Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 18

Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 18
PENINGAR, PENINGAR OG Jay Leno er fyrsti maöurinn í heiminum sem eignaöist þessa glæsikerru sem kostar litlar 40 milljónir. 18 Þegar þú getur ekki talið peningana þína, í hvað eyðir þú þeim þá? Eitt er víst að það er alltaf nóg til af vitleysu til að eyða í, enda eru stjörnurnar ekki í neinum vandræðum með að eyða milljónum á einu augnabliki. Ef þú, kæri lesandi, átt meiri peninga en GUÐ þá gætir þú fundið eitthvað hér fyrir neðan til að eyða þeim í. TRYGGINGAR Hvað myndi gerast ef Elton John myndi missa röddina eða David Beckham myndi missa fótinn? Jú, hvað haldið þið.... þeir fá meiri peninga. Það eru nefnilega allir í Holly- wood tryggðir fyrir mikilvægustu likams- pörtum sínum. HEIDI KLUM - Hún lét tryggja leggina sína fyrir 130 milljónir króna. DAVID BECKHAM - Fæturnir á honum eru tryggðir fyrir hvorki meira né minna en 4,5 milljarða, enda fyrir- vinna fótboltakappans. BRUCE SPRINGSTEEN - Hann verður ekki blankur ef söngferillinn fer í vaskinn því röddin á honum er tryggð fyrir 325 milljónir. JENNIFER LOPEZ - Hún er drottning trygginganna en hún tryggði rassinn á sér fyrir 65 milljarða ís- lenskra króna. Leggirnir á Heidi Klum eru tryggðir á 130 milljónir. FARARTÆKI Þegar kemur að því að komast á milli staða vilja stjörnurnar alltaf eiga það besta af því besta. Það er ekkert sem stendur í vegi fyr- ir þeim og hefur til dæmis Puff Daddy leigt Concorde-þotu til að komast á fund. Hér eru nokkur af flottustu farartækjum fræga fólksins. STEVE FOSSET - Gibbs Aquada er bíll sem breytist í bát á aðeins 10 sekúndum og hann kemst í 160 km hraða á landi og 50 km hraða á sjó. Fyrsti maðurinn til að eignast slíkan bíl var eigandi Virgin, Steve Fossett. Gripurinn kostar þó Steve Fosset var fyrsti eigandi þessa undrabíls sem breytist í bát á 10 sekúndum. ekki nema fimm milljónir króna. DONALD TRUMP - Einkaþotan hans kostar litlar 780 milljónir. Innréttingarnar eru ekki af verri endanum en það er gull í sætisbeltunum, vaskinum, borðunum og reyndar næstum því I öllum innréttingum. Það kostar síðan 140 milljónir á ári fyrir Trump að eiga flugvélina og þá er bensínkostnaður ekki með talinn. Hann á líka þyrlu og þarf því ekki nema að smella fingri og þá er hann lagður af stað á milli landa, enda er maðurinn alls staðar. JAY LENO - Spjallþáttastjórnandinn hefur lengi verið þekktur fyrir að vera bílasafnari en nýlega bættist bíll í safnið sem var sá eini sinnar teg- undar, Madaren SLR frá Mercedes. Jay var sá fyrsti í heiminum sem fékk þennan bíl en gripurinn kostar40 milljónir. JOHN TRAVOLTA - Hús leikarans er byggt alveg við hlið flug- brautar þannig að hann geti labbað beint út í flugvél. Travolta er sá eini sem á Boing 747 sem einkaþotu en hann ersjálfurflugmaður. Þetta er þó ekki eina flugvélin hans því hann á fjögur stykki og er með flugáhöfn í fullri vinnu allan ársins hring. Hann krefst þess að áhöfnin sé alltaf klædd upp í búninga frá 1960 en hann mun hafa mikið dálæti af þeim tíma. FATNAÐUR Fötin skapa manninn segir gamall málsháttur en