blaðið - 24.03.2007, Page 4

blaðið - 24.03.2007, Page 4
4 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaAiö INNLENT SKOÐANAKÖNNUN VG enn í sókn VG fær tæplega 28% atkvæöa og 17 þingmenn kjörna á Alþingi samkvæmt símakönnun Capacent Gallup. Sjálfstæðisflokkur mælist með 36%, Sam- fylkingin 20%, Framsóknarflokkurinn er með 9% fylgi og Frjálslyndi flokkurinn mælist með 7% HEIÐMÖRK Kæru vísað frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vísaði frá kæru Náttúruverndarsamtaka Islands vegna framkvæmda- leyfi til lagningar vatnsveitu frá Vatnsendakrikum um Heiðmörk innan lögsögu Reykjavíkurþorgar. Nefndin segir samtökin ekki eiga hagsmuna að gæta. SUÐURNES Onnur dóprassía Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lög- reglunnará Suðurnesjum á miðvikudagskvöldið. Lögreglan, ásamt sérsveit og fíkniefnadeild tollstjórans, fór inn á tvö heimili í Reykjanesbæ og eitt í Vogum. Fíkniefni eða steralyf fundust á öllum stöðunum. Heimsmeistaramótið í krikket: Þjálfarinn kyrktur Bob Woolmer, landsliðsþjálfari Pakistans í krikket, var myrtur á hótelherbergi sínu í kjölfar óvænts ósigurs Pakistana á írum á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn, að sögn talsmanns jamaísku lögreglunnar. Nið- urstaða krufningarlækna var sú að Woolmer hafi verið kyrktur og er málið nú rannsakað sem morð- mál. Að sögn lögreglu er líklegt að Woolmer hafi þekkt morðingja sinn og vill lög- regla ekki úti- loka að fleiri en einn hafi verið að verki. „Bob var stór maður. Það hefur þurft verulegt afl til að halda honum niðri.“ Engu var stolið úr hótelher- bergi Woolmer á Pegasus hót- elinu í Kingston, höfuðborg Ja- maíku, og voru engin ummerki þess að ruðst hafi verið inn í það. Lögregla rannsaka nú örygg- ismyndavélar hótelsins og hafa allir leikmenn pakist- anska landsliðsins verið yf- irheyrðir og fingraför tekin af þeim. Fréttir af dauða hins 58 ára gamla Woolmer hafa gert krikketheiminn agndofa og varpað miklum skugga á heimsmeistara- mótið sem núferfram í eyríkjum Ve s t u r- Indíu. Bob Woolmer Dauði þjálfarans hefur varp- P að skugga á heims- meistaramótið i krikket. ■ Samhjálp í húsnæðisvanda: Kaffistofan brátt heimilislaus ■ Vantar fleiri athvörf ■ Huliö vændi kvenna ■ Nýtt heimili fyrir karlmenn Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Kaffistofa Samhjálpar hefur misst húsnæði sitt á Hverfisgötunni. Húsið á að víkja fyrir nýrri byggð og verður rifið á næstunni. Tímaspurs- mál er hvenær starfsemin þarf að fara þaðan, að sögn Heiðars Guðna- sonar, forstöðumanns Samhjálpar. Ekki hefur enn tekist að finna nýtt húsnæði og einstaklingar sem hafa i engin önnur hús að venda eru orðnir áhyggjufullir. Heiðar segir að bæta þurfi úrræði og fjölga athvörfum fyrir heimilislausa og þá sérstak- lega fyrir konur sem sumar hverjar seíja líkama sinn fyrir húsaskjól. Ætla ekki að gefast up Kaffistofan er athvarf fyrir ut- angarðsfólk og aðra aðstöðulausa. Heiðar segir að það sé búið að liggja fyrir í tæp tvö ár að starfsemin missi húsnæðið. Fyrst stóð til að rífa það síðastliðið haust. Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvenær eigi að rifa húsið en það mun væntanlega ger- ast á næstu mánuðum, að sögn fram- kvæmdastjóra Leiguíbúða ehf sem á húsnæðið. Kaffistofan fær að vera leigulaust í húsnæðinu þangað til. Heiðar segir að leitað hafi verið að nýju húsnæði í langan tíma. Árið 2005 fékk Samhjálp fyrirheit frá Reykjavíkurborg um aðstoð við húsnæðisleitina. Jórunn Frímanns- dóttir, formaður Velferðarráðs, segir að verið sé að skoða tvo til þrjá staði sem hugsanlega gætu hýst starfsemi Kaffistofunnar. „Það er meira en að segja það að finna hús- næði. Efvið óskum eftir húsnæði til leigu fyrir svona starfsemi fara bara allir í baklás. Svona er hugsunin í samfélaginu." Jórunn vill ekki gefa upp staðsetn- ingu húsnæðisins sem hefur verið skoðað vegna vinnureglu. Heiðar Guðnason segir Samhjálp ekki ætla að gefast upp þrátt fyrir húsnæðisvanda. „Okkur finnst þessi hópur eiga rétt á því að hafa sómasamlegt athvarf sem er einnig í sómasamlegri fjarlægð frá þeim stöðum sem hópurinn heldur sig helst. Við ætlum að halda rekstr- inum áfram en það verður erfitt að gera það á götunni." Selja sig fyrir húsnæði Staða heimilislausra er slæm í samfélaginu og vantar sérstaklega athvarf fyrir konur sem er sambæri- legt við starfsemina á Miklubraut 20. Þar geta karlmenn haft sitt eigið herbergi og er meðal annars ekki krafa um að viðkomandi sé edrú. Síðustu ár hafa heimsóknir á Kaffi- stofuna verið allt að 25 þúsund á ári. Árið 2005 komu 1019 einstaklingar á kaffistofuna. Karlmenn voru þar í miklum meirihluta eða 932 á móti 87 konum. Heiðar segir vitað að færri konur séu heimilislausar en vandi þeirra sé hins vegar mjög falinn. „Ástæðan er sú að konur eiga mun auðveldara með að koma sér í skjól,“ segir Heiðar. „Hér erum við til dæmis að tala um dulið vændi. Það eru konur sem eru staðsettar í húsi og eru þar undir „verndarvæng“ karlmanna. Þær selja líkama sinn í staðinn fyrir húsaskjól, viðurværi og sennilega i flestum ef ekki öllum tilvikum vímuefni. Þar sem þær hafa þak yfir höfuðið teljast þær samkvæmt skilgreiningunni ekki heimilislausar. Karlmenn eiga erfið- ara með að koma sér í svona skjól.“ Jórunn segir að til standi að opna heimili fyrir konur og er von- ast til að það geri orðið næsta árið. Er þá verið að tala um heimili að fyrirmynd Miklubrautar 20. Á næstu mánuðum verður nýtt heim- ili fyrir tíu heimililausa karlmenn opnað i samstarfi við ríkið. Að sögn Jórunnar er hugsanlega búið að finna húsnæði fyrir þann stað en staðsetning þess verður ekki gefin upp strax. Veldu gœði, veldu í>el Monte

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.