blaðið - 03.03.2007, Side 40
LAUGARDAGUR 3. MARS 2007
Ein af hverjum fimm klámmynd
Bandaríkjamenn leigja rúmlega 800 milljónir klámmynda
á DVD árlega. 3,6 milljaröar „venjulegra" kvikmynda eru
leigöir út árlega sem þýöir að nánast ein af hverjum fimm
útleigðum myndum er klámmynd.
i
blaðið
Margir horfa á klám
[ könnun sem gerö var í Bandaríkj-
k unum árið 2002 viðurkenndi einn
i af hverjum fjórum að hafa horft á
klámmynd það ár.
Asia Carrera er móöir, gáfnaljós og klámmyndaleikkona
Hamingjusama klámstjarnan
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@bladid.net
,Dag einn var ég beðin um að þjóna
ber að ofan til borðs í einkasam-
kvæmi fyrir íoo dollara laun. Það
voru miklir peningar fyrir mig á þess-
um tíma, svo ég samþykkti það. Ég
drakk í mig kjark og áður en ég vissi
af var ég dansandi uppi á barborði
ásamt fatafellum sem ráðnar voru í
samkvæmið. Ég græddi heilmikið á
essu og kom heim með 300 dollara.
g var gáttuð, aldrei á ævi minni
hafði ég þénað jafn mikla peninga.“
Svona voru fyrstu skref Idám-
stjörnunnar Asia Carrera inn í iðnað
klámsins. í dag segist Carrera ham-
ingjusöm móðir og á að baki farsæl-
an feril í klámbransanum sem telur
fleiri en 270 klámmyndir á síðastliðn-
um þrettán árum.
íslensk hystería
I kjölfar fregna í fjölmiðlum um
að hópur fólks úr klámiðnaðinum
hygðist gista á Hótel Sögu varð
mikil umræða hérlendis um klám.
Allir stjórnmálaflokkar landsins,
borgarstjórn, þjóðkirkjan, Stígamót
og ýmiss félög fordæmdu það að
halda ætti klámráðstefnu í Reykjavík
og eftir mikinn þrýsting ákváðu
eigendur Hótel Sögu að banna
fólkinu á gista á hótelinu.
Fáir risu upp kláminu til varnar.
I DV í gær líkir Jónas Kristjánsson,
fyrrverandi ritstjóri, umræðunni
við íslenska hysteríu. Svo virðist líka
sem þjóðin hafi ekki endilega verið
sammála viðbrögðum pólitíkusanna
því könnun Fréttablaðsins sem
birt var á þriðjudaginn sýnir að 61
prósent landsmanna taldi það ekki
hafa verið rétt af Hótel Sögu að vísa
gestum klámráðstefnunnar frá.
Það er alveg ljóst að klámið á
sýnar dökku hliðar en það er líka
til fólk sem segist hamingjusamt
með að starfa í klámbransanum.
Klámstjarnan Asia Carrera er dæmi
um það.
Greindarvísitala upp á 156
„Ég átti mjög auðvelt með nám
á mínum yngri árum,“ segir Carr-
era á vefsíðu sinni í grein sem hún
kallar „Af hverju ég er í klámbrans-
anum jafnvel þó ég hefði getað gert
hvað sem ég vildi“. „Foreldrar mín-
ir vildu að ég færi í Harvard-háskól-
ann og yrði læknir eða lögfræðing-
ur. Ég vildi spila á píanó og hanga
með vinum mínum.“
„Ég er í skemmtilegrí
vinnu sem veitir mér tíma
og fjármagn til að gera
allt sem ég elska að gera,
eins og að spila á píanó,
teikna, skrífa og vinna að
vefsíðunni minni“
Asia Carrera er með greindarvísi-
tölu upp á 156. Hún er meðlimur í
MENSA, sem eru alþjóðleg 100.000
manna samtök einstaklinga með
greindarvísitölu sem aðeins 2 pró-
sent geta státað sig af.
„Ég var lokuð inni í herberginu
mínu fyrir hvert B sem ég fékk á
prófi og tuskuð til fyrir allt lægra en
það,“ segir Carrera. „Foreldrar mín-
ir trúðu á gamaldags strangar upp-
eldisaðferðir og bjuggust við miklu
af mér.“
Carrera strauk að heiman þegar
hún var 17 ára gömul. Hún gisti þar
sem hún gat og reyndi að vinna fyr-
ir sér. Vinir hennar skutluðu henni
í skólann og hún bað þá um að færa
sér Dorritos-snakk að borða. Þann-
ig var líf hennar þar til yfirvöld
komu henni fyrir hjá fósturforeldr-
um. Þaðan strauk hún þegar hún
varð 18 ára.
Sendi myndir af sér í klámtímarit
Hún fékk vinnu á bar og var boð-
ið að þjóna ber að ofan í einkasam-
kvæmum, sem hún gerði. Ekki leið á
löngu þar til hún var farin að starfa
sem fatafella.
„Ég vann sjö daga vikunnar, spar-
aði að lágmarki 1.000 dollara á viku
og fjárfesti í ýmsum sjóðum," segir
Carrera. „Ég var orðin ein af hæst
launuðu fatafellunum í New Jersey.
