blaðið - 24.03.2007, Page 50

blaðið - 24.03.2007, Page 50
50 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaðið helgin Leiklistardagar 2007 standa sem hæst helgin@bladid.net Leiklistarveisla um helgina að verður mikið um dýrðir á Leiklistar- dögum 2007 sem hófust í gær og lýkur með leiklistarþingi sem fram fer 1 Leik- húskjallaranum á Alþjóðlega leiklistar- deginum næstkomandi þriðjudags- kvöld. I dag og næstu daga standa leik- hús landsins síðan fyrir ýmsum uppákomum svo sem umræðum um sýningar og opnum húsum auk þess sem sums staðar verða sérstök tilboð á leikhúsmiðum. Áhorfendum á söngleiknum Legi eftir Hugleik Dagsson í Þjóðleik- húsinu gefst í kvöld tækifæri til að spjalla við leikara úr sýningunni og leggja fyrir þá spurningar að leik loknum. Á morgun, sunnudag, verður boð- ið upp á sams konar umræður áhorf- enda og leikara að lokinni seinni sýningu á verkinu Sitji Guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Sýning- in hefst kl. 17. Opin æfing á Gretti 1 Borgarleikhúsinu verður hald- inn umræðufundur um listgagn- rýni í forsal Borgarleikhússins á morgun kl. 18. Sérstakur gestur fundarins verður Donald Hutera dansgagnrýnandi en aðrir þátttak- endur verða María Kristjánsdóttir leiklistargagnrýnandi og Lilja Ivars- dóttir dansgagnrýnandi. Ragnheið- ur Skúladóttir stjórnar umræðum. Á mánudag kl. 10-12 verður síðan almenningi boðið á opna æfingu á söngleiknum Gretti. Á þriðjudag munu síðan dansarar íslenska dans- flokksins og leikarar Leikfélags Reykjavíkur gera innrás í Kringl- una kl. 12 og þá verður opinr sam- lestur á Lík í óskilum eftir Aníhony Neilson kl. 13:30. Leiklistarþing Leiklistardögum lýkur með leiklistarþingi í Leikhúskjallaran- um á þriðjudag kl. 19. Yfirskrift leiklistarþingsins er Innrás/útrás og frummælendur verða Richard Gough, stofnandi Performance Stu- dies international í Bretlandi, Elena Krúskemper, listrænn stjórnandi LÓKAL alþjóðlegu leiklistarhátíðar- innar á f slandi, Katrín Hall, listrænn stjórnandi íslenska dansflokksins og Ingvar E. Sigurðsson leikari. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. ilá. ‘Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyriivara og að auki er kaupverð háð gengi. Aukabúnaður á myndum og 17" áltelgur. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. Veldu þann sem þér líkar best ■ Mazda hefur lægstu bilanatíðni allra bíla samkvæmt rannsókn tryggingafélagsins Warranty Direct. Helmingi ÆSSSKr, Spurðu um endursöluverð á Mazda. lægri en Toyota. Hagsýnn fslendingur velur praktískah\ m Komdu í nýjan og glæsilegan og fallegan bíl. Þess vegna eru gæði Mazda góður \ "Mltm Sn'íw9h ^azda h^a Brimbor9 kostur fyrir þig. Veldu þann sem þér líkar best. - 1 so a Uppgötvaðu nýja og betri þjónustu Mazda á fslandi. Veldu sportlega og praktíska hönnun. Núna Mazda3. Y Spurðu Mazda eigendur um þjónustu Brimborgar. Komdu í Brimborg og reynsluaktu Mazda3. Hippaball í Eyjum Andi hippatímabilsins ríkir í Vest- mannaeyjum þessa dagana þar sem Listahátíð hippans er haldin í sjötta skipti. Markmið hátíðarinnar er að varðveita þá listsköpun sem leystist úr læðingi á þessu tímabili blóma, friðar og ásta. í gær var til dæmis haldin nytjalistamarkaður og þjóðlagakvöld þar sem jafnt þekktir sem óþekktir listamenn komu fram. Hámarki nær hátíðin í kvöld með hippaballi í Höllinni. Hippa- bandið leikur fyrir dansi og verða ballgestir klæddi í anda blóma- tímans í víðum mussum og með blóm í hári. Operukórinn flytur Carmina Burana Um 140 listamenn taka þátt í flutningi Óperukórsins í Reykjavík á Carmina Burana eftir Carl Orff í Langholtskirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 17 og aftur kl. 20. Kórinn hefur fengið til liðs við sig slag- verksleikara Sinfóniuhljómsveitar fslands, Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna, unglingakór Söngskólans í Reykjavík og einsöngvarana Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur sópran, Þor- geir J. Andrésson tenór og Bergþór Pálsson barítón. Carmina Burana er eitt af vin- sælustu tónverkum samtímans og er byggt á kvæðasöfnum Búrans- klausturs frá því um 1300. Inngang- ur þess fjallar um örlagagyðjuna Fortúnu, drottningu heimsins, og um hverfulleika hamingjunnar. Fyrsti þáttur fjallar um vorið og feg- urð náttúrunnar, annar þáttur um gleði og drykkjusöngva á kránni og þriðji þáttur felur í sér tíu ástar- kvæði og eru sum þeirra æði djörf. Á morgun eru 70 ár frá því að Carmina Burana var frumflutt í Frankfurt am Main. Sérstakur heið- ursgestur á tónleikunum verður ekkja tónskáldsins Carls Orff, frú Liselotte Orff. Óperukórinn í Reykjavík hefur nokkrum sinnum áður flutt verkið Bergþór Pálsson Bergþór er einn þriggja einsöngvara sem koma fram með Óþeru- kórnum í uppfærslu hans á £ Carmina Burana. ýmist að hluta eða í heild og nýtur það sérstakra vinsælda meðal kór félaga.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.