blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 35

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 35
blaðið LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 35 Islendingar hafa fengið nýja ríkisstjórn, Þingvallastjórnina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, verður utanríkisráðherra í þeirri stjórn. Oft hefur verið haft á orði að ekki sé heppilegt fyrir for- mann stjórnmálaflokks að taka að sér embætti utanríkisráðherra þar sem hætta sé á að hann missi tengsl við eigin flokk. Ingibjörg Sólrún seg- ist alls ekki óttast að svo fari. „Ég hugsaði reyndar um þessi orð en staðreyndin er sú að allir ráð- herrar eru mikið á faraldsfæti þar sem alþjóðleg samskipti eru orðin ríkur þáttur í starfi þeirra," segir Ingi- björg Sólrún. „Þar að auki eru skilin milli alþjóðamála og innanlands- mála minni en nokkru sinni. Ég hef mikinn áhuga á málaflokknum og hef alltaf haft. Mig langar að sinna þessum málum og tel mig geta gert það vel. Þess vegna varð þetta ráðu- neyti fyrir valinu." Hvaða mál viltu leggja megin- áherslu á sem utanríkisráðherra? „Nú eru nýir tímar í alþjóðamálum íslendinga, enginn getur neitað því, og þá skiptir öllu máli að skil- greina stöðu og rödd íslands rétt og skynsamlega. Það skiptir okkur gríð- arlega miklu máli að fylgjast með þróun mála í Evrópu og við verðum alltaf að vera á vaktinni varðandi stöðu okkar og möguleika. fsland er smáríki og ef við fylgjumst ekki vel með þróun mála á alþjóðavísu þá getum við farið að dragast aftur úr innanlands. ísland getur látið mjög til sín taka. í loftslagsmálum eigum við til dæmis að vera í forystu og verndun hafsins er mál sem við eigum að sinna mjög vel. Sjálf er ég virk í samstarfi for- manna norrænu jafnaðarflokkanna um loftslagsmál og mun nýta það vel. Ég held líka að í ljósi þess að við erum herlaus þjóð þá getum við látið meira að okkur kveða á alþjóðavett- vangi í friðarmálum og mannrétt- indamálum. Ég hef mikinn áhuga á framþróun mannverndarhugtaks- ins í alþjóðalögum og -samskiptum og mannhelginni sem slíkri. Það er mikilvægt að þjóðir heims móti stefnu um það hvernig þær láta sig mannhelgi fólks varða og beiti ekki ríksvaldi gegn eigin þegnum.“ Get tekið fast á móti Morgunblaðið hefur efast um heilindi Samfylkingar í þessu rík- isstjórnarsamstarfi ogsegir að það sé hcetta á að þú sprengir stjórnina á miðju kjörtímabili og myndir vinstri stjórn til að verða forsœtis- ráðherra. Hverju svararðu þessu? „Þegar fólk gengur til ríkisstjórn- arsamstarfs verður það að byggja á fullum heilindum. Ég gæti alveg eins átt á hættu að Geir Haarde nái saman við Vinstri græna eða Framsókn en það er ekki hægt að vera með það í bakhöfðinu að hinn aðilinn ætli að svíkjast aftan að manni. Það væri eins og að ganga í hjónaband og vera sífellt að velta því fyrir sér hvort mak- inn muni halda framhjá manni við fyrsta hentugleika. Maður stofnar ekki til sambands á slíkum grund- velli. Ég held að ég geti fullyrt að ég sé mjög trygglynd og trú fólki sem á annað borð setur traust sitt á mig. Ég held að Morgunblaðið hafi enga ástæðu til að tala með þessum hætti og skil ekki af hverju menn á þeim bæ leggja málin svona upp.“ Hefurðu einhverja skýringu á því afhverju Morgunblaðið skrifar á þennan hátt? „Ég hef enga skýringu á því og nenni ekki að velta því fyrir mér lengur.“ Afhverju heldurðu að þúfarir í taugarnar á sumum? Erþað afþví að þú ert kona sem hefur metnað í pólitík og virkar oft sem töffari? „Ég er þeirrar gerðar að ég geld alltaf gott með góðu. En ef farið er illa að mér get ég tekið fast á móti. Það getur vel verið að einhverjum þyki ég ekki nógu auðsveip kona en þannig er bara ekki mitt geðslag. Ég verð bara að búa við það og hinir líka.