blaðið - 24.03.2007, Side 22

blaðið - 24.03.2007, Side 22
22 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaðiö VATN GARÐHEIMAR www.meistari.is Félag SkrúðgarSyrkjgmeistara VtJÚKLING>n Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru frá Matfugli. Þeir eru með Ijúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. - Lostæti með lítilli fyrirhöfn Illugi Jökulsson skrifar um mannkynssöguna Hetjulund hinna 300 g man að pabbi sagði mér á sínum tíma söguna um Leónídas og vörn Spart- verjanna 300 í Lauga- skarði. Ég hef líklega verið sjö átta ára og ég man að ég fór að gráta. Mér fannst þetta svo falleg saga. Hetjurnar 300 sem kusu heldur að láta lífið en gefast upp. Stóðu frammi fyrir ofurefli liðs frá Persíu og sendu gríska megin- herinn burt svo honum yrði ekki tortímt - töfðu nógu lengi fyrir framgangi Persa til að Grikkir sluppu burt og gátu safnað nýju liði. Og sigrað seinna. Grét yfir sögunni um Leónídas Ég grét sem sagt - svona var ég væmið barn. Og enn þá hreyfir þessi saga reyndar strengi í brjósti mér - svona er ég væminn miðaldra. Ég hef aldrei getað varist þeirri hugsun að Leónídas og menn hans hafi vissulega átt skilið nafnbótina hetja. Nú er komin mynd í bíó sem fjallar um þessa sögu og auð- vitað hefði ég átt að mæta fyrstur manna í kvikmyndahúsið til að sjá hetjulund Spartverjanna á hvíta tjaldinu. En ég er ekki far- inn enn, og sannleikurinn er sá að mig langar ekkert voðalega mikið. Sjálfsagt á ég eftir að sjá þessa mynd á DVD-diski er fram líða stundir en ég verð að segja: mér liggur ekkert á. Það er nefnilega einhver súr keimur af hetjulund Leónídasar núorðið. Mér skilst að íranar séu brjál- aðir út af þessari mynd. Það er so- sum skiljanlegt - forfeður þeirra Persar koma víst ekki vel út úr henni. En upphrópanir þeirra um „sögufölsun" og ég veit ekki hvað og hvað, þær eru þó meira og minna marklausar. Alexander mikli færir„frelsi"! Ég skil þá reyndar alveg. Það hlýtur stundum að vera pirrandi að horfa upp á meðhöndlun Hollywood-verksmiðjunnar á sögulegri fortíð sinni. Alex- ander mikli - ég gat ekki horft á þá mynd til enda. Að horfa upp á hinn metnaðarveika valdasjúk- ling Alexander mikla fara með þulur um að hann ætlaði að færa íbúum Miðausturlanda „frelsi“ undan Persum, það var náttúr- lega þvílíkt dómadags rugl að það var ekki mönnum bjóðandi. Bara amerísk heimsvaldastefna að réttlæta stríðið í Irak og ekk- ert annað. Illa komið fyrir þeim gamla þjóðfélagskrítíker Oliver Stone. En í sambandi við 300 þá verða menn að athuga að sagan •um Leónídas er ekkert endilega söguleg staðreynd. Sjálfsagt á hún rót í raunveruleikanum en eins og hún var fyrst sett fram var hún fyrst og fremst hluti af áróðri Grikkja gegn Persum. Persneskar heimildir eru til dæmis engar til um slaginn í Laugaskarði. En kannski er það fyrst og femst myndin af Xerxes Persakóngi sem Ahmadinejad og félagar eru ósáttir við. Mér skilst hann sé gerður að hálfgerðu himpigimpi í myndinni. Sparta var hræðilegt ríki En ástæðan fyrir því að skoðun mín á Leónídasi er nú nokkuð blendnari en hún var þegar pabbi sagði mér fyrst þessa sögu, hún er fyrst og fremst sú að ég hef nú betri mynd af Spörtu en þá. Og Sparta var náttúrlega forkastanlegt kúgunar- og of- beldisríki sem byggðist á hern- aðarhyggju, aðskilnaðarstefnu, grimmd, kúgun og barnaplageríi. Persía var á hinn bóginn víðsýnt Æ, já, sagan getur verió varasöm. Hún er sann- kallað jarðsprengju- svœði siðíerðilega þótt hún sé löngu liðin. ríki og frjálslynt, svo langt sem það náði. Persía vildi vissulega leggja undir sig sem flest önnur svæði - sér í lagi ef íbúarnir voru með uppsteyt - en það fólk sem Persar lögðu undir sig hafði það yfirleitt bara gott. Það fékk að halda sínum lífsháttum, sínum trúarbrögðum, sínum stjórnar- herrum svona oftast - og góðar samgöngur og verslun í ríkinu gerðu það að verkum að hagur flestra vænkaðist. Eins og að dást að Adolf Hitler Eftir á að hyggja hljómar að- dáun mín í æsku á Leónídasi og Spartverjunum skuggalega svipað því og ef maður færi nú að dást að Adolf Hitler fyrir að hafa neitað að gefast upp í lok seinni heimsstyrjaldar og att fjölda Þjóðverja út í opinn dauð- ann í vonlausri baráttu síðustu mánuði stríðsins. Og hafa sjálfur kosið að láta lífið frekar en gefast upp - þótt hann fremdi raunar sjálfsmorð frekar en falla í orr- ustu á strætum Berlínar. Æ, já, sagan getur verið vara- söm. Hún er sannkallað jarð- sprengjusvæði siðferðilega þótt hún sé löngu liðin.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.