blaðið


blaðið - 04.05.2007, Qupperneq 6

blaðið - 04.05.2007, Qupperneq 6
blaöiö 6 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 j Hætt við Merck Actavis hefur dregið sig út úr viðræðum um kaup á sam- heitalyfjahluta þýska lyfjarísans Merck. Ástæðan er sú að keppinautar hafa lagt inn hærri tilboð en Actavis er tilbúið til að greiða. Forstjórinn segir að samruninn hefði getað orðið góður kostur en fyrirtækið greiði ekki of hátt verð. BOLUNGARVÍK Fundur vegna fjöldauppsagna í Bolungarvík hafa menn áhyggjur af fjöldaupp- sögnum undanfarna mánuði og verður af þeim sökum haldinn borgarafundur á sunnudaginn í ráðhúsinu þar í bæ. Nýlega sagði Ratsjárstofnun upp sextán á Bolungarvík og Bakkavík 52 starfsmönnum. VORSKÝRSLA ASÍ Ójafnvægi og ójöfnuður Ójöfnuður hefur aukist þrátt fyrir verðmætaaukningu síðustu ára. Þetta kemur fram í vorskýrslu hagdeildar ASÍ sem nýlega kom út. Þar segir að ekki sé gert ráð fyrir harðri lendingu hagkerfisins í lok stóriðjuframkvæmda. Þó sé áhyggjuefni að ekkert augljóst jafnvægi sé i kortunum. Bogi Jonsson og Narumon Sawangj- thaim kona hans Segjast ekki fá atvinnu leyfi fyrir starfsmann sinn vegna hræðslu Vinnumálastofnunar við að játa mistök. Fær ekki atvinnuleyfi: Bogi hefur orðið af sjö milljónum Bogi Jónsson hefur reynt án ár- angurs í heilt ár að fá starfsleyfi fyrir Taílending sem hefur lært taílenskt nudd. Hann hefur aug- lýst eftir einstaklingi sem kann umrætt nudd á íslandi og á EES- svæðinu, en leitin hefur ekki skilað árangri. Nú hefur spa-að- staðan staðið tilbúin en ónotuð í hálft ár og má reikna með að Bogi hafi orðið af sjö og hálfri milljón af þeim sökum. „Mér sýnist aðalástæðan fyrir því að Vinnumálastofnun veitir ekki atvinnuleyfið vera sú að þeir höfðu áður neitað konu um leyfið sem hafði hlotið sömu menntun. Vinnumálastofnun sagði mér hins vegar að ég ætti bara að fá íslending með mér til Taílands og mennta hann þar.“ Hjá Vinnumálastofnun fengust þær upplýsingar að ástæða þess að konan fengi ekki atvinnuleyfi væri líklega sú að hún teldist ekki hafa sérþekkingu þar sem hún hafi ekki hlotið menntun hjá við- urkenndum háskóla. Síbrotamaður dæmd ur Maðurinn á langan sakaferi! að baki. Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms: Síbrotamaður fær fimm ára dóm Hæstiréttur dæmdi í gær 42 ára karlmann, Garðar Garðars- son, til fimm ára fangelsisvistar vegna ýmissa brota og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykja- víkur. Hann var sakfelldur fyrir nytjastuld, þjófnað, skjalafals, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. í dómsorði segir að við ákvörðun refsingar hafi meðal annars verið litið til langs sakaferils Garðars, ítrekunar, langrar brotahrinu, einbeitts brotavilja og þess að hann reyndi eftir fremsta megni að hylja slóð sína. Þá rauf hann með brotum sínum skilyrði reynslulausnar á eftirstöðvum níu hundruð daga refsingar samkvæmt eldri dómi og var hún tekin upp og dæmd með. Til frádráttar fimm ára dóm- inum kemur gæsluvarðhald sem hann hafði sætt, en hann var einnig sviptur ökuréttindum ævi- langt og gert að sæta upptöku fíkniefna og greiða tveimur að- ilum skaðabætur upp á samtals 430 þúsund krónur. Auglýsingasíminn er 510 3744 blaði Húsnæðislán í erlendri mynt Hafa aukist u 150 prósent Fela í sér töluverða áhættu Greiðslubyrði gæti hækkað mikið „Ef krónan veikist skyndilega gætu þeir sem eru með húsnæðislán í erlendri mynt farið að skulda í stað þess að eiga í húsnæðinu sínu,“ segir Már Mixa, sérfræðingur hjá NordVest verðbréfum, en í grein sem hann skrifar í Blaðið í dag kemur fram að