“ „Það var mjög mikilvægt í mínum huga að Samfylkingin ætti þess kost að ég yrði forsætisráðherra. Mjög margar konur hefðu viljað sjá það gerast því þá væri verið að rjúfa ákveðinn múr sem skiptir málifyrir þróun jafn- réttis og jafnræðis í samfélaginu." Að rjúfa múrinn Hversu mikilvægt er það í þínum huga að verða forsætisráð- herra og þar með fyrsta konan á íslandi sem gegnir því embætti? Er ekki bara mjög eðlilegt að það sé eitt af markmiðum þtnum sem stjórnmálamanns? „Það var mjög mikilvægt í mínum huga að Samfylkingin ætti þess kost að ég yrði forsætisráðherra. Mjög margar konur hefðu viljað sjá það gerast því þá væri verið að rjúfa ákveðinn múr sem skiptir máli fyrir þróun jafnréttis og jafnræðis í samfélaginu. Það er líka eðlilegt að ég sem formaður í stjórnmála- flokki, sem er kominn með þessa stærð, stefni að því að hann geti verið í forystu í ríkisstjórn. Þess vegna hlaut ég að leggja áherslu á það, eins og ég gerði, bæði fyrir og eftir kosningar að flokkurinn næði slíkri stöðu. Ég hef hins vegar enga löngun til þess að vera í forystu í ríkisstjórn bara til að vera í forystu og vera kannski með illa starfandi ríkisstjórn sem ég hefði ekki trú á að næði fram mikilvægum málum vegna innbyrðis sundurlyndis. Þá finnst mér betur heima setið en af stað farið." Er þá alveg Ijóst í þinum huga að þrátt fyrir það sem Vinstri grænir og Framsókn segja núna um að þeir hafi vel getað hugsað sér vinstri stjórn þá hafi það aldrei verið raunhæfur möguleiki vegna innri átaka milli flokkanna? „Því miður varð sífellt augljósara að þessir flokkar, VG og Framsókn, gætu ekki náð að starfa saman í sæmilegri sátt. Þetta kom bæði fram í aðdraganda kosninga og eftir kosningar. Eg hefði kosið að svo hefði orðið. Samfylkingin var með tengsl til sjálfstæðismanna, fram- sóknarmanna og vinstri grænna því auðvitað verður alltaf að leggja mat á möguleikana sem eru í stöðunni. Dagana eftir kosningar fannst mér blasa við að ekki væri vilji til staðar hjá þessum tveimur flokkum og sér- staklega ekki hjá Vinstri grænum. Framsóknarmenn eru vanir að vera í stjórn og þeir vita hvað því fylgir en vinstri grænir eru það ekki og mér fannst ekki vera neinn vilji hjá þeim til að starfa með Framsókn. Ég er ekki með nein brigslyrði í garð vinstri grænna vegna þess. Það er allt í lagi að þeir hafi þetta sjónarmið en þá mega menn ekki ásaka aðra um óheilindi eða sviksemi. Vinstri grænir verða að axla þá ábyrgð að þetta vildu þeir.“ Ef ríkisstjórnin heldur velli eftir fjögur ár viltu þá fara i vinstri stjórn? „Það er útilokað að segja til um það á þessum tímapunkti. Það fer eftir þvi hvernig þetta ríkisstjórnar- samstarf þróast og hversu miklum árangri við náum.“ Jafnræði milli flokkanna Reynslan virðist sú að tninni flokkar líðafyrir samstarf við Sjálf stæðisflokkinn. Þarf Samfylkingin ekki að vera vakandi fyrir þeirri hœttu? „Samfylkingin þarf að vera vakandi fyrir þessu og Sjálfstæðisflokkurinn sömuleiðis. Það er ekki gott fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að það verði hið við- tekna viðhorf að hann nagi alla sam- starfsflokka inn að beini. Þá verður samstarf við Sjálfstæðisflokk víti til að varast. Það er mikilvægt að það sé jafnræði og jafnvægi milli þessara flokka og að annar flokkurinn gjaldi ekki samstarfsins við hinn. Á þetta reynir núna.“ Óttastu ekki að þetta muni gerast? „Nei, við erum vel undir þetta sam- starf búin. Við höfum unnið gríðar- lega mikla stefnumótunarvinnu og erum búin að rótfesta okkur í jafnað- arstefnunni. Það tók tíma fyrir Sam- fylkinguna að þróa nútímalega jafn- aðarstefnu. Nú hefur okkur tekist það. Við höfum sjálfstraust og erum bjartsýn og ég trúi því að þetta sam- starf muni ganga vel.“ Framhald á næstu síðu » Láttu drauminn rcetast frábcer sumartilboð á rúmum & svefnsófum Karolin tungusvefnsófi Karolin 3ja sæta svefnsófi •i«** Q R Q O co O £ £ Electai20x200 60.570 áöur 67.300,- Suprima 90x200crn 33.280,- áöur 41.600,- 1 20x200cm 42.400,- áður 53.000,- 1 40x200cm 49.360,- áður 61.700 - Opiö virka daga 10 til 18 laugadaga 11 til 16 HÚSGAGN.AVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KOP S : 5 8 7 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG IHÚSGAGNAVAL, HÓFN S: 478 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.