blaðið - 24.03.2007, Page 46

blaðið - 24.03.2007, Page 46
46 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaöiö Á mér alltaf bandamann Margir muna eftir Stein- unni Völu Sigfúsdóttir þegar kenn- arar í fram- haldsskólum fóru í verkfall árið 2000. Þá mæddi töluvert á henni þar sem hún var for- maður félags framhaldsskólanema. Þessa dagana má sjá hana í Gettu betur þar sem hún er stigavörður og stendur sig með miklum sóma. Enda segist hún ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar henni var boðið starfið. „Þetta er í fjórða sinn sem ég er stigavörður og það er mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu. Ég fékk þetta tækifæri því ég hafði verið i stýrihóp Gettu betur árið 2001 en í stýrihóp eru nokkrir fulltrúar nemenda frá framhaldsskólunum og fulltrúar frá Ríkissjónvarpinu. í hópnum er formið á keppninni ákveðið auk þess sem einn fulltrúi mætir á allar viðureignir og fylgist með hvort allt gangi að óskum. Ef einhver vafaatriði koma upp þá er fulltrúinn kallaður til ásamt stiga- verði, dómara og spyrli til að taka ákvörðun um hvað á að gera.“ Mikill metnaður Aðspurð segir Steinunn Vala að hún hafi verið mjög stressuð fyrir fyrstu sjónvarpútsendinguna. „Mér fannst þetta svolítil pressa og frekar óþægilegt. Ég var náttúrlega yngri þá og hugsaði mikið um að öll þjóðin væri að horfa á mig. Ég var til dæmis voðalega upptekin af því í hvaða fötum ég ætti að vera og það mátti alls ekki vera eitthvað gagnrýnivert. Ég pæli ekkert í þessu núna. Ætli ég hafi ekki bara þroskast og er því ekki eins upptekin af því hvað aðrir hugsa," segir Steinunn Vala og hlær. ,Ég, Davíð Þór Jónsson dómari og Sig- mar Guðmundsson spyrill hittumst einu sinni fyrir hvern þátt þar sem við förum yfir handritin, spurning- arnar og öll vafaatriði. Það mæðir vitanlega mest á Davíð fyrir þáttinn þar sem hann semur allar spurning- arnar. Það er rosalega gott að vinna með Sigmari og Davíð, þeir eru ynd- islegir menn, mikil ljúfmenni og húmoristar. Þeir hafa líka mikinn metnað fyrir keppnina sem mér finnst mjög skemmtilegt að sjá, þeir eru báðir alltaf mjög vel undirbúnir og hafa velt þessu mikið fyrir sér.“ Jákvætt ungt fólk Steinunn Vala segist vera mjög hrifin af Gettu betur því þar má sjá ungt fólk sem er virkilega að leggja sig fram og gera góða hluti. „Stundum finnst mér vanta að lögð sé áhersla á hvað ungt fólk er að gera margt jákvætt. Ég var inspector scholae í Menntaskólanum á Akur- eyri og var mjög stolt af skólanum okkar enda stóðu allir sig vel og það var aldrei neinn til vandræða. Við vorum alltaf með áfengislaust félags- líf sem allir tóku þátt í. Flest ungt fólk er að gera frábæra hluti en það er oft erfitt að koma því að. Ég sendi oft fréttatilkynningar um félagslífið í MA til fjölmiðla en lítið var fjallað um það. Svo kom kannski stór grein um árshátíð annarra skóla þar sem allt hafði farið úr böndunum,“ segir Steinunn Vala sem finnst magnað að sjá metnaðinn sem keppendur Gettu betur hafa. „Það eru 29 skólar sem skrá sig í keppnina og allir vilja vera með. Reyndar er mjög breyti- legt hve mikið er lagt á sig og sumir skólar hafa þjálfara sem fær laun. Mér finnst samt sem fleiri skólar taki þessu alvarlega i ár og mér finnst gaman að sjá það. Mennta- skólinn í Reykjavík vann náttúrlega mörg ár í röð og margir töldu að það væri ógjörningur að sigra þá. Mér fannst verða breyting á þeim hugsunarhætti þegar Borgarholts- skóli var með rosalega sterkt lið og það virðist hafa hvatt hina skólana áfram.