erlendar lántökur heimilanna hafa aukist um 150 prósent á síðustu tólf mánuðum. Langstærstur hluti þeirra lána eru húsnæðislán. Már segir helstu ástæður þess- arar aukningar vera þær að krónan hafi verið sterk nær samfellt í fimm ár og það geri erlendar lántökur að mörgu leyti hagstæðari. Hann segir þó töluverða áhættu fólgna í því að vera með húsnæðis- lán í erlendum myntum, enda engar tryggingar fyrir áframhaldandi styrk krónunnar. „I dag er dollar- Eftir Þórð Snæ Júliusson thordur@bladid.net inn 64 krónur. Ef hann færi aftur í 80 krónur líkt og hann gerði tíma- bundið fyrir um ári þá myndi það þýða 25 prósenta aukningu á höf- uðstól láns í erlendri mynt. Þannig getum við ímyndað okkur einhvern sem kaupir húsnæði upp á 30 millj- ónir króna og tekur 90 prósenta hús- næðislán. Hann tekur helming láns- ins, þrettán og hálfa milljón króna, í erlendri mynt. Við þessa aukningu á einu ári hefur höfuðstóll lánsins hækkað um tæpar þrjár og hálfa milljón króna. Ruðningsáhrifin fara þá í hina áttina. Fólk virðist gleyma því ansi rösklega." Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræð- ingur hjá greiningardeild Kaup- þings, segir helstu ástæðurnar fyrir þessari auknu aðsókn í erlend lán vera þær breytingar sem hafa orðið á stöðu krónunnar á síðasta einu og hálfa ári og þær lánaaðstæður sem eru á íslenskum húsnæðismark- aði. „Það skapaðist betra tækifæri en áður til erlendrar lántöku þegar krónan féll haustið 2006. Svo hafa vaxtahækkanir Seðlabankans leitt til þess að verðtryggðir vextir eru komnir upp í um fimm prósent. Það eru aðallega þannig lán sem fólk er að taka í húsnæðislánum.“ Þórhallur segir erlendu mynt- körfulánin þó ekki henta öllum. „Þeir sem ráða til dæmis ekki við um tuttugu prósenta hækkun á greiðslubyrði sinni í einhvern tíma, eiga kannski ekki að vera að taka svona lán. Þeir sem hafa hins vegar meira svigrúm og ráða betur við sveiflur í greiðslubyrði, þeir geta komið mjög vel út úr svona lánum. Sérstaklega til lengri tíma litið. En greiningardeild Kaupþings hefur spáð því að krónan verði tiltölu- lega sterk áfram á allra næstu mán- uðum. Við teljum hins vegar að hún gæti gefið svolítið eftir á næsta ári og gæti þá veikst um allt að tíu prósent." Nýbyggingar Mikil aukning hefur orðið á húsnæðislántökum íerlendri mynt á síð- ustu tólf mánuðum. Fronsku forsetakosnmgarnar: Bayrou kýs ekki Sarkozy Miðjumaðurinn Francois Ba- yrou hefur sagt að hann ætli ekki að kjósa hægrimanninn Nicolas Sarkozy í síðari umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag- inn. Bayrou lét hafa þetta eftir sér eftir sjónvarpskappræður Sarkozy og Segolene Royal, forsetaefnis sósíalista, á miðvikudagskvöld en greindi þó ekki frá því hvort hann hygðist kjósa Royal eða skila auðu. Bæði Sarkozy og Royal segjast hafa haft sigur í kappræðunum, en talið er að rúmlega tuttugu milljónir manna hafi fylgst með þeim. Skoðanakönnun Opini- onway leiddi þó í ljós að talsvert fleirum hafi þótt Sarkozy meira sannfærandi í málflutningi sínum en Royal. Síðustukosningafundirframbjóð- endanna voru haldnir í gærkvöldi. Kosningafundur Royal var haldinn í borginni Lille, í norðurhluta lands- ins, en Sarkozy hélt til Montpellier í suðurhlutanum. Skoðanakannanir benda til að Sarkozy hafi verið að auka forskot á Royal. í nýrri skoð- anakönnun Ipsos sem birtist í gær sögðust 53,5 prósent aðspurðra ætla að greiða Sarkozy atkvæði sitt, en 46,5 prósent Royal. - )e- Sarkozy og Royal Skoðanakannanir benda til að Sarkozy hafi verið að auka forskot sitt á Royal.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.