Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 16
I
ð þarf að gera
það bara gert
„Hope Sandoval. Og Kim Gord-
on."
-Báðum í einu þá, eða sitt í hvoru
lagi?
„Það yrði aðskilið."
Við erum stödd á einhverju kaffi-
húsi og Barði Jóhannsson, altmul-
igtmaður og tónskáld, er að segja
okkur frá þeim tónlistarmönnum
sem hann myndi helst vilja vinna
með. Og þannig lýkur spjalli okkar
við hann. Leifar þess sitja á borð-
inu framan við okkur, tvö tóm
glös (undan gosi og öli), hálfétið
rúnstykki með osti og marmelaði.
Hugum að fortíðinni...
Viðtöl, gosdrykkja,
rúnstykkjaát
Skrýtið er að hugsa til þess að
Barði verður þrítugur á þessu ári.
Ef tekið er mið af ferilsskrá hans
og afreka- mætti ætla að þar færi
mun eldri og reyndari einstakling-
ur; hann hefur lært íslensku í há-
skóla og fatahönnun, frílansað
sem blaðamaður fyrir m.a. Séð &
heyrt og Mannlíf, stjórnað sjón-
varps- og útvarpsþáttum (súrreal-
íski menning-
arþátturinn
Konfekt, sem
hann stýrði í
teymingi við
félaga sinn
Henrik Björns-
son, var al-
ræmdur) og
ekki kæmi á
óvart ef hann
hefði einhvern tíman tekið túr í
Smugunni.
Svo er það tónlistin. Sem for-
sprakki og eigandi Bang Gang
hefur hann gefið út tvær stórar
plötur (You og nú síðast hina
mikilsmetnu Something Wrong)
og unnið ótölulegan fjölda verk-
efna með hinum og þessum. Nú
síðast hinni mikilsmetnu Keren
Ann Zeidel, undir nafninu Lady &
Bird (Barði er ekki viss, en heldur
að hann sé Bird). Daginn sem við
hittumst á áðurnefndu kaffihúsi
voru væntanlegar tvær plötur sem
hann vann með hinum goðsagna-
kennda Bubba Morthens („Algjör
eðalmaður. Snillingur og góður,
gáfaður og frábær maður með
góðan húmor," er umsögn Barða
um Bubba - þess ber að geta að
útgáfu platnanna var siðar frest-
að um viku); í haust er væntanleg
skífa með upptökum af tónverki
sem hann samdi undir hina fornu
sænsku kvikmynd Haxan (1922) og
frumflutt var í París á síðasta ári
(innan skamms mun hann halda
til Búlgaríu og taka upp hljóðfæra-
leikinn með sin-
fóníuhljómsveit
þess lands). Hann
samdi einnigtón-
list við Fíaskó
Ragnars Braga-
sonar og hina
væntanleguheim-
ildarmynd Africa
United. Ekki er
allt upp talið.
Hann mun í haust leikstýra tveim-
ur tónlistarmyndböndum (öðru
fyrir Bubba og hinu fyrir hinn dul-
arfulla Cynic Guru) og að því loknu
hefst hann handa við smíðar á
næstu breiðskífu Bang Gang. Það
mætti álykta sem svo að Barði sofi
heldur lítið á nóttunni og sé sífellt
að þess á milli (heiðarlegar tilraun-
Þegar Bubbi Morthens biður þig
um að vinna með sér segirðu
ekki nei, það er bara svoleiðis
Barði Johannsson - curriculum vitae
1996-1998
Hlutastarf sem blaðamaður hjá
hinum ýmsu ísiensku blöðum.
Gerði tónlist fyrir stuttmyndina
Jesus is closer to home.
2000
Tónlist fyrir myndina Fíaskó.
Framleiddi og gerði tónlistina í
fyrstu íslensku erótísku þáttaser-
íunni Leyndardómar skýrslumála-
stofnunar sem sýnd var á Skjé ein-
um.
Daglegur útvarpsþáttur á Radío-X
Höfundur plötunn-
ar YOU með hljóm-
sveitinniBangGang
sem var gefin út af
EastWest/Warner í
Frakklandi
Tónlist við útvarpsleikritið Upp á
æru og trú eftir Andrés Indriða-
son.
2001
Meðhöfundur og þáttastjórnandi
Konfekt á Skjá einum.
Tónlist við sjónvarpsleikritið 20/20,
í leikstjórn Óskars Jónassonar sem
sýnt var á RUV.
2002
Tónlist í sjónvarpsleikritinu Allir
hlutir fallegir í leikstjórn Ragnars
Bragasonar sem sýnt var á RUV.
2003
Útgáfusamningur við EMI/Capitol
Records vegna dúettsins Lady &
Bird, samstarfsverkefnis Barða og
Keren Ann Zeidel. Platan Lady and
Bird var gefin út I október.
eitthvað
hauxotron@hotmail.com
ir hans til þess að sameina viðtöl,
rúnstykkjaát og gosdrykkju renna
stoðum undir þessa kenningu).
Þessa dagana
-Hvað ertu að gera um þessar
mundir, Barði?
„Þessa dagana er ég að semja
verk fyrir harpsíkord og strengja-
kvartett sem flutt verður á svona
klassískri óperuhátíð í Aux-en-Pro-
vence [í suðurhluta Frakklandsj í
júlí. Verkið er um hálftíma langt;
ég er núna að ganga frá strengj-
unum og harpsíkordinu, svo mun
ég vera með þeim uppi á sviði og
búa til einhver hljóð. Þetta er allt
að mótast.
-Hefurðu unnið viðlíka verk-
efni áður? Og hvernig stóð á
þvi að þú varst fenginn til að
koma fram á „svona klassiskri
óperuhátið"?
Meðhöfundur bókarinnar Lady &
Bird recording diary ásamt Keren
Ann.
Platan Something
Wrong með Bang
Gang kemur út.
Gestasöngvari og
lagahöfundur á plötu Keren Ann
Zeidel.