blaðið - 24.03.2007, Síða 14

blaðið - 24.03.2007, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaöið Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands: Áttu að breyta stjórnarskránni ■ Ber sterkan keim af kosningavetri ■ Framsóknarflokkurinn kemur laskaður undan vetri ■ Vinnubrögð þingsins gagnrýnd Eftir Trausta Hafsteinsson og Heiðu Björk Vigfúsdóttur ,Lög um opinber hlutafélög standa ofarlega í mínum huga sem merkur áfangi ásamt lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna. Bæði þessi mál eru stór áfangi þó að í báðum tilvikum megi gagnrýna fyrirkomu- lagið. Það sem blasir við að vantar í löggjöfina eru stjórnarskrárbreyt- ingar og löggjöf um léttvín í versl- unum,“ segir Gunnar Helgi Krist- insson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Islands, þegar hann er inntur eftir mikilvægustu mál- unum sem náðu í gegn og ekki á ný- liðnu þingi. Hundrað þrítugasta og þriðja þinghaldi lauk um nýliðna helgi og fjöldi mála sat eftir á listanum yfir óafgreidd mál. Af 212 frumvörpum til laga urðu alls 114 að lögum, tvö voru afturkölluð, tveimur var vísað til rikisstjórnarinnar og 94 voru ekki afgreidd. Þingi hefur verið frestað fram yfir alþingiskosningar 12. maí. Léleg vinnubrögð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla íslands, telur mestu vonbrigði þing- vetrarins vera ósamstöðu um breytingar á stjórnar- skránni. Hann furðar sig oft á störfum þingsins. „Að ekki hafi tekist að end- urskoða stjórnarskrána finnst mér standa upp úr. Mikil vinna var lögð í það en engin sátt náðist. Klúðrið í kringum auðlindaákvæðið og að fjölmiðlafrumvarpið hafi ekki náð í gegn vakti óneitanlega athygli,“ segir Baldur. „Merkilegt þótti mér að ríkis- stjórnin náði í gegn frumvarpi um Ríkisútvarpið þrátt fyrir mikla and- stöðu. Hins vegar saknaði ég þess að sjá ekki lagt fram frumvarpið um jafnréttismálin. 1 raun vil ég segja að vinnubrögðin á þinginu, þegar málin eru látin hrúgast svona upp, ná ekki nokkurri átt. Slík vinnu- brögð eru mjög ankannaleg Merkilegustu málin Gunnar Helgi segir þróunina um opinber hlutafélög nýja af nálinni og að fyrirkomulagið sé nokkuð vafasamt. Aftur á móti telur hann lög um fjármál flokkanna nauðsyn- leg og saknar laga um sölu léttvína. „Þessi þróun er mjög umdeild og hugsanlega Eins og hálfgert spennufall hafi orðið þegar Davíð fór út Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræöi. Ríkisstjórnin hefurátt tölu- vert undir högg að sækja Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræói. vafasöm. Ástæðurnar fyrir þessu rekstrarformi eru dálítið óljósar og kannski hæpnar. ísland var orðið að nátttrölli fyrir að hafa ekki haft neinar almennilegar reglur um fjármál flokka,“ segir Gunnar Helgi. „Það eru stórkostleg af- glöp að hafa ekki komið í gegn frumvarpinu um afnám einka- sölu ÁTVR á léttu víni. Núver- andi mynd fylgir óhagræði og mismunun. Síðan virðist búið að skapa þá hefð að ná ekki fram ingum á stjórnarskránni, hvað reynt er.