Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 35

Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 35
Sundrung sveitanna Björn Bragi Arnarsson og Þórunn Elisabet Bogadóttir Bitlarnir, ABBA, Take That og Spice Girls eru óumdeilanlega með allra þekktustu popphljómsveitum 20. aldarinnar. Sögur þessara hljómsveita eru á sinn hátt hver skrautlegar og skemmtilegar, þó fólk muni að sjálfsögðu alltaf deila um gæði tónlistar þeirra. Þessar fjórar hljómsveitir eiga það sameiginlegt að hafa, þrátt fyrir stjarnfræðilegar vinsældir, allar lagt upp laupana og aldrei komið saman aftur. Hörðustu aðda- endurnir hafa enn ekki náð sér og eru jafnvel enn að bíða eftir endurkomu. Hvað veldur því að skærustu stjörnurnar í poppheiminum brenna út? Bítlarnir 11970 Árið 1966 voru Bítlarnir orðnir vinsæl- asta hljóm- sveit heims og andlit þeirra einhver þau þekktustuíver- öldinni. 5tjarnfræðilegar vinsældir þeirra höfðu þó neikvæðar hliðar og það ár ákváðu þeir að hætta að spila opinberlega fyrir almenning svo þeir gætu einbeitt sér að tónlistarsköp- un sinni. í ágústmánuði 1967 dó um- boðsmaður þeirra, Brian Epstein, af of stórum eiturlyfjaskammti og sama ár gáfu þeir út kvikmyndina Magical Mistery Tour, sem fékk háðulega út- reið í fjölmiðlum. Á hinu stórkostlega Hvíta albúmi Bítlanna hafði fyrirkomulagið við lagasmíðar breyst verulega og hljóm- sveitarmeðlimir unnu stöðugt meira í sitthvoru lagi og hættu að semja lögin í sameiningu. Bítlarnir áttu eftir að gefa út tvær frábærar plöt- ur áður en yfir lauk, Abbey Road og Let it be. Þá hafði mikið vatn runn- ið til sjávar, t.a.m. innanborðs deilur um hver ætti að vera umboðsmaður sveitarinnar og þá var John Lennon orðinn afar upptekinn að nýrri unn- ustu sinni, Yoko Ono. Þá vildi Paul McCartney að Bítlarnir færu aftur að spila opinberlega en sá vilji hans mætti ekki góðum undirtektum með- al hinna meðlima hljómsveitarinnar. Árið 1970 voru allir Bítlarnir farnir að sinna öðrum verkefnum og höfðu ekkert tekið upp í sameiningu síðan í ágúst 1969. Það kom samt sem áður sem reiðarslag yfir ungmenni heims- byggðarinnar þegar Paul McCartney gaf út yfirlýsingu, 10. ágúst 1970, þess efnis að hann væri að yfirgefa Bítlana. Allir héldu þeir áfram í tón- listinni en náðu aldrei viðlíka hæð- um og þeir höfðu gert í sameiningu sem Bítlarnir. ABBA 11982 Árið 1974tóku þauBennyAnd- erson, Björn Ulveáus, Ag- netha Faltskog og Anni-Frid Lyngstad þátt í Eurovisionund- irformerkjum ABBAog komu, sáu og sigruðu með laginu Waterloo. Fólk um gervalla heimsbyggðina tók ást- fóstri við ABBA og í kjölfar Waterloo fylgdu fjölmargir slagarar sem topp- uðu vinsældalista um allan heim. Björn og Agnetha höfðu gift sig árið 1971 og sjö árum síðar, árið 1978, gengu Benny og Anni-Frid í það heilaga. Frægðin, vinsældirnar og hið mikla áreiti sem því fylgdi reyndi mjög á hjónaböndin og að- eins nokkrum mánuðum eftir að Benny og Anni-Frid giftu sig skildi hitt parið. Ári seinna kom út platan Voulez-Vous og var efniviður margra laga þeirrar plötu ástarþjáningar og eftirsjá. ABBA var þó ekki alveg hætt og árið 1980 gáfu þau út plötuna Super Trouper, sem innihélt m.a. hið Ijúfsára lag The Winner Takes It All, sem samið var af Birni en sungið af fyrrverandi konu hans, Agnethu. Eft- ir útgáfu Super Trouper skildu Benny og Anni-Frid og allur þróttur var end- anlega úr hljómsveitinni. Árið 1982 tilkynnti hún formlega að hún væri hætt störfum. Eftir að ABBA lagði upp laupana gáfu Agnetha og Anni-Frid út sól- óplötur en Benny og Björn fóru m.a. að vinna að söngleikjum. Margir hafa eflaust séð söngleikinn Mamma Mia í London, sem byggður er á lög- um ABBA. Þrátt fyrir að hljómsveit- armeðlimum hafi verið heitið gíg- antískum upphæðum fyrir að spila aftur saman á tónleikum hafa þau þvertekið fyrir það og segjast aldrei munu sjást saman á ný undir merkj- um ABBA. Take That 11996 I upphafi 10. áratugarins var Take That vinsælasta ung- lingahljómsveit Bretlands um árabil og seldi sveitin fleiri plötur en nokkur annar siðan Bítl- arnir voru og hétu. í flestum mynd- böndum þeirra mátti greina samkyn- hneigða undirtóna og áttu þeir að höfða til ungra stúlkna og samkyn- hneigðra karlmanna. Take That var skipuð fimm