“ Hef aldrei þurft að vera ein Þrátt fyrir að hafa alist upp í Mosfellsbæ ákvað Steinunn Vala að sækja menntaskóla alla leið norður á Akureyri. „Þetta var ein- hver ævintýramennska. Ég hafði fengið inngöngu í Menntaskólann í Hamrahlíð en snerist hugur sum- arið áður en skólinn átti að hefjast. Ég fékk mér helgarvinnu á Akur- eyri og sendi skólameistara MA handskrifað bréf þar sem ég óskaði eftir inngöngu. Ég veit satt að segja ekki af hverju ég vildi fara þangað en ég er dálítið gamaldags í mér og get sennilega flokkast sem gömul sál. Ég vildi fara í góðan skóla með bekkjarkerfi og ekki spillti fyrir að langalangafi minn var skóla- meistari MA í mörg ár. Mér leið að minnsta kosti ofboðslega vel fyrir norðan og það getur vel verið að ég eigi eftir að búa þar seinna meir. Samt sem áður var það stórt skref að flytja þangað og ég kveið því að þekkja engan í skólanum. Ég á tví- burabróður sem hefur alltaf verið mér stoð og stytta. Ég hef því aldrei þurft að vera neins staðar ein því ég hafði hann alltaf.“ Var þess virði Steinunn Vala tók við embætti in- spector scholae um haust árið 2000 og við tóku annasamir tímar. Kenn- araverkfallið stóð fram í janúar 2001 og Steinunn Vala birtist því mikið í fjölmiðlum. „Það var allt í óreiðu þegar ég tók við félaginu og margt ógert. Ég vissi ekki að þetta yrði svona mikið verkefni en hóf að koma þessu í gott horf. Síðan varð brjálað að gera þegar verkfallið skall á. Það sem var líka dapurlegt var að ég missti sambandið við fram- haldsskólanema því þau fóru í aðrar vinnu eða heim til sín. Ég var með nokkra í stjórninni innan handar en mér fannst ég vera svolítið ein í þessu. Þetta varð því svolítið mikið fyrir rúmlega tvítuga stúlku, það hringdu margir í mig út af um- mælum mínum í fjölmiðlum og eitt skiptið þegar við mótmæltum við Alþingishúsið var ráðist á mig og hrækt á mig,“ segir Steinunn sem viðurkennir að þetta hafi verið ein- staklega erfitt. „Samt sem áður var þetta lærdómsríkt og ég sé ekki eftir þessum tíma því ég fékk mörg tæki- færi í kjölfarið. Þetta var þess virði og hefur kennt mér mikið en þegar ég lít til baka þá var þetta erfitt." Shake l/i u *Batterígrip er aukahlutur og kostar kr. 15.183 Pentax K10D er einstök DSLR myndavél. Hún er með 10.2 milljón díla flögu (23,5x15,7mm) og getur tekiö rúmlega 3 jpg myndir á sekúndu, í fullri upplausn, eins lengi og pláss er á minnis- kortinu. Hún er meö 22 bita A/D breytingu sem gefur einstaklega raunverulegar myndir og 11 punkta sjálfvirkum fókus. K10D er meö Penta- prisma leitara meö 0,95x stækkun og 2,5" TFT víðvinkilsskjá (210.000 dila). Ljósnæmið er 100 til 1600 og hámarks lokarahraöi 1/4000 úr sek. Grind vélarinnar er úr málmi og öll samskeyti ytra byröis vélarinnar eru þétt meö gúmmíþéttingum (72 talsins). Þetta gerir vélina afar sterkbyggða og algerlega veöur og rykhelda En það er meira. Vélin er líka meö innbyggöri hristivörn á CCD flögu, þannig aö allar linsur eru hristivaröar. Svo er hún líka meö rykhreinsi- búnaöi, og sérstakri húö á „Low Pass" filternum til aö draga úr líkum á ryki eins og frekast er unnt. Hvort sem þú tekur myndir af landslagi, fólki, tísku eöa tækjum þá er K10D frábær kostur. Og veröiö aöeins kr. 99.990 meö 18-55mm. K10D með 18-55 & 50-200 mm linsum kr. 122.590 Hvergi meira fyrir minna!

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.