blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 42

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 42
Sigurbogínn Laugaveg 80 Sími 5611330 www.sigurboginn.is Ert þú að flytja innanlands? Mundu að tilkynna um breytt heimitisfang þitt og allra fjötskyldumeðlima á postur.is eða næsta pósthúsi. Einnig þarf að titkynna um breytt heimitisfang tit Hagstofu íslands. viðskiptabanka og altra sem senda þér bréf. Pósturinn sér ekki um slíkartílkynningar. Hvað með kjarnorkuver? Hljómsveitin Úlpa stendur fyrir vakningarviðburði í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í dag klukkan 19:30 vegna mögulegrar fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík, undir yfirskriftinni EN HVAÐ MEÐ KJARNORKUVER? Úlpa tilheyrir þeim hópi sem er á móti álverinu og með þessu framtaki vill hljómsveitin leggja sitt á vogaskálarnar, ná athygli og vekja vitund Hafnfirðinga og allra landsmanna varðandi örlög og framtíð bæjarins og landsins í heild sinni. Fær hún til liðs við sig hina ýmsu listamenn og stórskör- unga úr þjóðfélaginu til að koma fram þetta kvöld og vekja athygli á málstaðnum með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Aðgangseyrir er enginn og allir eru velkomnir. LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 GUSGUS R ViRSR. Utgafutonleikar GusGus og Petter & The Pix, verður í kvöld á Nasa. GusGus fagnar útgáfu breiðskífunnar Forever en ár er síðan hljómsveitin spilaði síðast. Miðasala við inngang hefst um leið og húsið er opnað kl. 23:00 menmng@bladid.net Silja á Gljúfrasteini Á sunnudaginn klukkan 16 hyggst Silja Aðalsteinsdóttir spjalla um Sölku Völku við gesti á Gljúfrasteini í tengslum við opna leshringinn Verk mánaðarins. Útgangspunktur Silju í spjallinu er kvikmyndahand- rit sem Halldór Laxness skrifaði vet- urinn 1927-1928 þegar hann dvaldi í Hollywood. Handritið, sem hafði vinnutitlana Salka Valka, Kona í síðbuxum og íslenska svipan, er frumgerð skáldsögunnar um Sölku Völku sem kom út t tveimur hlutum fáum árum síðar. Handritið er að- gengilegt á heimasíðu Gljúfrasteins á gljufrasteinn.is Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Fjalakötturinn: Japönsk erótík á íslandi Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Kvikmyndaklúbburinn Fjalakött- urinn vendir sínu kvæði í kross nú um helgina og sýnir þrjár myndir japanska leikstjórans Tat- sumis Kumashiros. Kumashiro er af mörgum talinn einn merkasti leikstjóri Japans á áttunda áratug síðustu aldar. Á sjöunda og átt- unda áratugnum fór aðsókn í kvik- myndahús dvínandi í Japan og framleiðendur brugðu á það ráð að lokka fólk í bíó með opinskáum, kynferðislegum og ljósbláum kvik- myndum. Reglur um ritskoðun voru sterk- ar og leikstjórar þurftu að vinna í kringum þær, og afraksturinn var svokallaðar „bleikar myndir" eins og þær eru kallaðar í Japan. Úr urðu ýmsar frumlegar leiðir til að sýna kynlíf á filmu og allskyns sérkennilegar myndir sem eru ekki endilega erótískar í grunninn þótt frásögnin sveigi inn á þær brautir til að þóknast framleiðend- unum. Eins og gefur að skilja var þetta merkilegt tímabil í japanskri kvikmyndasögu sem hefur orðið að nokkurs konar költ-fyrirbæri á seinni árum. Að sögn Hrann- ar Marinósdóttur, eins forsvars- manna Fjalakattarins, ættu engir áhugamenn um kvikmyndalist að láta þessar merkilegu sýningar framhjá sér fara. „Það sem einkennir myndirn- ar er fyrst og fremst sambland af gamni og alvöru og gjarnan svört- um húmor,“ segir Hrönn. „Kumas- hiro tekst vel að laga erótík og nekt að alls konar dramatík, gríni og ádeilu. Á þeim tíma þegar þessar myndir voru gerðar höfðu japansk- ir kvikmyndaleikstjórar uppgötv- að að kynlífssenur hefðu áhrif og fengju fólk til þess að fara aftur að mæta i bíó. Það er þó ekki þar með sagt að um gróf atriði eða klám sé að ræða. Þetta er bara létt erótík blönduð á mjög áhugaverðan og sérstakan hátt inn í það sem mynd- irnar fjalla um. Við ákváðum að hafa myndirnar bannaðar börn- um einungis af því að í þeim sést töluverð nekt.“ Að sögn Hrannar hafa þessar sérstöku myndir orðið að nokkurs konar „költ“-fyrirbæri víða um heim. „Hinir og þessir hafa lært |[wdfoíj]| Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga VHjartaHeill sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta Áframsending er i boði fyrir þá sem ftytja innanlands. Almennar bréfasendingar sem stílaðar eru á gamla heimilis- fangið eru þá áframsendará nýja heimilisfangið. Luther Thomas á DOMO Biðpóstur er í boði fyrir þá sem eru ekki heima hjá sér tímabundið. Pósturinn þinn er þá áframsendur á umbeðið pósthús þar sem þú getur nálgast hann þegar þér hentar. Sækja þarf um ofangreinda þjónustu á postur.is eða næsta pósthúsi. Áframsendingargjald fyrir þrjá mánuði er 990 kr. og mánaðargjald fyrir biðpóst er 580 kr. Að sjálfsögðu er hægt að tilkynna um flutning án þess að greiða þjónustugjald en þá mun áframsending ekki taka gildi og endursenda verður þau bréf sem berast á gamla heimilisfangið. Þjónustuver | símí 580 12001 postur@postur.is | www.postur.is Bandaríski altsaxófónleikarinn og rapparinn Luther Thomas heldur tónleika á DOMO bar við Þingholts- stræti klukkan 22 i kvöld ásamt Matt- híasi Baldurssyni saxófónleikara og Drop Dead Funk Group, en þema kvöldsins er fönk og grúv. Luther Thomas hefur verið í tónlistarbrans- anum í um 40 ár og hefur spilað með ýmsum þekktum á ferlinum, meðal annars Árt Blakey’s Jazz Messengers, Ensemble, Defunkt, Lester Bowie og mörgum fleiri. Matthías útskrifaðist úr kenn- aradeild FÍH vorið 2006 og útskrif- ast þaðan næstkomandi vor sem saxófónleikari, en hann hefur ver- ið iðinn í tónlistarbransanum í 15 ár og starfað lengst af sem hljóm- borðsleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.