þann-
ig að það geti verið meiri kraftur i
bandinu. Það hefur þann mögu-
leika að vera mjög kraftmikið og
líka að fara mjög lágt. Þetta er mjög
dýnamískt band,“ segir Kári.
Til styrktar Árna Ibsen
Allur ágóði af sölu plötunnar og
tónleikunum í dag rennur í umönn-
unarsjóð Árna Ibsens, föður Kára.
„Hann fékk mjög slæmt heilablóðfall
fyrir rúmum tveimur árum og er
mjög veikur. Tilgangurinn er að búa
til sjóð, einhvers konar fjárhagslegt
öryggi sem gæti nýst honum. Hann
hefur verið sjálfstætt starfandi í ein
tólf ár núna og þessi sjóður verður
eins konar baktrygging fyrir hann,“
segir Kári.
„Áður en ég fór að taka upp þessa
plötu velti ég fyrir mér hvað ég gæti
gert við hana og til hvers ég ætti að
gefa hana út. Það er svo sem nóg til
af músík í heiminum og nóg til af góð-
um plötum þannig að mér fannst það
vera góður tilgangur að selja hana til
styrktar honum og skapa sjóð í tengsl-
um við það sem væri þá hægt að nýta
honum til framdráttar,“ segir Kári
sem er ánægður með að geta nýtt
krafta sína með þessum hætti.
„Ég bý líka svo vel að starfa með
þessum mönnum og þeir eru tilbún-
ir að koma svona ærlega inn í þetta.
Þeir gefa alla vinnu sina á þessari
plötu, koma með lög og taka enga
greiðslu fyrir á tónleikunum. Það
er ekkert sjálfsagt mál að menn
geri þetta,“ segir Kári og bendir á
að í Þjóðleikhúsinu hafi einnig allir
verið af vilja gerðir enda vann faðir
hans árum saman í leikhúsinu.
einar.jonsson@bladid.net
Landnámssýning opnuð á ný
Landnámssýningin 871 +/- 2 í Að-
alstræti 16 verður opnuð að nýju i
dag en síðasta áfanga við forvörslu
hennar hefur nú verið lokið. Á sýn-
ingunni er miðlað fróðleik um lífið
á landnámsöld og möguleikar marg-
miðlunartækninnar nýttir með
nýstárlegum hætti. Þungamiðja sýn-
ingarinnar er rúst af skála frá land-
námsöld sem fannst við fornleifa-
uppgröft árið 2001. Rústin hefur nú
verið forvarin og mun því væntan-
lega varðveitast um ókomna tíð.
Opið er alla daga frá kl. 10-17.
Leiðsögn er á fimmtudögum kl.
12.15 og sunnudögum kl. 14 en á
ensku á mánudögum og laugardög-
um kl. 14. Hægt er að fá leiðsögn
fyrir hópa á öðrum tímum eftir
samkomulagi.
Landnámsskálinn opinn Land-
námssýningin i Aðalstræti 16
hefur veriö opnuö á ný. MyM.
UM HELGINA
Helena í hálfa öld
Tónleikar í tilefni hálfrar aldar
söngafmælis Helenu Eyjólfsdóttur
verða haldnir í Salnum
(Kópavogi annað
kvöld kl. 20. Helena
syngur ásamt úrvali
íslenskra tónlistar-
manna og söngvara.
Sérstakir gestir verða Ragnar
Bjarnason og Þorvaldur Halldórs-
son.
Tónleikar Emilie Simon
Franski tónlistarmaðurinn Emilie
Simon heldurtónleika í Háskóla-
bíói í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru
í tengslum við frönsku menningar-
hátíðina Franskt vor á (slandi.
Útgáfutónleikar
Miriam Óskarsdóttir og
Jakobs halda tónleika
í tilefni útgáfu disksins
„Þó hryggð sé í hörp-
unni hér“ í Fella- og
Hólakirkju í dag kl.
20. Flutt verða lög af
disknum auk annarra laga.
Tangó á Borginni
Luca Lamberti, kennari í argent-
ínskum tangó, verður með nám-
skeið í Gyllta salnum á Hótel Borg
á morgun. Um kvöldið kl. 21.15
verður haldin Milonga á sama stað.
Dagur tónlistarskól-
anna.
Tónlistarskólinn á Akureyri heldur
dag tónlistarskólanna hátíðlegan
í dag með tónleikum í Ketilhúsinu.
Dagskráin hefst kl. 11 og stendur
fram eftir degi. Alls verða sex tón-
leikar haldnir á klukkutíma fresti.
Óskar
Nemendatónleikar
Nemendatónleikar Tónlistarskól-
ans í Reykjavík verða í Norræna
húsinu í dag kl. 14. Fluttar verða
útsetningar á erlendum þjóð-
lögum. Enginn aðgangseyrir.
Náttúran í strengjum
Hannes Guðrúnarson gítarleikari
og Elísabet Waage hörpuleikari
koma fram á tónleikum í Salnum í
Kópavogi í dag kl. 13.
90's-parti
Vinsælustu lög tíunda áratugarins
fá að hljóma á skemmtistaðnum
Nasa í kvöld þar sem DJ Kiki-Ow
og Curver halda eitt af sínum
frægu 90’s-partíum. *-
Kvikmyndasýning í MÍR
Rússneska kvikmyndin „Aum-
ingja vesalings Páll“ verður sýnd
í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105,
á morgun, sunnudag, kl. 15.
Myndin fjallar um valdatíma Páls
fyrsta Rússakeisara sem tók við
af móður sinni, Katrínu miklu, er
hún lést 1796. Myndin er sýnd
með enskum texta. Aðgangur er
ókeypis.
Leiðsögn um sýningu
Hafþór Yngvason, safnstjóri Lista-
safns Reykjavíkur, verður með
leiðsögn um sýninguna Foss á
Kjarvalsstöðum á morgun, sunnu-
dag, kl. 15.
t
Bumban burt
Átta vikna átaksnámskeið fyrir karla sem vilja
ná árangri. Ný námskeið hefjast 5. mars.
Við erum byrjuð að bóka nú þegar.
HREYFI GREINING
SJ Ú KRAÞJÁLFÚ N OG LÍKAMSRÆKT
Höfðabakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is
® töf ramassSnn
Án skaðlegra efna • Fitu- og kýsilleysandi
Húðvænt • Náttúrulegt • Mjög drjúgt
Fyrir
Ótrúlega góður árangur
Svampur fylgir með
Eftir
Hreinsar, fægir og verndar samtímis. Hentar vel til
þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfrfu stáli,
silfrl, áli, gulli, kopar, messing, gleri, plasti,
lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni ofl. ofl.
Sölustaðir: Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup
Verslanír Rönning - Miðstöðin Vestmannaeyjum
Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Verkfæralagerinn
Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.