“ sama r sfe' Erfiður vetur fyrir Framsóknarflokkinn Baldur telur veturinn bera þess glögglega merki að kosn- ingar séu framundan. Hann segir samstarf ríkisstjórnarflokkanna oft hafa verið betra en nú er. „Það er búinn að vera átakavetur í þing- inu og stjórnarandstaðan hefur sótt hart að stjórnarflokkunum, með býsna góðum árangri þar sem rík- isstjórnin hefur átt töluvert undir högg að sækja. Þetta hefur í raun verið mjög týpískt kosningaþing,“ segir Baldur. „Fram- ÞINGHALDIÐ I VETUR: Frá 2. október til 9. desember 2006 og frá 15. janúartil 18. mars 2007. Þingfundirnir 96 stóðu alls í 544 klukku- stundir og 32 mínútur. Lengsti þingfundurinn stóð í rúmlega 16 klukkustundlr. Lengsta umræðan var um frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. sem stóð i tæpar 70 klukkustundir. Baráttan heldur áfram Ágúst Ólafur Ágústsson varaform. Samfylkingarinnar Minna spennandi Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor i stjórnmála- fræði, telur nýliðið þinghald hafa verið minna spennandi en oft áður. Vinnubrögð þingsins eru gagnrýnd þar sem mikilvæg þingmál eru látin hrúgast upp á síðustu dögum þings 1 mm sóknarflokkurinn hefur mest fengið að finna fyrir vendinum enda verið að stýra erfiðum málum. Stóriðjan, umhverfismál og Byrgið hefur komið illa út fyrir flokkinn og hann kemur býsna laskaður undan vetri.“ Lítill hasar Á heildina fannst Gunnari Helga nýliðinn þingvetur minna spenn- andi en oft áður. Líklega skýringu telur hann vera fráhvarf fyrrum for- manns Sjálfstæðisflokksins. „Það er eins og hálfgert spennufall hafi orðið þegar Davíð fór út. Lítill hasar hefur verið í umræðunni og því ekki eins spennandi að fylgjast með, þó svo að hasarnum fylgi oft ómálefnaleg pól- itík,“ segir Gunnar Helgi. „Þinghaldið hefur markast nokkuð af krísu Framsókn- arflokksins og örðugleikum í stjórnarsamstarfinu. Framsóknarmenn hafa fengið mestu skell- ina í samstarfinu og örvænting farin að ríkja á þeim bænum.“ Allir vegir á láglendi Magnús Þór Hafsteinsson, varaform. Frjálsl. flokksins Breytingar eru líka sigur Steingrimur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Ohefðbundii fjármögnun Geir H. Haarde, forsætisráðherra Dauðalisti U andstöðunnar Hjálmar Árnason þingfl.form. Framsóknarfl. Fagnar ■ Kynferðisbrotamál Ég er mjög ánægður með að það tókst að afnema fyrninguna í kynferðisbrotum gegn börnum. ■ Störf án staðsetningar Mjög mikilvægt mál fyrir landsbyggðina sem Össur Skarphéðinsson barðist fyrir. Þannig verða opinber störf skilgreind eftir því hvort hægt er að vinna þau hvar sem er. ■ Breiðavíkurnefnd Sú nefnd á ekki bara að skoða málefni fyrrum Breiðavikurbarna heldur öll heim- ili sem börn voru vistuð á og koma með tillögur til úrbóta. Saknar ■ Matvælaverð Það er leitt að tillögur Samfylkingarinnar um enn frekari lækkun á matvælaverði náðu ekki í gegn. Við þurfum að halda þeirri baráttu áfram. ■ Fæðingarorlof Stórt mál sem við börðumstfyrir breyt- ingum á. ■ Eldri borgarar Því miður komust tillögur okkar um stór- felldar kjarabætur fyrir eldri borgara ekki í gegn. Sú barátta heldur því áfram. Fagnar ■ Láglendisvegir Fagna því að farið verði í að gera jarðgöng á ákveðnu árabili þannig að allir vegir verði komnir á láglegndi eftir ákveðinn árafjölda. ■ Vatnajökulsþjóðgarður Mikilvægt náttúruverndarmál. Nú er það komið á hreint að það er búið að friða svæðið. Tel að það sé mjög mikilvægt. ■ Vegalög Mér