blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaðið VEÐRIÐ í DAG Hiýnar Rigning fyrir hádegi, fyrst vestantil, en hægari vindur og þurrt um landið austanvert fram eftir degi. Hlýnar, hiti 2 til 7 stig. Á FÖRNUM VEGI Á að leyfa sölu léttvína í matvöruverslunum? Þyri Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Ég er ekki sannfaerð um að það sé rétta leiðin. Þórunn Gunnarsdóttir, lyfjafræðingur Já, ég held að það auki ekki sölu. Jón Karl Grétarsson, pípari Já, hiklaust. Elsa Valgarðsdóttir, vinnur á veitingarstað Já, mér finnst það. Þorvarður Helgason, eftirlaunaþegi Nei, ég treysti kaupmönnum ekki til þess! AMORGUN Skúrir sunnanlands Suðvestan8til13m/sog skúrir eða slydduél, en hægari og léttskýjað norðaustan- lands. Hiti 0 til 6 stig. VÍÐA UM HEIM Algarve 10 Amsterdam 8 Barcelona 11 Berlín 7 Chicago 13 Dublin 7 Frankfurt 4 Glasgow m Hamborg 6 Helsinki 4 Kaupmannahöfn o London 7 Madrid 13 Montreal 5 New York -1 Orlando 19 Osló 5 Palma 16 París 5 Stokkhólmur ■6 Þórshöfn 0 Starfsmenn í utanríkisþjónustunni segja mönnum mismunað: Burt með úrelta stjórnunarhætti ■ Gagnrýna Geir og Davíð ■ Valgerður dregur úr pólistískum ráðningum . Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna utanríkisþjónust- unnar og starfsmanna sem falla undir kjararáð, gagnrýna harðlega pólitískar embættisveitingar og mis- munun sem þau segja hafa viðgeng- ist í utanríkisþjónustunni síðustu ár. Fulltrúar starfsmanna þinguðu með utanríkisráðherra í vikunni vegna þessa og í yfirlýsingu, sem þeir sendu ráðherra, er þeirri við- horfsbreytingu fagnað sem starfs- menn segjast skynja. Bindur starfs- mannaráðið vonir við að þar með hafi baki verið snúið við þeim úr- eltu stjórnunarháttum sem oft hafi sett svip sinn á embættisveitingar í utanríkisþjónustunni. Yfirlýsing starfsmannanna er óvenjuharðorð og gagnrýnin á sér vart hliðstæðu. Sex starfsmenn rita undir yfirlýsinguna fyrir hönd starfsmannaráðsins og vart leynir sér að gagnrýni sem þar er sett fram, er beint að ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins sem sátu í skamman tíma í utanríkisráðuneytinu, þeim Davíð Oddssyni og Geir H. Haarde. Davið skipaði ío sendiherra á síðustu dögum í embætti og Geir tvo eða þrjá. „Þau gefa væntan- lega út þessa yfirlýsingu vegna þess að nýlega var Eiður Guðnason, áður sendiherra í Kína, skipaður ræðismaður í Fær- eyjum. Það var nokkuð hart sótt að ráðherra að skipa pólitískt í starfið," sagði Aðalheiður Sigursveinsdóttir, aðstoðarmaður Valgerðar Sverris- dóttur utanríkisráðherra en hún heldur nú upp á afmæli sitt norður í landi. f yfirlýsingunni segir að á und- anförnum árum hafi pólitískar embættisráðningar í utanríkisþjón- ustunni aukist til muna. Af for- stöðumönnum á tuttugu og þremur sendiskrifstofum, þar sem rekið er sendiráð, fastanefnd, eða aðalræð- isskrifstofa eða starfsmaður með sendiherratitil skipaður í starfi hjá alþjóðastofnun, hafi í mars síðast- liðnum verið tíu pólitískt skipaðir eða um 45 prósent. Þetta háa hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra eigi sér enga hliðstæðu annars staðar á norðurlöndum eða í öðrum vestrænum ríkjum. Ifalgerður segist ekki vilja hætta alveg pólitískum ráðningum Aöalheiöur Sigursveins- dóttir, aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur. Þá segir að hafa megi til marks um þessa fjölgun að á tímabilinu frá því í október 2004 til nóvember 2005 skipaði utanríkisráðherra níu nýja sendiherra og einn aðalræðis- mann, þar af þrjá úr röðum starfs- manna utanríkisþjónustunnar. „Af þessum þremur var gert ráð fyrir að tveir færu á eftirlaun nokkrum mánðum síðar.“ Ráðherra hefur gefið það út að hún muni ekki skipa pólitískt í utan- ríkisþjónustuna. „Valgerður hefur ekki sagst vilja hætta alveg pólit- ískum ráðningum heldur mat hún það ^ svo að núna væri engin ástæða til að fjölga pólitískum ráðningum,“ sagði Aðalheiður Sigursveins- dóttir, aðstoð- a r m a ð u r Valgerðar. ApjVdf0 ***** .. 5. Ift&Wpy > V Aldraðir: 75 ný rými í dagvistinni Fjölga á dagvistarrýmum fyrir aldraða um 75 á þessu ári en þau voru samtals um 700 á öllu landinu í lok síðasta árs. Af þeim 75 dagvistarrýmum sem við bætast verða 44 rými sérstaklega ætluð heilabiluð- um og verður stærsti hluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Hvíldarrýmum verður einnig íjölgað og bætast við 23 slík rými víða um land á árinu, að því er segir í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Ennfremur liggja íyrir ákvarðanir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila sem munu fjölga rýmum samtals um 374 á næstu 4 árum. Rán í Reykjavík: Tveir teknir á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók á fimmtudagskvöldið tvo menn grunaða um aðild að ráni í Reykjavík. Mennirnir voru hand- teknir að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og voru þeir fluttir í fangageymslur í borginni. Þeir sátu að snæðingi á einum af veitingastöðum Selfoss er handtakan átti sér stað. Ekki fengust frekari upp- lýsingar um málið hjá lögregl- unni á Höfuðborgarsvæðinu. Við bjóðum þér í skoðunarferð um álverið Verið velkomin í skoðunarferð um álverið í Straumsvík. Skoðunarferðirnar verða á fimmtudögum kl. 17:00 og á laugardögum kl. 14:00. Hægt er að skrá sig á straumsvik.is eða í síma 555 4260. Af öryggisástæðum er aldurstakmark í skoðunarferðirnar 14 ár. straumsvik.is / ' ai n. ALCAN V^TKA Stærsta hvalatalning sögunnar: Hafró leitar enn tilboða Áætlað er að umfangsmesta hvalatalning sem fram hefur farið í Atlantshafi muni fara fram í sumar. Um er að ræða alþjóðlega talningu sem Færeyingar, Norðmenn, Græn- lendingar, Rússar og Kanadamenn munu taka þátt í, auk Islendinga. Þá verður talningin sæmhæfð taln- ingum við strendur Bandaríkjanna og ýmissa Evrópulanda. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun er ætl- unin að nota þrjú skip og eina flugvél við talninguna. Búið er að ganga frá leigu á flugvél, en enn er leitað að tilboðum vegna tveggja skipa sem notast á við, til við- bótar við rannsóknarskipið Árna Friðriksson. Efnt var til útboðs en aðeins bárust tvö tilboð, sem bæði voru óviðunandi að mati fimm sinnum áður. Til þessa hafa Hafrannsóknarstofnunar. aðeins íslendingar, Færeyingar, Talningar sem þessar hafa verið Norðmenn og Grænlendingar tekið framkvæmdar á sex ára fresti, þátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.