Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 38
Seinni heimsstyrjöldinni er lokið og tískuhús-
in að jafna sig eftir hörmungar striosins.
Eftir að seinni heimsstyrjöidinni lauk átti tískuvitund almennings eftir
að umturnast. Nú vildi fólk skilja þessa hryllilegu tíma eftir í fortíðinni
og læra að njóta lífsins á ný, uppfullt af bjartsýni og þrá fyrir þreyting-
um. Hönnuðurinn Christian Dior kom sterkur inn strax eftir stríð og
kynnti nýjustu línu sína sem hann kallaði New Look árið 1947 og var
algjör umbylting frá árunum á undan. Konurnar áttu að vera kvenleg-
ar og eiga fín föt til skiptanna til að ganga í að vinnu lokinni og allar
nytsemishugsanir fuku út í veður og vind. Pilsin voru mittisþröng, víð
og efnismikil, barmarnir voru ýkt-
ir með oddlaga brjóstahöldurum
með púðum í og skórnir voru litlir
ogtámjóir. Hanskar, hattar, hand-
töskur og fylgihlutir voru síðan
notaðir til að setja punktinn yfir
i-ið. Línan fór um heiminn eins
og eldur í sinu og átti eftir að ein-
kenna allan næsta áratug á eftir.
Sjötti áratugurinn
og glamúrinn allur
Það sem skipti einna mestu máli
fyrir þróun tískunnar á sjötta
áratugnum var að almenningur
hafði meiri peninga á milli hand-
anna en áratuginn á undan. Allir
vildu eignast fínar merkjavörur
og flotta fylgihluti í stíl við dres-
sið og nýjir litir komu upp á yfir-
borðið með stuttu millibili. Kon-
urnar fóru að mála sig meira og
gengu um götur í fínum drögtum
á meðan karlarnir voru i dökkum
jakkafötum með hatt á höfðinu.
Þegar vinnan var búin flykktist fólk
á baðstrendurnar til þess að sleikja sólina og þaðfatnaðurinn sjálfur fór
því að verða mikil tískuvara. Sundbolurinn skrapp saman og varð að
lokum að bikiníinu sem við þekkjum í dag. Þessi litla pjatla hneykslaði
marga í byrjun og var meðal annars bönnuð í keppninni um Ungfrú Al-
heim sem haldin var í Bandaríkjunum árið 1951. Bikiníið átti þó eftir að
ná að skjóta föstum rótum eftir því sem leið á áratuginn, sér í lagi vegna
áhrifa frá kvikmyndaiðnaðinum.
Breytingarnar gerðust hratt í tískuheiminum á þessum tíma og Dior
og Christobal Balenciaga, Jacques Fath, Pierre Balmain og Hubert de Gi-
venchy kepptust um að senda frá sér nýjar og ferskar línur. Það sem var
þó athyglisvert miðað við byrjun aldarinnar var að helstu hönnuðirnir
voru allir karlmenn. Það var ekki fyrr en Coco Chanel opnaði nýtt tísku-
hús í París árið 1954 að kona fór að hafa veruleg áhrif í tískubransanum
á ný. Chanel þoldi ekki New Look línu Dior og fór að hanna þægileg
föt á konurnar. Chanel dragtin varð fljótt klassísk en hún samanstóð af
stuttum jakka með aðskornu mitti og þröngu hnésíðu pilsi. Dior sjálfur
lést síðan árið 1957 og aðstoðarmaður hans, Yves St. Laurent, tók við
tískuhúsinu. Fyrsta línan hanssló í gegn og hann stofnaði sitt eigiðtísku-
hús í framhaldinu.
Unalingatísk-
an brýst út
Rokk og ról bylgjan reið
yfir hinn vestræna heim
eins og flóðbylgja og El-
vis Presley, Bill Hayley,
Jerry Lee Lewis, auk kvik-
myndastjarnanna James
Dean, Marlon Brando,
Audrey Hepburn og
Marilyn Monroe, urðu
fyrirmyndirnar sem fólk
vildi líkjast, sér í lagi ung-
dómurinn. Eftir að hafa
ekki átt neina sérstaka
tískulínu síðustu ára-
tugi æptu unglingarnir
á breytingar og vildu
skera sig úr frá fullorðna
fólkinu á allan þann
hátt sem hægt var og
horfðu aðdáunaraugum
á Elvis Presley með brillj-
antín í hárinu og Marlon
Brando í uppbrettum
gallabuxum og leðurjakka.
Árið 1956 má segja að sjötti áratugurinn hafi endanlega losað sig úr viðj-
um þess fimmta og tískan varð litríkari og þægilegri.
Hárgreiðslustofurnar fylltust af ungu fólki sem dældi á sig hárlakki og
plastrúllum. Stelpurnar hömstruðu stíf undirpils og gallabuxur urðu
vinsæll hversdagsfatnaður hjá strákunum og þóttu töff við stutterma-
bolina og leðurjakkana. Með rokkinu komu auk þess nýjar stefnur og
straumar og unga fólkið fór að klæða sig eftir mismunandi tónlistar-
stefnum til þess að einkenna sig.
Litríkastd .
noteí neimsins
Nú flykkjast Islendingar til Kaupmannahafnar í stíðum stramum
og einhvers staðar þarf þessi aragrúi að sofa. Orðlaus mælir með
því að þið kíkið á Hotel FOX sem er nýtt og alveg geðveikt hótel
í Kaupmannahöfn þar sem hvert herbergi er öðru sérstakara.
Eigendur hótelsins fengu til sín rúmlega 20 unga listamenn alls
staðar að úr heiminum til þess að búa til ævintýralegan heim
í hverju einasta herbergi og fengu alveg frjálsar hendur til að
skapa það andrúmsloft sem þeim fannst henta. Á hótelinu eru
61 herbergi sem eru í öllum regnbogans litum og undir áhrifum
alls staðar að. Þar finnurðu japanskar Manga-myndir, graffití,
gotneska brúðkaupssvítu og boxherbergi með boxpúðum svo
fáeitt sé nefnt. Þú hefur án efa ekki séð neitt þessu líkt áður.
Hægt er að skoða heimasíðu hótelsins http://www.foxhotel.dk/
til þess að skoða þetta betur eða panta sér gistingu.
Herbergi 205
Tveir ungir þýskir hönnuðir eiga
heiðurinn af þessu herbergi, en
það eru Eike König og Martin
Lorenz sem saman mynda
hönnunarhópinn Hort. í þessu
herbergi upplifir þú eitthvað nýtt
á hverjum degi. Jafnvel þeir allra
morgunfúlustu ættu að geta
hoppað á lappir við það eitt að
vakna í þessari litagleði.
Herbergi112
Hönnuðurinn Chisato kemur
frá norður Japan og færir áhrif
frá heimkynnum sínum í Asíu
inn í þetta herbergi. í umhverfi
heimabæs hennar í Japan er mikið
af háum snæviþöktum fjöllum og
marbrotin náttúra sem henni finnst
stundum ævintýrum líkastur.
38