blaðið

Ulloq

blaðið - 26.05.2007, Qupperneq 14

blaðið - 26.05.2007, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 blaöiö RÚSSLAND Pólitísk afskipti í dómskerfinu UTAN ÚR HEIMI Pólitísk afskipti í dómskerfinu hafa aukist í Argentínu og Rússlandi samkvæmt skýrslu Transparency interna- tional. Mútur eru algengar í Afríku, Suður-Ameríku og fyrrum Sovétlýðveldum. Afskiptin eru sögð koma í veg fyrir að borgarar fái sanngjörn og hlutlaus réttarhöld. INDLAND WL ] Reyndi að smygla 700 snákum í flugvél Maður var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Kaíró er hann reyndi að smygla 700 snákum um borð í flugvél á leið til Sádi-Arabíu. Snákarnir voru faldir í farangri og handfarangri mannsins. Snákar eru vinsæl gæludýr í Sádi-Arabíu og ætlaði hann að selja kvikindin þar í landi. Offita samfélagslegt vandamál Að minnsta kosti 750 þúsund Danir þjást af offitu og kostar það danskt þjóðfélag um 160 milljarða á ári. Kostnaðurinn er metinn út frá fjarveru frá vinnu, en þeir sem þjást af offitu missa oftar úr vinnu og fara fyrr af vinnumarkaðnum. Kína: Orðrómur um sýkta banana Orðrómur um sýkta banana fer nú eins og eldur í sinu um Kína. SMS-skeyti hafa verið notuð til að breiða út orðróm- inn, sem hefur komið illa niður á bananaræktendum í landinu. Bændur á Hainan-eyju segja að sögusagnirnar hafi kostað þá 2,6 milljónir dollara. Bananarnir eru sagðir inni- halda hina hættulegu HABL- veiru sem dregið hefur fjölda manns til dauða, einkum í Asíu. Heilbrigðisyfirvöld í Kína segja fréttirnar tilhæfulausar og að ekki eitt einasta tilvik hafi kom- ið upp. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem bananaræktendur frá Hainan verða fyrir barðinu á sögusögnum, en fyrr á árinu var því haldið fram að bananarnir væru krabbameinsvaldandi. Kárahnjúkar: Starfsmaður með berkla Portúgölsk kona, starfsmaður á Kárahnjúkum, hefur verið greind með berkla og er í ein- angrun á Landspítalanum. Vísir greinir frá því að konan hafi komið til landsins 4. febrúar en greinst fyrir nokkrum dögum. Hún var flutt til Reykjavíkur í vikunni en upplýsingar um líðan hennar hafa ekki fengist hjá Landspítalanum enda um trúnaðarupplýsingar að ræða. Kristrún Heimisdóttir: Aðstoðar Ingibjörgu Kristrún Heimisdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur ut- anríkisráðherra. Kristrún er lög- fræðingur að mennt og er 35 ára. Kristrún hefur m.a. starfað hjá LEX lögmannsstofu, verið lögfræðingur Samtaka iðnaðar- ins, framkvæmdastjóri Reykjavík- ur Akademíunnar, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og fréttamaður hjá RÚV. Hún hefur einnig sinnt kennslu við Háskól- ann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Kristrún á sæti í stjórnar- skrárnefnd og er varaþing- maður í Reykjavík suður. Blóðgjafi Við blóðgjöf safnast mikið af upplýsing- um sem ekki má nota nema að fengnu leyfi gjaf- ans, eða með leyfi Persónuverndar sem passar þá að gögnin séu ekki persónugreinanleg. Skikkaðir til að afhenda lífsýni: Grafið undan trúnaði læknis við sjúkling ■ Gerir söfnun lífsýna erfiöari ■ Brotið gegn siðareglum ■ Ekki gætt að friðhelgi Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Úrskurður Hæstaréttar um að nota skuli sýni úr Hermanni Jónassyni til að skera úr um hvort hann sé faðir Lúðvíks Gissurarsonar er líklegur til að vega verulega að því trúnaðar- sambandi sem nauðsynlegt er að ríki á milli sjúklings og læknis og gæti jafnvel skert traust almennings til vísindasamfélagsins almennt. Nota á sýnið í öðrum tilgangi en þeim sem gjafinn hafði í huga og jafnvel gegn hagsmunum hans og athæfið brýtur gegn almennri siðareglu um að sjúkragögn séu ekki notuð nema með upplýstu