blaðið - 26.05.2007, Page 24

blaðið - 26.05.2007, Page 24
blaðið LAUGARDAGUR26. MAI 2007 xm Fjölsótt kirkja með merka sögu menning@bladid.net 9¥\m wmM Kaupa kvikmyndarétt Djass í kvöld Djasstríó Esbjörns Svenssonar, eða E.S.T., frá Svíþjóð heldur sína aðra tónleika á Nasa í kvöld, en fyrri tónleikar sveitarinnar voru á sama stað í gærkvöldi. Tónleikarnir eru liður í Listahátíð í Reykjavík sem lýkur um helgina. 1 Unglingaleikrit Nokkrir nemendur í unglingadeild Digranesskóla hafa tekið sig til og samið og sett upp leikritið Eitthvað er í loftinu, sem verður sýnt í sal skólans á þriðjudagskvöld klukkan 20.30.1 leikritinu eru flutt nokkur lög eftir hljómsveitina Á móti sól. Reykjavík Films hefur nú undir- ritað samning við Viktor Arnar Ingólfsson og Eddu útgáfu um kvikmyndaréttinn að bókinni Aft- ureldingu, en til stendur að þróa þáttaröð fyrir sjónvarp úr bókinni sem fjallar um æsilega viðureign lögreglu og raðmorðingja. Viktor er einn vinsælasti spennu- sagnahöfundur landsins, en fyrsta bók hans, Engin spor, var fyrsta íslenska glæpasagan sem tilnefnd var til Norrænu glæpa- sagnaverðlaunanna. Goðsögnin Kjarval Einar Garibaldi Eiríksson verður með sýningarstjóraspjall á Kjar- valsstöðum á morgun, sunnu- daginn 27. maí klukkan 15. Á sýningunni K-þátturinn - Málarinn Jóhannes S. Kjarval leitast sýning- arstjórinn Einar Garibaldi við að svipta hulunni af goðsögninni Kjar- val og hleypa áhorfandanum beint að verkum meistarans. Að sögn Einars eru verk Kjarvals á þessari sýningu tekin til endurskoðunar án listfræðilegra útskýringa, stað- reynda um lífshlaup hans, lýsinga á líkamsburðum eða sögum af sérstæðu lundarfari hans. Einar Garibaldi býður gestum að ganga með sér um sýninguna þar sem hann leitast við að láta rödd Kjar- vals hljóma beint til áhorfenda. Einnig stendur yfir hönnunarsýn- ingin Magma/Kvika á Kjarvals- stöðum sem upplagt er að skoða í leiðinni. Óperan Hel Menningarfélagið Hr. Níels og Landsbankinn hafa gert með sér samning um gerð óperu eftir sögu Sigurðar Nordal, Hel. Sviðslistahópurinn Hr. Níels samanstendur af Ingólfi Níelsi Árnasyni óperuleikstjóra, Sigurði Sævarssyni tónskáldi, Sigurði Eyberg Jóhannessyni handritshöf- undi og Siguringa Sigurjónssyni, handritshöfundi og framkvæmda- stjóra. Samningur hópsins við Landsbankann var undirritaður í aðalbanka Landsbankans við Austurstræti á uppstigningardag og fluttu Ágúst Olafsson barítón og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran brot úr óperunni við góðar undirtektir gesta. Mynd/Guímundur Rúnor Krýsuvíkurkirkja Kirkjan lætur ekki mikið yfir sér en þykir afar heill- andi í einfaldleik sínum. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Sérstök hátíðarmessa verður hald- in í Krýsuvíkurkirkju á hvítasunnu- dag klukkan 14, en tilefhið er 150 ára afmæli kirkjunnar. Afar vönd- uð dagskrá verður í messunni sem og í messukaffinu í Sveinshúsi í Krýsuvík að henni lokinni, en sæta- ferð verður frá Hafnarfjarðarkirkju klukkan 12:45. Séra Gunnþór Ingason, sóknar- prestur í Hafnarfjarðarkirkju, er umsjónarmaður helgihalds í Krýsu- víkurkirkju og mun þjóna í afmæl- ismessunni ásamt séra Þórhalli Heimissyni, sr. Þórhildi Ólafs og dr. Gunnari Kristjánssyni prófasti sem prédikar. „Það verður mjög falleg dagskrá," segir Gunnþór. „Frum- flutt verður magnað ljóð sem Matt- hías Johannessen hefur ort af þessu merka tilefni. Atli Heimir Sveins- son hefur samið tónlist við það en hann semur einnig tónlist við messuliði. Krýsuvík er forn kirkju- staður. Áður fyrr var kirkjan nær ströndinni, en í kjölfar eldgosa var kirkjustaðurinn færður til. Núver- andi kirkja var byggð árið 1857, og um tíma var þarna blómleg byggð með einum 18 reisulegum bæjum, sem síðar lögðust af. Árið 1929 var kirkjan aflögð sem helgidóm- ur, en um miðja öldina kom fram merkur maður, Björn Jóhannesson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, og lagði