blaðið - 24.03.2007, Page 21

blaðið - 24.03.2007, Page 21
Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Islands og Samtaka atvinnulífsins munu árvissar tekjur Hafnfirðinga af stærra álveri í Straumsvík nema um einum og hálfum milljarði króna. Það jafngildir 250 þúsund króna viðbotartekjum a ari fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu. Óháð sveiflum í íslensku efnahagslífi. Það er kjarni málsins. Samkvæmt nýgerðu samkomulagi við ríkisvaldið um skattaumhverfi álversins munu tekjur Hafnfirðinga af stækkun álversins og breyttu skattaumhverfi þess verða umtalsverðar. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla íslands munu beinar skatttekjur bæjarfélagsins af Alcan verða rúmar 800 milljónir króna. Aðrar tekjur bæjarsjóðs vegna aukinna umsvifa fyrirtækja sem eiga viðskipti við álverið og annarra afleiddra starfa og umsvifa atvinnulífs í Hafnarfirði verða um 600 milljónir króna skv. útreikningum hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins. Þetta jafngildir alls ríflega 60 þúsund krónum á hvern bæjarbúa eða kvartmilljón fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu - á hverju ári. Tekjur Hafnfirðinga af rekstri álversins eru að langstærstu leyti óháðar afkomu þess. Þær munu skila sér óháð sveiflum f íslensku efnahagslífi, óháð aflabrögðum, þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, gengi íslenskrar krónu, vaxtastigi í landinu og öðrum áhrifavöldum á afkomu þjóðarinnar á hverjum tíma. Þær koma til viðbótar við allar aðrar tekjur sem bæjarsjóður getur haft - meðal annars af annarri iðnaðar- og atvinnustarfsemi sem áformað er að byggja upp í nágrenni álversins - og eflaust má koma mun víðar fyrir í landi bæjarins ef eftirspurn verður meiri en framboð á næstu árum. Það er kjarni málsins. Ávinningur Hafnarfjarðar af stækkun álversins Skattgreiðslur Alcan 800 millj. kr. Heildartekjur bæjarsjóðs 1,4 milljarðar kr. Tekjur bæjarins á hverja fjögurra manna fjölskyldu 250 þús. kr. straumsvik.is A / a i r ALCAN V 6E>TKA Í'V AiA/É^.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.