þegar kemur að ríka liðinu er jafn mikilvægt að klæða sig rétt eins og að sofa og borða. Stjörnurnar versla í dýrustu og flottustu búðunum og oftar en ekki klæðast þær flíkum sem eru ekki fáanlegar heldur sérsaumaðar á þær... SALLY HERSHBERGER - Hún er hárgreiðslukona sem saumar gallabuxur undir nafninu Shagg. Þetta eru ekki venjulegar gallabuxur því hún lofar því að rassinn á þér verði lítill og flottur í þeim. Buxurnar kosta 70.000 kr. og viðskiptavinir Sally eru meðal annars J. Lo, Jada Pinkett, Claire Danes og fleiri. JACOB THE JEWLER - Það versla allar stjörnurnar skartið sitt hjá Jacob the Jewler, þar á meðal Jay Z. Hann safnar úrum en úrasafnið hans er örugglega það stærsta í heiminum. Hann á tugi úra sem kosta á bilinu 8-12 milljónir og þau eru öll sérstaklega hönnuð á hann. Dýrasti gripurinn er JP-úr sem kostaði 60 milljónir króna og var keypt hjá...Jakob the Jewler. Söngvarinn Jay Z er mikill úramaður og fjárfesti nýlega í grip fyrir 60 milljónir króna. ABSOLUTLY SUITABLE í þessari baðfataverslun á Miami eru seld dýrustu og flottustu baðföt sem völ er á. Baðfötin eru frá hönnuðum eins og Dolce&Gabbana og Mark Jacobs og verðið á bíkinæi er um það bil 30.000 kr. en stjörnur á borð við Britney Spears, Cameron Diaz og fleiri koma yfirleitt út með 10 stykki. AMEDEI GOLD - Þetta er 70.000 kr. eftirréttur sem gott er að fá sér eftir búðarápið. Eftirrétturinn er úr gulli og silfri sem þú borðar og þykir vera ansi góður. Pant borða 70.000 kr. á meðan heimurinn sveltur! VERÐUR AÐ EIGA... AMERICAN EXPRESS CENTURATION CARD - Svarta kortið frá American Express er kreditkort sem þér er boðið að fá en það getur enginn sótt um það. Þetta ofurkort er með ótakmarkaða heimild og því fylgir margvísleg þjónusta. Sólarhrings ferðaþjónusta, gjafaþjónusta, persónulegur aðstoðarmaður og þú ert látinn vita af öllum uppákomum og færð alla VIP miða í gegnum kortið. Ef þú ert í vandræðum með að velja gjafir hringir þú í aðstoðarmanninn þinn og hann kemur og reddar því. Kortið kemur með lófatölvu sem les af kortinu hversu miklu þú hefur eytt og síðan færðu hliðarkort sem er bara til skemmtana og kemur þér inn á alla heitustu staði allsstaðar I heiminum. Meðal eiganda eru P. Diddy og Britney Spears. Ársgjaldið er 300.000 kr. John Travolta er með flugbraut við hlið heimilis síns. BILL GATES -PeninganaoghúsiðhansBillsGatesíSeattle. Húsið er 66.000 fm og er það tæknilegasta í heimi. Það mætti eiginlega segja að húsið sé lifandi því þegar þú ferð inn í það ertu með míkróflögu á þér sem sendir upplýsingar til hússins um tónlistarsmekk, litaval, líkamshita og áhugasvið einstaklingsins svo nokkuð sé nefnt. Þannig lagar húsið sig að þínum þörfum og breytir um liti á veggjum, tónlist í herbergjum og hitastigi í herbergjum þannig að þér líði sem best. Bill er mesta tölvunörd í heimi og því ekki skrítið að húsið hans sé ein stór tölva og hann er alltaf fyrstur að fá alla tækni. Hann var til dæmis fyrstur manna til að eignast hátalara sem virka í vatni þannig að þegar þú færð þér sundsprett getur þú hlustað á tónlist í kafi.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.