Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 32
Texti: Margrét Hugrún
Tryggvi Svanbjörnsson
17 ára
Hvað heitir páfinn?
Ég hef ekki hugmynd.
Hvað heitir höfuðborg Ástraiíu?
Ég hef ekki hugmynd.
Hver er Varnarmála-
ráðherra íslands?
Ég veit það ekki.
Fyrir hvað stendur 2 í H20?
Ég veit það ekki. Ég veit ekki neitt!
Hver er forsætisráð-
herra Svíþjóðar?
Veit það ekki.
Nanna Rut Pálsdóttir
20 ára
Hvað heitir páfinn?
Veit það ekki.
Hvað heitir höfuðborg Ástralíu?
Meibourne.
Hver er Varnarmála-
ráðherra íslands?
Hef ekki hugmynd.
Fyrir hvað stendur 2 í H20?
Tvö vetni.
Hver er forsætisráð-
herra Sviþjóðar?
Ég veit það ekki.
Jónas Haraldsson
24 ára
Hvað heitir páfinn?
Veit það ekki.
Hvað heitir höfuðborg Ástralíu?
Canberra.
Hver er Varnarmálaráð-
herra íslands?
Það er enginn Varnarmálaráðherra!
Fyrir hvað stendur 2 í H20?
Tvö vetni.
Hver er forsætisráð-
herra Svíþjóðar?
Göran Person.
Þegar ömmur okkar voru ungar var mjög
mikið lagt upp úr því að konur væru
dömulegar. Ef þú varst ekki dömuleg,
elegant og móðins þá gastu eins farið út í
fjós að borða hey.
Til að verða sem dömulegastar æfðu stelpur
sig m.a. í því að taka af sér hanska með því að
tosa bara í einn putta í einu, ganga með bók
á höfðinu til að vera nú bein í baki og borða
þannig að oddarnir á gafflinum sneru niður en
ekki upp.
Þessar æfingar voru eflaust tímabærar
fyrir ömmur okkar því ömmur þeirra, s.s.
langalangömmur okkar voru flestar álíka
dömulegar og Gísli á Uppsölum, enda höfðu
fæstar komið í borgir og hvað þá numið fína
siði sem tíðkuðust í mannlífi stórborganna.
(sland var lengi vel jafn einangrað og Grænland
og við því aðeins seinni í gang en kynsystur
okkar á meginlandi Evrópu.
Dama dagsins í dag veit hvað hún á að gera og
hvernig hún gerir það. Þá er ég ekki að tala um
hvernig best sé að tosa af sér hanskana, nota
sniglagaffalinn eða hagræða litla hattinum án
þess að virka vúlgar, enda óþarfi þar sem þetta
eru ekki vandamál í okkar daglega lífi (nema
kannski ef við heitum Dorrit).
Dama þarf að kunna að takast á við þau
vandamál sem koma upp í mannlegum
samskiptum. Hún þarf að vita hvort hún á
að kyssa tvisvar eða þrisvar, hvort hún á að
svara gemsanum alls staðar, skamma búðafólk
eða fara í fýlu þegar henni er gefinn Ijótur
kertastjaki. Dama kann að taka tillit til annarra
án þess að yfir hana sé vaðið. Dama skilur eftir
sig stjörnuglys hvar sem hún kemur og lætur
fólki líða vel. Sönn dama er ekki mikið fyrir
drama heldur er hún eftirsóttur fagurkeri sem
aðrar konur vilja líkast.
Dæmi um dásamlegar dömur:
Marta María, blaðamaður.
Dorrit, forsetafrú.
Guðrún Katrín, fyrrum forsetafrú.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti.
Audrey Hepburn, leikkona.
