blaðið - 24.03.2007, Page 26

blaðið - 24.03.2007, Page 26
26 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaðið Búseta íframandi landi erjafnan óviðjafn- anleg lífsreynsla sem víkkar sjóndeildar- hringinn og skilur eftir sig ógleymanlegar minningar. Fjölmargir íslendingar húa er- lendis hverju sinni á sama tíma og innflytj- endum fjölgar jafnt og þétt hér á landi. Er Itfið í útlöndum alitaf dans á rósurn? Hefur búseta erlendis eftil vill áhrifá viðhorf íslendinga til síns eigin lands? Blaðið sló á þráðinn tilfimm veraldarvana einstak- linga og forvitnaðist um reynslu þeirra. Fyrstu skrefin í Færeyjum Ég tók fyrstu skrefin í Færeyjum og bjó þar til fjögurra ára aldurs. Pabbi vann við að tölvuvæða eyjarnar og unga fjölskyldan með litlu börnin þrjú hélt í ævintýraferð. Sterk- asta minningin er líklega úr fjöruborðinu þar sem ég fylgdist með karlmönnum slátra grindhvölum og ég spurði: akkuru er sjórinn svona rauður? Eftir stúdent bjó ég eitt misseri í Dublin. Teygaði Guinness í hvert mál, enda bæði matur og drykkur. Ég varð mjög skotin í Irum, bókmenntahefðin, frelsisbaráttan, húm- orinn og nú síðast efnahagsundrið gera íra óstöðvandi heillandi. írar eru alskemmtileg- asta fólk í heimi og lygilega líkir íslendingum. í Stuttgart dvaldi ég í ár við nám í píanóleik. Þar lærði ég að meta aspas, þýska tungu, Bach eldri, tyrkneska popptónlist og geggjaðar óperurog kom færandi hendi heim til Islands með barn í maganum. Erfinginn á stóra og skemmtilega fjölskyldu í Stuttgart sem tengir okkur órofa böndum við borgina í djúpu skál- inni. Þar býr líka Maggí vinkona og hún er góð heim að sækja. Forréttindi að vera íslenskur Ég var sendiherra í Þýskalandi frá 1995 til 2001, fyrst í Bonn og svo í Berlín, og i Tókýó á Japan frá 2001 til 2004. Þetta eru mjög ólík lönd en ég hef ekkert nema gott að segja um þau bæði. Japönsk menning er auðvitað óskap- lega framandi fyrir okkur á meðan sú þýska stendur okkur svo nærri. Það var ekki síður áhugavert og frábært að vera í Japan og það var mér ómetanleg reynsla að dveljast þar. í báðum löndum mætti ég mikilli gestrisni. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög gott fyrir okkur að fá innflytjendur til landsins, sérstaklega af því að ég veit að langstærstur hluti fólks sem hingað kemur vinnur hörðum höndum og leggur sitt af mörkum til samfé- lagsins. Þess vegna þurfum við að taka vel á móti þeim. Hvort sú afstaða hafi eitthvað með reynslu mína af dvöl erlendis að gera eður ei veit ég ekki, ég held reyndar ekki. Hins vegar er ég ekki í nokkrum vafa um að 10 ára dvöl erlendis sannfærði mig um að lík- lega er hvergi betra að vera heldur en á tslandi. Það eru forréttindi að vera íslenskur ríkisborg- ari þó svo að það sé auðvitað Iíka mjög gott að vera í Þýskalandi og Japan. Dálítil stórborgarkona Ég bjó í París í hálft ár eftir stúdentspróf, lærði frönsku og vann á veitingastað og það var frábær lífsreynsla. París er mögnuð borg með fallegum byggingum og kaffihúsum á hverju horni. Þar var lífið ótrúlega ljúft þótt það hafi stundum verið dálítið óraunverulegt. Eftir dvölina í Paris fór ég beint til London sem er allt öðruvísi. Þar eru meiri vegalengdir þannig að almenningssamgöngur koma að miklu gagni. En þar er ótrúlega margt um að vera og ég naut þess sem námsmaður að fá af- slætti inn á tónleika, leikhús ogsöfn.Mér finnst nauðsynlegt fyrir ungt fólk frá litla íslandi að prófa að búa í stórum borgum um tíma þar sem ekki er sterkt öryggisnet og maður lærir að standa á eigin fótum. Sjálf er ég smá stór- borgarkona í mér en þó togar Island alltaf í mig aftur eftir ákveðinn tíma þegar mig er farið að langa til að koma heim og þekkja aftur alla. Ég bjó í hverfi í London þar sem bjuggu nánast eingöngu innflytjendur. Mér fannst mjög skemmtilegt að búa innan um fólk af alÍs kyns þjóðernum og kynþáttum. Hjá mormónum íUtah Tvítug fór ég ásamt vinkonum, í útlendinga- herdeild Barselónuháskóla. Við glímdum þar við spænsku, listasögu og mannlifið í borg- inni veturlangt. Þarna fékk ég vinnu með námi við að sitja við gluggaborð á nýjum hana- stélsbar og láta líta út fyrir að það væri fjör, en svo var ég fljótt rekin þar sem ég tók bækur með og notaði tímann til að læra. Ekki mikil hanastélsstemning í því. Spánverjar eru kátir og hæfilega kærulausir, kunna að njóta tilver- unnar og leita fegurðarinnar og í Barselónu voru margar kennslustundir utan skóla. Eftir frekara spænskunám hér og þar fór ég ásamt eiginmanni mínum vestur um haf og settist að hjá mormónum í Salt Lake City, Utah. Ég lærði fjölmiðlafræði í Utah-háskóla og lék mér á skíðum. I Ameríku er allt sem maður leitar að og meira til. En heimþráin var svo sterk í lokin að ég sleppti útskriftardeginum, dreif mig heim og fékk skírteinið sent í pósti. Það er hollt að leita út fyrir landssteinana þótt ekki sé nema tímabundið því námið felst ekki síst í því að skilja önnur samfélög, læra tungumál og koma svo heim víðsýnni og reynslunni ríkari. Bjó í Afríku í fimm ár Þegar ég var sjö ára gömul flutti ég ásamt foreldrum mínum til Grænhöfða- eyja í Afríku og bjó þar þangað til ég var tólf ára en foreldrar mínir störfuðu við þróunarsamvinnu. Ég á margar skemmtilegar minningar þaðan og lék mér oft við krakkana í skólanum og í hverfinu. Það var ómetanleg reynsla að kynnast allt öðrum aðstæðum og menningu sem barn þó svo að það hafi vissulega líka verið erfitt á köflum. Ég hef því miður ekki náð að heimsækja landið aftur síðan ég bjó þar þó svo að ég haldi tengslum við það að vissu leyti með því að fylgjast með þróun mála þar og í gegnum Grænhöfðaeyinga sem búa á Islandi. Eftir að ég lauk stúdentsprófi bjó ég í Frakklandi í eitt ár, lærði frönsku og ferðaðist um Evrópu. Hluta af viðskipta- fræðinámi mínu tók ég svo í Árósum í Danmörku. Ég held að öll reynsla kenni manni eitthvað og er viss um að þessi vera mín erlendis hafi veitt mér víðsýni og skiln- ing á aðstæðum þeirra sem flytja til ann- arra landa þar sem menningin og tungu- málið er ólíkt því sem það á að venjast. Um 31.000 Islendingar búa hverju sinni erlendis og mér finnst skipta miklu máli að við tökum sömuleiðis vel á móti þeim sem hingað koma. Það er mikill mann- auður í innflytjendum á Islandi. *«■**'/

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.