blaðið - 26.05.2007, Side 44

blaðið - 26.05.2007, Side 44
Fjölbreytt afmælis- dagskrá Laugardaginn 26. maí eru liðin 100 árfrá því Kleppsspítali tók til starfa og af því tilefni verður fjölbreytt afmælisdagskrá fyrir almenning við Kleppsspítala. Al- menningi verður boðið að koma og skoða starfsemina og einnig að skoða unglingageðdeild BUGL við Dalbraut, meðferðarheimilið Laug- arási 71 og deild 28 í Hátúni 10a. Ljósmyndasýning Lokasýning nemenda Ljósmynda- skóla Sissu verður á laugardaginn 26. maí klukkan 16:00 að Hólma- slóð 6 en í ár útskrifast 16 nem- endur frá Ljósmyndaskólanum. Undanfarin ár hefur sýningin verið vel sótt og nemendur hafa lagt hart að sér að gera sýning- una sem glæsilegasta. Sýningin stendurtil 3. júní, er opin alla daga frá kl. 14-19 og aðgangseyrir er ókeypis. Sterkur, sterkari, sterkastur Keppnin um sterkasta mann íslands fer fram í Vetrargarðinum í Smáralind laugardaginn 26. maí. Keppnin hefst klukkan 14:00 og aðgangur er ókeypis. Dýrin í Hálsaskógi sýnd í Elliðaárdal: Dýrin í Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu Guömundsd. svanhvit@bladid.net Leikhópurinn Lotta mun frumsýna barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi í Elliðaárdalnum á hvítasunnudag. Boðið verður upp á tvær sýningar, kl. 14 og 16. Bylgja Ægisdóttir er í leikhópnum Lottu en hún segir að sýningin sé skemmtileg fjölskyldu- sýning sem allir ættu að hafa gam- an af. „Þetta er skemmtileg og litskrúðug sýning með skemmtileg- um búningum. Við verðum með einhverja leikmuni en ekki marga. Leikararnir eru í mikilli nálægð við áhorfendur sem er skemmtilegt fyrir börnin auk þess sem þau geta hitt dýrin eftir á. Það má því segja að þetta sé hálfgert ævintýri fyrir börnin,“ segir Bylgja og bætir við að vitanlega sé sýningin líka sérstök vegna þess að hún er utandyra. „Það er mjög skemmtilegt að leika úti og að upplifa leikritið úti við. Þetta er einhvern veginn allt öðruvísi og allt önnur stemning að vera úti í skógi, hafa það huggulegt með teppi og sjá dýrin í sínu villta umhverfi.“ „Leikaramir em í mikilli ná- lægö við áhorfendur sem er skemmtilegt fyrir bömin auk þess sem þau geta hitt dýrin eftir á.“ Mikið æft undanfarið Leikhópurinn Lotta var stofnað- ur síðastliðið haust og í honum er hópur áhugaleikara. Bylgja segir að ákvörðunin um að setja upp Dýrin í Hálsaskógi í sumar hafi verið tekin við stofnun leikhópsins. „Flest okk- ar hafa verið í áhugaleikfélögum í dágóðan tíma og okkur langaði að gera meira úr þessu. Það er ekki mikil starfsemi hjá áhugaleikfélög- sínu villta umhverfi Bylgja Ægisdóttir: „Þetta erein- hvern veginn allt öðruvísi og allt önnur stemning að vera úti ískógi, hafa það huggulegt meö teppi og sjá dýrin í sínu villta umhverfi." um á sumrin og okkur langaði að gera eitthvað á okkar eigin forsend- um og eftir okkar eigin höfði. Það er ekki verra að okkur finnst mjög gaman að vera saman,“ segir Bylgja og hlær. „Við höfum verið að æfa mikið síðastliðinn mánuð, síðan það varð minna að gera hjá áhuga- leikfélögunum. Utan þess höfum við hist reglulega í vetur til að skipu- leggja sýninguna og undirbúa." Útumalltland Þeir sem missa af sýningunum á sunnudag þurfa ekki að örvænta þar sem leikritið verður sýnt á sama stað á hverjum miðvikudegi í sumar. „Við verðum víða í sumar, á ýmsum hátíðum úti á landi auk þess sem mörg fyrirtæki hafa bókað okkur á fyrirtækisskemmtanir. Það verður því nóg að gera,“ segir Bylgja sem hefur verið að leika í nokkur ár. „Ég hef leikið í áhugafélögum í nokkur ár auk þess að sækja námskeið og sumarskóla í leiklist. Svo er ég á leiðinni til London í leiklistarskóla í haust.“ Miðinn á Dýrin í Hálsa- skógi kostar 1.500 krónur fyrir full- orðna en 1.000 krónur fyrir börn sem eru í fylgd með fullorðnum. Það er hægt að kaupa miða á staðn- um, í síma 699-3993 eða á síðunni www.123.is/dyrinihalsaskogi. lotrto.ls • __ Partí Hressilegt hvita- .... _ sunnuparti verður á Nasa ...........á sunnudagskvöldið þar • • • Serr. Exos kemur medaí annarsfram. Ekta hvitasunnupartí Það er af nógu að taka um hvíta- sunnuhelgina enda virðist sem eitt- hvað sé að gerast í hverju skúmaskoti. Á Nasa verður glæsilegt hvítasunnu- partí þar sem Exos og Plugg' d koma fram en Exos og Plugg'd eru tvö af ferskustu nöfnunum í íslensku dans- senunni. Plugg'd verða með lifandi tónlist og með þeim koma fram tveir erlendir bongótrommarar til að slá taktinn. Plugg'd samanstend- ur af þremur plötusnúðum og tón- listarmönnum sem hafa gert hvern smellinn á fætur öðrum. Mikil reynsla Exos, eða Arnviður Snorrason, er maðurinn á bak við útvarpsþáttinn Techno.is og hefur gefið út 13 smá- skífur og þrjár breiðskífur ásamt alls kyns endurhljóðblöndunum. Allir hafa þessir menn mikla reynslu og ættu því að geta tryllt lýðinn á Nasa næstkomandi sunnudagskvöld. Her- legheitin hefjast kl. 23:00 og standa fram á nótt. Fyrstu 100 gestirnir fá mixdiska frá strákunum í Plugg'd en forsala er hafin í versluninni All Saints í Kringlunni. Miðinn kostar 1000 krónur.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.