Samskipti
Dama þarf fyrst og fremst að vera vel að sér í
samskiptum. Allir muna eftir krúttinu Bridget
Jones og hennar frábæra samskiptaklúðri. Hún
er gott dæmi um stelpu sem langar til að vera
dama en tekst ekki alltaf vel upp. Samskipti eru
samt ekki bara það að klúðra ræðu eða segja
óviðeigandi hluti við fólk sem maður þekkir
ekki vel. Samskipti eru líka tölvupóstsendingar,
gemsanotkun, bréfaskriftir og fleira.
þetta. Það skiptir samt að sjálfssögðu máli
hvernig þú kvartar.
Það er hægt að
kvarta en vera
samt kurteis.
Taka þessu
með smá
h ú m o r .
N á I g a s t
þj ó n i n n
Hér eru nokkar pælingar
í sambandi við aömusiði
í samskiptum:
Gemsarugl
Það er magnað hversu margir halda að það sé
í stakasta lagi að fara út að skemmta sér, eða á
kaffihús með fólki, en hanga svo í gemsanum
allan tímann.
Þetta er ekki dömuleg framkoma. Ef þú
stendur þig að því að kjafta meira í gemsann
en við manneskjuna sem þú fórst með á
kaffihús, reyndu þá að koma því við að hitta
hana aftur síðar þegar þú þarft ekki að tala í
símann á meðan. Eða enn betra. Settu símann
á silent og slepptu því alfarið að svara eða
hringja á meðan þið eruð að spjalla, nema
brýna nauðsyn beri til.
Reyndu alltaf að forðast löng símtöl í gsm síma
þegar hringt er í þig. Bjóddu líka viðkomandi
að hringja i landlínu ef þú hefur tök á því.
Ef þú ert að kjafta við einhvern í heimasímanum
eða á skrifstofunni og gemsinn hringir. Ekki þá
svara gemsanum! Það er dónaskapur að reyna
að taka tvö símtöl í einu.
Gjafir
Þegar fólk gefur þér eitthvað þá er það alltaf
góð hugmynd að þakka fyrir sig með bréfi
eftir á. Ef það er of formlegt fyrir þig þá er um
að gera að senda bara tölvupóst. Ef einhver
gefur barninu þínu skemmtilega gjöf þá er
um að gera að hvetja barnið til að þakka fyrir
sig með teikningu, eða þá að þú getur skrifað
tölvupóst og sagt takk fyrir hönd ungans.
Úmah* Úmah*
Réttu alltaf ókunnugu fólki höndina ef
þú veist ekki alveg hvort þér beri að kyssa
viðkomandi hæ eða bæ þegar svo ber undir.
Ef þú síðan kynnist manneskjunni eitthvað
um kvöldið þá er ekkert sem mælir gegn
því að þú kyssir loftið við eyrað á henni
þegar þið kveðjist. Ekki fara í það að kyssa
ókunnugt fólk beint á kinnina eða því síður
munninn, og ekki vera mikið í því að kyssa
börn ókunnugra. Fólki er sjaldan vel við
það.
Taktu við hrósi
Dama kann alltaf að taka við hrósi. Hún
fer ekki að afsaka fötin sem hún er í eða
lýsa því yfir hvað þau voru nú ódýr á
útsölunni. Segðu bara takk. Það er
alveg nóg.
Á veitingastað
Stundum langar þig til að kvarta á
veitingastað en vilt ekki til að skapa
vandræði þannig að þú þegir og sættir þig við
lélegheitin.
Af hverju ruglum við því saman að kvarta og
skapa vandræði? Þetta er sitthvor hluturinn.
Þótt þú kvartir þá ertu ekkert að búa til senu.
Þú ert bara að kvarta og átt fullan rétt á því.
Sem neytandi áttu í raun að láta skoðun þína
á þjónustu og mat í Ijós. Þú ert að borga fyrir
vinalega. Spyrja t.d -Fyrirgefðu, en getur þú
sagt mér af hverju, eða hvernig... o.s.frv. Ekki
vera freka brussan. Vertu kurteisi fagurkerinn.
Daman.