sýnist að þau muni opna það að farið verði strax í framkvæmdir við Sundabraut- ina sem ég tel að sé mikið hagsmunamál. Saknar ■ Textun Mál frá okkur í flokknum að það sé skylda sjónvarpsstöðva að texta allt efni fyrir fólk og ekki síst heyrnarskerta. ■ Skattamál Að fólki yrði gefin heimild til að draga frá skatti ferðakostnað til og frá vinnu eins og er víða í nágrannalöndunum. ■ Sjávarútvegur Við vildum heimila það að allir fslend- ingar mættu fá að róa á eigin bát með tveimur handfærarúllum. Það ætti að vera sjálfkrafa réttur allra án þess að hafa kvóta. Fagnar ■ Vatnajökulsþjóðgarður Sú ákvörðun að setja lög um þjóðgarðinn er mikilvæg, þrátt fyrir að fyrirkomulagið sé umdeilt. ■ Vestf irðir Gagnlegt var að fá samþykkt fyrir úttekt á möguleikum Vestfjarða sem miðstöðvar þjónustu og siglinga á Norðurhöfum. ■ Vegalög Við náðum fram mikilvægum breyting- um á vegalögum þar sem tekið er á einkavæðingarákvæðum. Stundum næst ekki síst góður árangur í því að ná fram breytingum á málum. Saknar ■ Vændisbaráttan Því miður hafðist ekki í þessari umferð að innleiða sænsku leiðina í baráttunni gegn kláminu. Þessari baráttu verðum við að halda áfram. ■ Umhverf isréttur Þó svo að frumvarpið sé ekki gallalaust hefði ég viljað sjá þetta ná i gegn. Það er hneisa að ekki hafi fyrir löngu verið lögfestar reglur um umhverfisrétt. ■ Jafnréttismál Ég hefði viljað drífa nýja frumvarpið um jafnréttismál í gegn til afgreiðslu. Fagnar ■ Metanbílar Frumvarpið sem snerist um að fella niður vörugjald á metanbílum. Þetta er mikið framtíðarmál og umhverfismál. ■ Vatnajökulsþjóðgarður Þetta er stórt mál og mjög ánægjulegt að hafi farið i gegn. ■ Vegalög Nýju vegalögin opna fyrir möguleika á óhefðbundinni fjármögnun á samgöngu- framkvæmdum. Saknar ■ Samgöngumál Það hefði verið mjög æskilegt að ná fram langtímaáætlun í samgöngumálum. ■ Flugvallastarfsemi Þetta er frumvarp sem ekki kom inn í þingið. Er um tilflutning á flugvallastarf- semi á Keflavíkurflugvelli á milli ráðu- neyta yfir í Samgönguráðuneytið. Vona að það verði hægt að ganga frá þessu að fullu eftir kosningar. ■ Stjórnarráð íslands Ekki var sameiginleg niðurstaða flokk- anna í því að gera lágmarksbreytingar á stjórnarráðslögunum. Ákvað þess vegna að vera ekki að flytja frumvarp núna og láta það bíða fram yfir kosningar. Fagnar ■ Matarskattur Lækkun á matar- og tekjuskatti eykur ráðstöfunartekjur allra heimila í landinu og því ber að fagna. ■ Vetnisvæðing Nokkur frumvörp fóru í gegn sem lúta að vetnistækni og vistvænum ökutækjum. Þannig leggjum við enn frekari grunn að því að vera áfram forystuþjóð í hreinu andrúmslofti. ■ Ferðasjóður íþróttafélaga Þetta er persónulegt baráttumál mitt sem loksins fór í gegn og mikilvægt að mínu mati. Saknar ■ Auðlindafrumvarpið Um málið var enginn efnislegur ágrein- ingur en það strandaði hins vegar vegna upphlaups og sýndarmennsku stjórnar- andstöðunnar. ■ Auðlindir i jörðu og á hafsbotni Dæmi um annað þarft frumvarp sem stjórnarandstaðan setti á dauðalistann hjá sér. ■ Hægri beygja Ég er alltaf jafn hissa á að þetta mál, hægri beygja á rauðu Ijósi, hafi ekki kom ist í gegn í sjöttu atrennu.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.