ungum strákum, þeim Gary Barlow, Mark Owen, Robbie Williams, Jason Orange og Howard Donald. Þegar Take That hófu undirbúning að þriðju plötu sinni, um miðjan 10. áratuginn, var tónlistarsmekkurinn í Bretlandi að breytast og svokallað- ar Brit-pop hljómsveitir, líkt og Blur, Pulp og Oasis, voru farnar að ryðja sér til rúms. Á þeim tíma var Ijóst að Barlow var að fjarlægjast hljómsveit- ina. Hann var þó ekki sá eini um það því Robbie Williams styggði hina meðlimi Take That með því að eltast við hina ódælu Oasisbræður. Það kom því fáum á óvart þegar Williams yfirgaf hljómsveitina árið 1995 og sagðist ætla að vinna að eig- in efni og hljómsveitin hætti störfum ári síðar. Gary Barlow, aðalsprautan i hljómsveitinni og sá líklegasti til frekari vinsælda, náði aldrei sama flugi og með Take That og sömu sögu er að segja af Mark Owen. Öll- um að óvörum sló vondi strákurinn í hljómsveitinni, Robbie Williams, hins vegar rækilega í gegn og er í dag einn þekktasti og dáðasti tónlistar- maður heims. Spice Girls 12000 Kryddpíurnar komu saman I árið 1993 eftir i að hafa svarað ) auglýsingu þar I semleitaðvar eftir fimm lífleg- um stúlkum í hljómsveit. Þær sögðu þó fljótlega skilið við umboðsmanninn sem stofn- aði sveitina og Emma Bunton, Geri Halliwell, Victoria Adams, Mel B og Mel C fóru að leita að plötusamn- ingi sjálfar. Þær fengu á endanum samning við Virgin-plötuútgáfuna og umboðsmanninn Simon Fuller. Ár- ið 1996 kom út smáskifan Wannabe sem í lok ársins hafði náð toppnum i 21 landi. Þær fylgdu þessum vin- sældum vel eftir og urðu gríðarlega vinsælar um alla Evrópu. Arið 1997 réðust þær síðan á Bandaríkjamark- að og slógu einnig í gegn þar. Góð markaðssetning átti ekki síst stóran þátt í vinsældum Kryddpíanna. i miðri tónleikaferð um Evrópu, árið 1998, ákvað Geri Halliwell að hætta í bandinu án þess að nokkrar ástæð- ur væru gefnar. Orðrómur hafði þó lengi verið á kreiki um að henni semdi illa við aðra meðlimi sveitarinnar og þá sérstaklega hina skapstóru Mel B. Spice Girls héldu þó ótrauðar áfram og gáfu út lagið Goodbye og fylgdu því svo eftir með síðustu plötu sinni, sem fékk hið skemmtilega og viðeig- andi nafn: Forever. Eftir að hljóm- sveitin lagði upp laupana reyndu allar Kryddpíurnar að koma af stað eigin ferli, með litlum árangri. Það var einkum Geri Halliwell, sem var síst vinsælasta kryddið þegar Spice Girls voru og hétu, sem náði vinsæld- um. Mel C átti nokkur lög sem náðu vinsældum en ferill hinna varð hvorki fugl né fiskur. UM HVAÐ ER TEXTINN? Láttu mig vera með 200.000 Naglbítum Textinn var saminn árið 2002 eða 2003 ég man það ekki nákvæmlega en textinn var á plötunni Hjartagull sem kom út 2003. . - Hann var örugqlega saminn í einhverju æfingarhúsnæði og á kaffihúsi. Það er bara orðið svo langt síðan að ég man það ekki alveg. Það verður fólk að ákveða sjálft og er bara fyrir mig að vita. Ég hef samt heyrt mjög margar skemmtileqar samsæriskenningar um þennan texta. En eitthvað er nann um dauðann og ástina... eins og allt sem maður gerir. Textinn er samt ekki um eitthvert eitt ákveðið atvik. Þetta er einn af mínum uppáhalds textum, hann er svo djúpur að það verður eitthvað "Mayhem" pegar einhver ræður úr honum. Ég skýst út úr lífinu og hvíli mig smá. Kem svo til baka og þá muntu sjá hver ég er. f* L > ER TEXTINN UM GUÐ? Já, sumir hafa sagt það. Ja ... hann er um eitthvað. ER TEXTINN UM DÓP? "an" Í*ur Þér' a"k %?/• '9, L *'}/, **?*'>'> f**/*'^. ■ /: 11 i /i „ a i^._ " Nei ... eða hvað veit égf hann er a.m.k um eitthvað. ERHANN UM DAUÐANN? Já, það er eitthvað um dauðann í laginu. ”“v „ - -t a,*eiSpMf.t Vilhelm Anton Jónsson. Mvnd: Npto Já mjög, hver einn og einasti, þeir segja alltaf einhverja sögu. Mér finnst mjög gaman að semja texta og geri það alltaf frá hjartanu en það er mjög lélegt þegar tónlistarmenn klúðra textanum því maður er í raun- inni að klúðra laginu ef maður er ekki með góðan texta. Úfff, erfið spurning... „Hjartagull" finnst mér vera góður og síðan eru margir súrrealískir og skemmtilegir á Neondýrunum, sem er fyrsta platan okkar. Síðan er ég ánægður með„Skerðu myrkrið burt" og „Lítil börn". Nei, þá hefði ég ekki samið hann.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.