blaðið

Ulloq

blaðið - 24.03.2007, Qupperneq 39

blaðið - 24.03.2007, Qupperneq 39
blaðið LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 39 að spyrja hana og smátt og smátt komu upp myndir hennar af því sem hún hafði upplifað í sambandi við börnin sem hún varð að láta frá sér. Það tók mig þrjú ár að búa til út- varpsþáttinn um þessa vöggustofu. Nú vita menn, það sem kannski var vitað þá þegar, að mikilvægasti tíminn í þroska einstasklingsins eru fyrstu þrjú árin. Þá skiptir öllu málu að eiga tilfinningaleg sam- skipti við aðra manneskju. Algjör skortur var á því á þessu heimili. Vöggustofan var einangraður og lokaður heimur, nánast eins og gjörgæsla. Börnin voru geymd í rúmunum og ekki tekin upp nema brýna nauðsyn bæri til. Ekki var farið út nema nokkra daga á ári á bestu góðviðrisdögunum. Engar myndir voru á veggjunum, engir litir neins staðar og engin leikföng. Börnin voru alltaf mötuð og kunnu ekki að nota hnífapör. Foreldrar máttu koma einu sinni í viku, á sunnudögum, og horfa á börnin í gegnum gler og máttu aldrei snerta þau. Móðir mín fór á hverjum einasta sunnudegi frá Njarðvíkur til Reykjavíkur til að horfa á okkur börnin sín í gegnum þetta gler. Einn daginn stóð hún við glerið en sá mig ekki. Hún fór út og sá opnar kjallaradyr, gekk að þeim og horfði inn ganginn og við enda hans var opið inn í þvottahús þar sem kona sat með mig. Mamma stóð í dyrunum en þorði ekki að spyrja hvort hún mætti snerta barnið sitt. Það var áfall fyrir hana að sjá aðra konu halda á barninu sínu sem henni var bannað að snerta. Hún komst að því að starfsfólkið umgekkst mig öðruvísi en önnur börn. Ég var eina barnið sem var tekið upp regulega, eina barnið sem var snert, eina barnið sem farið var með út úr stofunni. Ég held að sjálfsbjargarviðleitni mín hafi falist í því að ná sambandi við einhvern, og sjarmera þá mann- eskju. Þess vegna var ég tekinn upp og snertur. Það varð mér til bjargar. Af einhverjum ástæðum tókst systur minni ekki að heilla starfsfólkið svo það tæki hana upp. Hún lá í tvö og hálft ár í rúmi sínu. Talið er að hún hafi orðið rangeyg af því að liggja í rúminu og stara á eina misfellu í loftinu. Það var það eina sem hún hafði við að vera. Það dróst á langinn að móðir mín næði því markmiði sinu að koma sér upp eigin húsnæði. Þegar hún loks fékk okkur systkinin til sín vorum við eins og dýr í búri. Við vildum ekki vera snert og vorum ótalandi, tveggja og hálfs árs. Við höfðum að vísu komið okkur upp eigin tungumáli sem enginn skildi nema við, þannig að við gátum átt einhver samskipti. Eftir að móðir okkar tók okkur systkinin til sín tók nokkra mánuði fyrir hana að ná sambandi við okkur og hún náði fyrr sambandi við mig en systur mína.“ í stöðugri leit Hvernig barn varstu? „Þegar ég kom út í lífið hélt ég uppteknum hætti við að reyna að fá umhverfið til að heillast af mér - taka mig í fangið. Ég hafði ótrú- lega mikið hugmyndaflug sem barn, var mjög upptækjasamur og fór minar eigin leiðir. Þegar ég var í gagnfræðaskólanum á Akureyri breytti ég honum í eigin fjölbrauta- skóla og komst upp með það. Ef mér datt í hug að fara i þrjá íslensku- tíma í röð hjá hinum bekkjunum þá gerði ég það. Ég var í stöðugri leit, var sveimhugi sem lifði í ljóðum. Þegar ég lenti inni í leikhúsinu á Akureyri, ómótaður unglingur, þá kom ég inn