blaðið - 26.05.2007, Síða 12

blaðið - 26.05.2007, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 blaðið Bandaríkin: Kynlífsfíkill lögsækir IBM Fyrrum starfsmaður IBM í Bandaríkjunum hefur krafið fyrirtækið um 5 milljónir dollara fyrir ólögmæta uppsögn. Hann hafði verið rekinn fyrir að eyða of miklum tíma á spjallsíðum fyrir fullorðna. Maðurinn segist vera kynlífsfíkill og telur að fyr- irtækið hefði frekar átt að veita honum aðstoð í stað þess að segja honum upp. írak: Sadr snýr aftur Róttæki sjítaklerkurinn Moqtada Sadr er kominn aftur fyrir sjónir almennings eftir að hafa farið huldu höfði frá því í janúar. Birtist hann í bænastund í bænum Kufa í austurhluta lands- ins, umkringdur lífvörðum og aðstoðarmönnum. Bandarískir embættismenn töldu að hann hefði farið í felur til írans þegar Bandaríkjaher gerði stórsókn gegn uppreisnar- hópi hans í ársbyrjun. Stuðnings- menn segja að hann hafi hins vegar aldrei farið úr landi. Fíkniefnaneysla reykvískra ungmenna minni en í mörgum Evrópskum borgum: Aðrar Evrópuþjóðir vilja læra af reynslu íslendinga ■ Ný tækni auðveldar dreifingu og framleiðslu ■ Keppnisandi hrekur krakka úr íþróttum Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Fikniefnaneysla ungmenna er minni í Reykjavík en í mörgum borgum Evrópu og vilja aðrar Evr- ópuþjóðir því sækja í reynslu íslend- inga af forvarnarmálum. Þetta kom fram á fundi á Bessastöðum sem efnt var til í því skyni að fylgja eftir forvarnardeginum sem haldinn var síðastliðið haust. Ýmsir sem unnið hafa að fíkniefnaforvörnum og rannsóknum tóku einnig til máls á fundinum og voru sammála um að samverustundir með fjölskyldunni væru besta forvörnin. Verkefnið Youth in Europe - A Drug Prevention Programme er sam- starfsverkefni 11 borga Evrópu um að vinna gegn fíkniefnaneyslu ung- menna. Forseti Islands er verndari verkefnisins og Actavis aðalstyrktar- aðili, en Reykjavíkurborg leiðir verk- efnið. Forsetinn sagði óhætt að full- yrða að sá árangur sem náðst hefði í forvarnarmálum hér á landi væri ástæða þess að aðrar Evrópuþjóðir líta til íslendinga í von um leiðbein- ingu um hvernig best sé að berjast gegn neyslu ungmenna. Forsetinn sagði að ný tækni geri baráttu gegn fíkniefnaneyslu erfið- ari og vandann umfangsmeiri. „Stór hluti þeirra fíkniefna sem seld eru í okkar heimshluta eru framleidd í hér með nýrri tækni sem gerir mönnum kleift að starfrækja litlar fíkniefnaverksmiðjur í gámum sem auðveldar þeim að fela þær. Og far- síminn gerir sölumönnum mun auðveldara að ná til krakkanna og skipuleggja sig þannig að þeir geti lagt net sitt með áhrifaríkari hætti en nokkru sinni fyrr Fram kom í máli þeirra Ingu Dóru Sigfúsdóttur og Álfgeirs Kristjáns- sonar, fræðimanna við Háskólann i Reykjavík, að rannsóknir þeirra og annarra fræðimanna sýni að sam- vera fjölskyldunnar sé áhrifaríkasta meðalið til að koma í veg fyrir að krakkar leiðist út í neyslu fíkniefna. Skiptir þá ekki endilega máli hvað sé gert, heldur er samveran sem slík mikilvægust. Fræðimennirnir kynntu einnig niðurstöður úr samræðum við ung- linga sem áttu sér stað á forvarnar- deginum í fyrra. Kom meðal annars fram í máli unglinganna að þau teldu sjálf samveru fjölskyldunnar mikilvæga, að þau söknuðu sam- ræðna við foreldra í stað ræðna, og að of mikill keppnisandi og skortur á fjölbrey tileika væru helstu ástæður þess að krakkar hætta oft í íþróttum þegar komið er á unglingsaldur. ... Séð yfir að Indriðastöðum. Lóðir fyrir fristunda- hús verða í brekkunum fyrír ofan bæinn og við golfvöllinn sem verður á túnunum við enda Skorradalsvatns. ÍS -

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.