Ég leitaði að leið til að fá meira borg-
að og fann út að stelpurnar sem léku
í klámmyndum og sátu fyrir í tíma-
ritum fengu mun betur borgað en
venjulegir „stripparar“ eins og ég.“
Carrera sendi myndir af sér í öll
helstu klámritin á markaðnum og
fékk á endanum boð um að sitja
fyrir í tímaritinu Club. „Ég var send
til ljósmyndara í New York sem end-
aði með að taka myndir af mér í öll
stærstu klámtímaritin," segir Carr-
era. „Ég bað hann um að vísa mér
á einhvern í klámkvikmyndabrans-
anum og hann benti mér á Bud
Lee, leikstjóra í Los Angeles.“ Hún
hringdi í Lee sem bauð henni að
taka þátt í gerð tveggja klámmynda.
„Mér líkaði vel við að leika í þessum
myndum,“ segir hún. Frá þessum
degi hefur Asia Carrera leikið í fleiri
en 270 klámmyndum, leikstýrt fjór-
um og skrifað handrit að sex.
Sjóður fyrir heimilislaus börn
„Ég veit að sum ykkar halda að
ég sé að sætta mig við minna en
ég hefði getað orðið í lífinu,“ segir
Carrera. „En ég hef aldrei verið ham-
ingjusamari og ég lít ekki svo á að
NEFÚÐI HÁLSTÖFLUR VERKJALYF FRUNSUKREM
Það er engin ástæða til að láta sér liða illa.
Komdu og fáðu ráðgjöfhjá okkur.
VLýf&heilsa
Við hlustum!
Vedavir krem er áhnfarikt tyf til meðterðar á fnrnsu af völdum Hetpes Simplex. Vectaw virtsar á ölkim stiQum frunsunnar frá sting eða æöasláttar til bBðni, I Vectavir er virka efnlð pendklávír sem stöftrar framgang
veininnar. Vectavir er ællaö fullorönum og bómum eldri en 12 ára. Barið Vbctavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti 14 daga. Berid á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er, Dæmigert er að fríjnsa komi Iram ví ofreynslu, kvef
eða inflúensu eða í mikilli söl (t.d. á sklðum). Ekkiáaðnotalyfiðetaðáður hefur komið fram ofnæmi fyrir penaktðvír, famcklðvir eða ððrum inmhaldsefnum. Með Vectavir grar frunsan braðar, verkir mirmka og smllími
styttist Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem böm hwrkl ná trl né sjá.
Otrtvln nelúðlnn og nefdropamir innihalda xýtómelasölin sem vmnur gegn bölgu, nefsöflu og slimmyndun vegna kwfs og bráðrar bólgu i ermis- og kmnholum. Otrivin virkar fljðtl og áhrlfln vara í 6-10 klst. Otrivin getur
vakfð aukaverkunum, s.s. ertingu í stímhúð og svtóatslftrrntngu Einnig ógieði og htfuðverk. Otrhnn má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í senn. Vaníð: Langtimanotkun Otrivin getur leitttil þurrks I nefsímhúð.
Sjúklingar með gláku eða þeir sem hafa ofnæml fyrir xýfómetasólin ættu ekki að nota Otrivin. Kytmið ykkur vel leiðbeinlngar sem fyfgja lyfinu. Geymið þar sem böm hvorki ná til né sjá.
Strepsk töflur eru látnar renna í munni og leysast þar hægt mp. Þannig nést fram staðbundin sótthreinsandi áhrif í munni og koki. Auk þess bafa bragðefnin væg kælandi áhrif sem slá á ertingu. Venjulega er ein tafla látin
leysast hægt upp í munni á 2-3 Idst fresti. Lyfið þarf venjuiega að nota i 3-4 daga og stundum (allt að elna viku. Bnnig má leysa upp t -2 töflur i heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsins hefur engin áhrtt á
önnur lyf sem notuð eru samb'mis. Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgasf. Hver pakki af Strepsils innihetdur 24 munnsogstoflur, sem etu I hentugum þynnupakkningum. Hverri pakkningu
fylgja viðurkenndar leiðbeiningar á Islensku um nolkun lyfsins, sem gott er að kynna sér vel. Geymið |ár sem böm hvorki ná 61 né sjá.
Voltaren Ooto® (diklófenak kaíum) 12,5 mg töflur. Nrkaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpinu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum,
skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugamarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfera sig við lækni áður en lyfð er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýnj, ibuprófen eða önnur
bólgueyðandi iyf eða exu með astma eiga ekki að nota ttoltaren Ddo®. Notiö lyfið ekki á meögöngu nema f samráöi við lækni, en akfrei á siöasta Þnðjungi meðgöngu. Leitið ráða læKnis eða lyfjafræðings um milliverkanir
við önmff lyí. Lesa skai vanöega leiðbeiningar á umbúðum og fyfgiseðii. Geymið þar sem bðm hvorki ná 61 né sjá.
X. V Lb I ■
■
■
Asia Carrera Klámstjarna
með greindarvísitölu upp á 156.
ég sé að „sætta mig við“ neitt. Ég er
í skemmtilegri vinnu sem veitir mér
tíma og fjármagn til að gera allt sem
ég elska að gera, eins og að spila á
píanó, teikna, skrifa og vinna að vef-
síðunni minni.“ Þegar hún hættir
kláminu segist hún ætla að einbeita
sér að móðurhlutverkinu og verð-
bréfamarkaðnum. „Eftir að ég dey
mun ég skilja eftir mig hjálparsjóð
fyrir heimilislaus börn svo að lítill
hluti af mér mun lifa að eilífu,“ segir
klámstjarnan, móðirin og gáfnaljós-
ið Asia Carrera.
áföstudögum
blaði
Auglýsingasíminn er
510 3744