eigið aflafé í að lagfæra og endurreisa kirkjuna. Hún var síðan endurvígð árið 1964 af herra Sigurbirni Einarssyni bisk- upi en ekkert varð um reglulegt helgihald í kjölfarið, líkast til vegna þess að Björn lést skömmu síðar. En kirkjan eignaðist síðar annan góð- an bandamann sem vildi aftur gera hana að virkum helgidómi. List- málarinn Sveinn Björnsson tengd- ist Krýsuvík náið og lét sig varða kirkjuna og vildi taka upp merki Björns sem hann mat mikils. Þegar Sveinn var orðinn alvarlega veikur af krabbameini gerðist ýmislegt og meðal annars gerði Erlendur, sonur Sveins, kvikmynd um föður sinn sem nefnist „Málarinn og sálm- urinn hans um litinn”. Þar koma glöggt fram tilfinningar Sveins gagnvart kirkjunni, og í myndinni málar hann sérstaka altaristöflu fyrir Krýsuvíkurkirkju, en á sama tíma sendi hann ítrekað til mín og sóknarnefndar Hafnarfjarðar- kirkju óskir um að helgihald hæfist þar að nýju. í því skyni gaf hann kirkjunni þessa altaristöflu. Sveinn var síðan jarðsettur í garði kirkj- unnar vorið 1997 og í framhaldi af því blessaði ég altaristöfluna og síð- ar um haustið var messað á ný eftir langan tíma í Krýsuvíkurkirkju," út- skýrir Gunnþór. Áltaristaflan er höfð í vörslu Hafn- arfjarðarkirkju á veturna og flutt í Krýsuvíkurkirkju fyrir vormessu þar, sem jafnan fér fram á tímabil- inu frá uppstigningardegi og fram að hvítasunnu. „Auðvitað er kirkj- an líka opin að vetri til þó svo að þá fari ekki fram eiginlegt helgihald þar. Þetta er ein fjölsóttasta kirkja landsins og traffíkin þangað er jafnan mikil á sumrin. Heilu gesta- bækurnar fyllast hvað eftir annað enda hafa þúsundir manna skrifað í þær nafn sitt og margir þeirra lát- ið fallegan vitnisburð fylgja. Ég hef óskaplega gaman af því að skoða það sem fólk hefur skrifað í þær á tugum tungumála, til dæmis kínversku, færeysku, japönsku og finnsku,” segir Gunnþór og bætir því við að gestabækurnar staðfesti það hvað kirkjan er heillandi í ein- faldleik sínum. „Hún lætur ekki mikið yfir sér svona þegar maður sér hana að utan en um leið og mað- ur kemur þarna inn er eins og mað- ur finni fyrir mjög góðum andblæ og það er nokkuð sem allir tjá sig um. Ég held að kjarni trúarinnar komi alveg sérstaklega vel fram í þessari litlu kirkju." Vor- og haustmessur eru fastir liðir í helgihaldi kirkjunnar en þar fara einnig fram fleiri athafn- ir. „Hún er nú lifandi helgidómur og þar fara fram giftingar og fleiri kirkjuathafnir, auk þess sem stund- um hefur messum verið fjölgað K' * t* 1 þar, eins og t.d. árið 2000 þegar Kristnihátíð fór fram. Krýsuvík- urkirkja heyrir nú undir Þjóð- minjasafn íslands sem lilúir vel að henni, tjargar hana og sinnir almennu viðhaldi og mun vænt- anlega brátt gera það enn betur,“ segir Gunnþór að lokum. Orlög Miniks Kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs var opnuð í gær og stendur til 28. maí. Opnunarmynd hátíðarinnar var heimildarmynd- in „The Price of the Pole“ eftir Staffan Julén. Staffan er sérstakur gestur hátíðarinnar ásamt sögu- manni myndarinnar, Robert E. Pe- ary II, barnabarni hins fræga land- könnuðar Roberts E. Pearys sem fyrstur manna steig fæti á norður- pólinn. Myndin verður aftur sýnd í Tjarnarbíói á morgun, sunnudag, klukkan 15:30. Hér er á ferðinni heimildar- kvikmynd um feril Pearys, sem var þekktur fyrir þráhyggju sína. Hann dvaldist í 23 ár á norður- slóðum í tilraunum sínum til að verða fyrstur manna til að komast á norðurpólinn. Hann ferðaðist á milli tveggja heima; milli þess sem hann dvaldist meðal brodd- borgara í New York bjó hann á norðurhluta Grænlands þar sem hann giftist inúítakonu með leynd. Stuðningsaðilar Pearys þrýstu á um að hann færði þeim dýrgripi úr norðrinu og hann brá á það ráð að flytja sex inúíta til Náttúru- gripasafns í New York. Allir inúít- arnir dóu á skömmum tíma nema einn drengur, hinn sex ára gamli Minik.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.