Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 44

Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 44
 V,- ER BRUNKAN ÞESS VIRÐI? Ég veit ekki hversu oft ég hef legið í makirtdum á ströndinni í sólbaði og ég sleppi þvi að bera á mig meiri sólarvörn því mér fínnst ég ekki vera að brenna Ég er eflaust ekki eina manneskjan i heiminum sem hefur staðið sig að þessari hugsun en það er kominn timi til að hugsa aðeins betur um húðina. Ekki langar okkur að enda eins og bandarísku krumpukellingarn- ar sem lágu við Miðjarðarhafið á sjöunda áratugnum og eru með leðurhúð i dag. Þær hafa þó afsökun. í dag erum við meðvitaðri og það eru alltaf að koma fram nýjar upplýsingar þannig að eng- inn getur sagt að hann viti ekki betur. Hversu sterka vörn á að nota? Fólk sem vinnur úti og ungabörn eiga að nota sólar- vörn daglega og helst meira en 15 SPF. Þeir sem eru með Ijósa eða viðkvæma húð eiga einnig að venja sig á 15 SPF hérna heima og meira erlendis. 15 SPF er algengt fyrir alla venjulega húð erlendis og það fer eftir aðstæðum og einstaklingum hvort þeir þurfi hærri vörn. Sundlaug og sjór eru þær aðstæður sem þú ættir að passa þig á því það kemur svo mikið endurkast frá sólinni af vatninu. Einnig endist sólar- vörn mislengi í vatninu en það er frá svona tveimur tímum til sex. Clinique - hárlína Nýja hárlínan frá Clinique er lína sem hentar öllum hárgerð- um. Línan var hönnuð fyrst og fremst til að að hárið liti fallegra út og að það ilmaði vel. Clinique er einnig með djúpnæringu í sömu línu sem er einstaklega nær- andi fyrir bæði hár og hársvörð. Þú setur hana í hárið einu sinni í viku og á örskömmum tima er hárið orðið silkimjúkt og glansandi sem aldrei fyrr. Af hverju er sólarvörn mikilvæg? Það sem er mikilvægast fyrir þig að vita er nákvæm útskýring á því hverju við erum að verjast. Með sólar- vörn viljum við verjast skaðlegum geislum sólarinnar, útfjólubláum geislum, og er ráðlagt að nota sólarvörn frá og með apríl/maí fram í september. Það sem sólar- vörnin gerir, er að gera okkur kleift að vera lengur í sólinni og er SPF mælikvarðinn sem notaður er. Þegar þú kaupir sólarvörn númer 20 þá er það 20 SPF og þýð- ir að þú getur verið í sólinni 20 sinnum lengur en ef þú værir ekki með sólarvörn, án þess að brenna. Aftur á móti eru það útfjólubláu geislarnir sem eru skaðlegastir. Þeir skiptast í UVA og UVB og er mikil- vægt að vera með sólarvörn með UVA vörn sem hrind- ir frá sér geislunum. Talið er að fólk noti einungis einn þriðja af þeirri sólarvörn sem það þarfnast. Sólarvarnardagkrem Dagkrem með sólarvörn í eru mjög sniðug yfir sumartímann og eru þau til í nokkrum merkjum á borð við Nivea, Vichy og Clinique, ásamt fleiri merkjum. Þetta gefur húðinni vörn yfir daginn ásamt því að vera rakagefandi krem. Hvar á að bera á sig? Það eru til mismunandi tegundir af sólarvörn: Froða Má nota á andlit, líkama og hár- svörð. Mælt er með olíulausri fyrir andlit þar sem olía veldur bólum á feitri húð. Húðmjólk (body lotion) Auðvelt að dreifa úr því þannig að þægilegt er að nota það á líkama. Þykk krem Nauðsynlegt að nota á kinnbein, nef, eyru og varir til að koma í veg fyrir að brenna á þessum við- kvæmu svæðum. Einnig eru til stifti sem þekja þessi svæði. AfterSun í flestum merkjum er hægt að fá AfterSun sem er mjög mikilvægt eftir sólbað. Það er kælandi fyr- ir húðina og rakagefandi. Húðin þornar úti í sólinni og í vatninu. í dag eru flest merkin farin að setja á markað AfterSun með sjálf- brúnku. Þeir sem eru seinir að taka lit ættu að kynna sér þessa nýjung svo þeir geti flatmagað í sólinni jafn brúnir og hinir. Þetta gefur ekki varanlegan lit en þú nærð frísklegra útliti. Ef þú brennur... (sem þú ættir ekki gera eftir pessa umfjöllun!) ... þá er Aloe Vera gelið nauðsyn- legt og mikilvægt að bera það á sig sem fyrst. Smyrja það síðan á reglulega eftir brunann, (einu sinni er ekki nóg) og nota síðan sterkari vörn næst til að gera ekki sömu mistökin tvisvar. Við mælum ekki með að leggjast á sólbekkinn daginn eftir bruna því þá getur þú þrunnið ennþá meir og endað með blöðrur. Sólarexem Það eru margir sem þjást af sól- arexemi og í mörgum tilfellum er hægt að fyrirbyggja það með sólarvörn. Sólarexem má líkja við ofnæmisútþrot við sól. Til að fyr- irbyggja frekari myndun er hægt í sumum tilfellum að gera það með duglegri sólarvarnarnotkun. Meðhöndlun Hydrokortison er vægt exem-of- næmiskrem sem virkar á útbrotin og dregur úr kláða ef útbrotin hafa myndast. Þetta er ólyfseðils- skylt og ætti að duga í flestum til- vikum. Slæm tilfelli: Þá er hægt að nota ofnæmistöflursemdraga úróþæg- indum og kláða og þá er helst að spyrjast fyrir í næstu Lyfju þar sem ráðgjafar geta hjálpað þér. WATERFALLS - ilmurinn hennar Cindy Crawford WATERFALLS er hrífandi blóma- og ávaxta- ilmur. Hann er kraftmikill, ferskur en samt kvenlegur sem er mjög skemmtileg blanda. Einnig er WATERFALLS með húðlínu sem í er húðmjólk, sturtugel og lyktareyðisúði í brúsa. [ húðmjólkinni er jójóbaolía sem er einstaklega rakabætandi olia sem unnin er úr sérlega harðgerðri jurt. Lójóbaol- ían gefur húðinni djúpan raka, styrkir hana, mýkir og gerir hana stinna. Escada - Rockin Rio Sjóðandi heitir ilmur frá Escada sem inniheldur allt sem þú þarft fyrir sumarið. Fersk, tær og frískandi og þegar þú setur hann á þig þá ertu komin hálfa leið til Brasilíu. Glasið er í takt við ilminn, sumarlega bleikt og gult og flaskan er mjög þægileg til að hafa í veskinu í sumar!! U4Í«rpli^ True Bronze Bronz- ing Gel for Face Gel sem gefur húðinni náttúrulegan glans. Flott að setja á kinnbein til að auka á Ijómann eða til að blanda sam- an við farða. True Bronze Pressed Powder Frábært að nota ef þú vilt halda þér frísklegri yfir daginn. Umbúðirnar eru fullkomnar til að ferðast með og hafa til taks í snyrtiveskinu. True Bronze Loose Powder Laust púður með súpergljáa sem fullkomnar útlitið á nokkrum strokum! SNYRTIBUDDAN Clinique - True Bronze Það eina sem þú þarft fyrir sumarið til að vera brún og sælleg er nýja línan frá Clinique.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.