Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 2
U-BEYGJU I UMRÆDUIMA!
t r
ondLSuS
KVENKYNS TIMARIT
22. tbl. juní 2005
RITSTJÓRN
Steinunn Helga Jakobsdóttir
Hrefna Björk Sverrisdóttir
Erna María Prastardóttir
UPPLÝSINGAR VARÐANDI EFNI
Steinunn Jakobsdóttir
steinunn@ordlaus.is
S: 822 2987
AUGLÝSINGAR
Hrefna Björk Sverrisdóttir
hrefna@ordlaus.is
S: 822 2986
FJÁRMÁL
Hrefna Björk Sverrisdóttir
hrefna@ordlaus.is
s: 822 2986
HÖNNUN& UMBROT
Steinar Pálsson / Sharq
ÚTGEFANDI
Ár og dagur ehf.
Beejarlind 14-16
201 Kópavogur
S: 510-3700
www.ordlaus.is
FORSÍÐUMYND
Suzy & Elvis
Förðun og hár: Sóley Ástudottir
FORSÍÐUANDLIT:
Anna Kristín
MYNDIR
Gúndi
Atli - www.at.is
Ester
Ásta
Neto
PRENTSMIÐJA
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Upplag: 25.000
PENNAR
Björn Bragi
Egíll Harðar.
Erna María Þrastardóttir
Haukur S. Magnússon
Hrefna Björk Sverrisdottir
Jóhanna Sveinsdóttir
Kristin Soffía Jónsdóttir
Magnús Björn Ólafsson
Margrét Hugrún
Snorri Hergill
Steinunn Jakobsdóttir
Sunna Dís Másdóttir
... og fleiri nafnlausir.
PRÓFARKALESTUR
Morgunblaðið
Það er greinilega mikið af fólki hér á landi sem hefur skoðanir. Sterk-
ar skoðanir. Aldrei hefur verið jafn mikið úrval af fjölmiðlum á land-
inu af öllum stærðum og gerðum með aragrúa manns í fullri vinnu
við að færa almenningi fréttir og skemmtiefni. Öll þessi afþreying er
þó komin niður á hættulega lágt plan því að með öllu flóðinu hefur
fólk vart tíma til að hugsa um annað en það sem sett er beint fyrir
framan nefið á því. Ef fréttirnar eða þættirnir eru ekki nógu krass-
andi virðast lesendur og áhorfendur fljótt missa áhugann á þvi sem
þeir eru mataðir af og mikilvæg málefni fá því lítið meira en nokkra dálksentimetra
eða örfáar minútur í útsendingu.Verðugri efni komast ekki inn i uppfullt höfuðið sem
getur ekki annað en lokað sig af í rafmagnslausu herbergi ef það vill sleppa undan
áreitinu.
Það eru endalaust ný fórnarlömb á milli tannanna á fólki sem týnir sér í orðagjálfr-
inu og tortryggninni sem fylla öll skot þjóðfélagsins. Einstaka persónur virðast skipta
meira máli en málefni í umræðu kaffihúsanna þar sem menn keppast um að vera fyrst-
ir með subbulegar fréttirnar. Ég las eitt sinn að leyndardómurinn á bak við farsælan
fjölmiðil væri að gera lesendur það reiða að þeir endi með að skrifa hálft blaðið. Það
virðast fleiri hafa lesið þetta en ég. Fjölmiðlamarkaðurinn i dag er yndisleg flóra fyrir
kjaftaskúma landsins sem þyrstir í að vita meira en næsti maður og allir vilja tjá sig um
Jón og Gunnu, sama hvort þeir hafi eitthvað að segja eða ekki. Færri skeyta sig um þó
um þá sem eru virkilega fórnarlömb þessa samfélags. Fáeinar hræður mótmæla þegar
þeim misbýður vanræksla og afskiptaleysi stjórnvalda. Fáeinar hræður taka upp hansk-
ann fyrir þá sem verða fyrir ofbeldi, niðurlægingu og harðræði, þá sem verða að horfa
upp á ofbeldismenn og nauðgara labba út í sólina eftir stutta dvöl í Héraðsdómi. Það
eru færri sem nenna að velta sér upp úr óláni þeirra.
Afhverju breytum við ekki aðeins stefnunni og notum þá krafta sem virðast liggja í
þessu samfélagi í eitthvað gagnlegra og uppbyggilegra en að vasast í annarra manna
einkamálum og grafa upp skít sem kemur engum við? Afhverju ekki að nýta orkuna í
að ræða um hluti sem skipta einhverju máli i stað þess að týnast í ómerkilegri umræðu
liðandi stundar. Er ekki betra að mótmæla því sem búið er að naga þjóðfélagið í lengri
tíma i stað þess að standa afskiptalaus þegar þörf er á? Er ekki betra að vera svolítið
frumleg og eyða tímanum í að kafa ofan í alvöru mál og grafa í þeim skít, svikum og
prettum sem skipta samfélagið í raun einhverju máli?
Steinunn Jakobsdóttir
EFHIISYFIRLIT
12 Stílflokkar
16 Barði í Bang Gang
18 Hollywood
24-26 Siggi - Hjálmar
28 Quiz - ertu snobbuð
36 Hönnun
42 Fólkið
.... og svo mikið, mikið meira!