í heim þar sem var rými fyrir tilfinningar mínar, þrár og langanir. Ég gat búið eitthvað til úr þessum tilfinningum. Og af því ég gat ekki talað um þær sjálfur þá setti ég mig auðveldlega inn í líf persóna sem ég lék á sviðinu. Mér „Það dróst á langinn að móðir mín næði því markmiði sínu að koma sér upp eigin húsnæði. Þegar hún loksfékk okkur systkinin til sín vorum við eins og dýr í búri. Við vildum ekki vera snert og vorum ótalandi, tveggja og hálfs árs." fannst verkið alltaf vera ég. Leik- húsið bjargaði mér. f gegnum það fékk að eiga stefnumót við annað fólk, áhorfendur sátu og horfðu á mig. Þannig að vissu leyti var eins og ég væri enn á bak við gler.“ Bjótil minningar Þú hlýturað hafa fengið sterk við- brögð við útvarpsþœttinum? „Eg fékk mjög sterk viðbrögð við þættinum þar sem móðir mín og vinkona hennar og fleiri sem þekktu til, sögðu þessa sögu. Á þeim tíma sem ég gerði út- varpsþáttinn var ég að vinna ein- leik eftir franskan höfund um svín í svínastíu og heitir Drög að svina- steik. Þetta var alisvín sem í verk- inu dásamar einangrun sína og er sífellt að mæla litlu stíuna sem hann er lokaður i. Hann gætir þess vel að gera ekkert af sér i lífinu, hagar sér samkvæmt reglunum og aðhefst ekkert sem gæti hugs- anlega skaðað það stóra markmið hans að lenda á úrvalskjötborðum á Evrópumarkaði sem fyrsta flokks svínakjöt. Ég ákvað að klippa búta úr leiksýningunni inn í þáttinn. Þannig að það heyrðist aldrei í mér i þættinum nema í hlutverki svínsins. f lok þáttarins var ljóst að svínið er barnið sem búið er að tala um allan tímann. Á þennan hátt bjó ég til minningar um líf mitt. Gerði það líf að útvarpsþætti. Ég áttaði mig líka á því á þessum tíma að þau leikhúsverk sem ég hafði unnið að voru mikið til ein- leikir, sem segir kannski sína sögu. Ég hafði verið að vinna með sjálfan mig í mörgu því sem ég gerði. Ég var stöðugt að búa til mynd eða verk sem er mín aðferð við að vinna út fortíðinni. Maður sem er töluvert yngri en ég, geðlæknir, sem hafði hlustað á útvarpsþáttinn hafði samband " við mig og sagði mér að hann hefði verið barn á þessari stofnun. Hann var settur þangað nokkurra vikna gamall. Hann brást við einangrun- inni með því að slökkva á sér og hætta að borða. Ungabarnið var að fremja sjálfsmorð. Það varð drengnum til lífs að amma hans sá hvað var að og bjargaði honum. Hann var þarna þó ekki nema í þrjár vikur en við systkinin vorum _ í tvö og hálft ár. Engin börn voru þarna eins lengi og við. Fyrir einhverjum árum síðan var ég á sólarströnd og þá kom til mín kona sem sagði að kona nokkur vildi tala við mig og spurði hvort hún mætti það. Ég sagði það vel- komið. Þá kom til mín gömul kona, gekk hægt að mér, starði á mig, horfði um stund á mig og sagði: Láttu drauminn raetast frábœr fermingartilboö á rúmum & svefnsófum Karolin 3ja sæta svefnsófi Karolin tungusvefnsófi Doris 1 20 x 200cm Verð. 39.900,- áður 61.800,- Suprima 90x200cm v/33.280,- áður 41.000,- 1 20x200cm V/ 42.400,- áóur 53.000. 140x200cm v/ 49.360.- áður b i .700. 5 svæða pokagormadýna og botn EleCtai20x200 v/ 59.980 áður 6/.300 •i»^ R >5 O * Opið virka daga 1 0 til 18 laugadaga 11 til 16 HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KOP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG IHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.