samþykki þess sem gögnin eru um. Einnig brýtur það gegn þeirri reglu að sýni séu eingöngu notuð í lækningaskyni fyrir gjafann, eða í ópersónugrein- anlegum vísindarannsóknum. „Hætta er á að vegið sé að því trúnaðarsambandi sem ríkir á milli þeirra sem eru að vinna með lífsýnin og lífsýnagjafanna. Það getur minnkað vilja fólks til að gefa sýni ef það á það á hættu að þau verði notuð gegn því síðar. Það eru miklir hagsmunir í húfi að þessi trúnaður sé ekki brot- inn,“ segir Jón Jóhannes Jónsson, læknir og yfirmaður erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala-háskólasjúkrahúss. Jón Jóhannes segir að auðvitað sé erfitt að meta hvort vitneskja um uppruna sinn eða hagsmunir vísindasamélagsins vegur þyngra. Almennt finnst honum þó að dóm- arar hafi ekki tekið tillit til hags- muna læknasamfélagsins í dómum sínum um afhendinga lífsýna. „Ég hef skoðað þessi lög og ég er ekki viss um þá túlkun að dómarinn geti fengið lífsýni afhent. Dómari getur dæmt að lífsýna skuli aflað, en það er annað mál hvort dómarinn getur skyldað stjórn lífsýnasafns til að láta sýnið af hendi. Þá þarf að huga alvarlega að afleiðingum þess fyrir safnið og möguleika vísindafólks til að afla sýna seinna meir.“ Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Is- lands, segir að hin almenna regla varðandi notkun sjúkragagna og söfnun gagnabanka sé sú að upp- lýsingar séu ekki notaðar nema að fengnu upplýstu samþykki þess sem gögnin eru um. „Þó er safnað miklu af gögnum úr þjónusturann- sóknum sem byggja á ætluðu sam- þykki, þannig að það er ekki alltaf farið fram á beint samþykki fólks." I slíkum tilvikum segir Salvör að afla verði samþykkis vísindasið- nefndar og Persónuverndar, sem Þetta erspuming virðingu iyrir hinum látna og aðstandendum hans Salvör Nordal, forstööu- maður Siðfræðistofn- unar Háskðla Islands. gæti þess að gögnin séu ekki per- sónugreinanleg og að friðhelgi ein- staklingsins sé ekki brotin. „Það er ljóst að það er til heilmikið af sjúkragögnum um látið fólk. Það er spurning um rétt og friðhelgi þess fólks. Auðvitað má segja að það dofni eitthvað yfir friðhelgi ein- staklings við lát hans. En þetta er spurning um virðingu fyrir hinum látna og aðstandendum hans,“ segir Salvör sem bendir ennfremur á að það þurfi ekki nema eitt svona dæmi til að grafa undan trausti al- mennings til vísindamanna. Jafnrétti í 100 stærstu fyrirtækjunum: Lítið sem ekkert hefur þokast Konur skipa 8 prósent stjórnarsæt- anna í 100 stærstu fyrirtækjum lands- ins eða 32 af 408 stjórnarsætum. Árið 2005 var hlutfall þeirra 12 prósent. Þetta er niðurstaða könnunar Rann- sóknaseturs vinnuréttar- og jafnrétt- ismála við Háskólann á Bifröst sem gerð var nú í apríl og mai. Konur eru 14 prósent æðstu stjórn- armanna fyrirtækjanna en árið 2005 var hlutfallþeirra um 10 prósent. Þriðj- ungur fyrirtækjanna er með skrif- lega jafnréttisáætlun. Engin kona er i stjórn 71 prósents fyrirtækjanna. „Þetta eru sama og engar breyt- ingar og það þarf virkilega að gefa í. Það er hægt að hafa þetta í huga eins og maður sá við skipan Samfylkingar- innar í ríkisstjórn," segir Elin Blöndal, forstöðumaðurRannsóknasetursins. Þaðþarfað gefaí Elín Blöndal, forstöðumaður Birting upplýsinga um jafnrétti í 100 stærstu fyrirtækjunum er liður í verkefninu jafnréttiskennitalan sem viðskiptaráðuney tið, Samtök atvinnu- lífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, jafnréttisráð og Jafnréttisstofa standa að. „Staðan er verst í karlagreinunum, i byggingariðnaði og slíku sem engan skyldi undra. Hún er betri í þjónustu- störfum þar sem konur eru fjölmenn- astar,“ tekur Elín fram.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.