Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 42

Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 42
ÍSLEJNSKAR KONUR UMISLENSKA KARLMENN 42 Unnur Birna 21 árs - Lögreglukona í sumar Hvað er karlmennska fyrir þér? Hugrekki, hreysti og þora að tjá tilfinningar sínar. Hvernig getur karlmaður heillað þig upp úr skónum? Komið mér á óvart á ein- hvern skemmtilegan hátt. Hvað einkennir hinn ís- lenska karlmann? Stolt, dugnaður, oft á tið- um óþolinmæði og svo eru þeir margir hverjir með ein- dæmum myndarlegir. Hvað mættu fslenskir karl- menn taka sér til fyrirmynd- ar frá kynbræðrum sínum annars staðar á hnettinum? Þeir mættu kannski vera örlítið meira Metro (en samt ekki út í öfga). Hvað verður karlmaður að hafa gert einu sinni um ævina? Farið í "Bungee jump" eða eitthvað álíka sniðugt. ...og hvað mega þeir aldrei hafa gert? Borgað fyrir kynlíf. Hvað gerir karlmann kynþokkafullan? Útgeislun, húmor, góð lykt og að geta verið rómantískur án þess að vera væminn. Hversu miklu máli skipt- ir að karlmaðurinn geri eftirfarandi: (1-5) ...bjóði á fyrsta stefnumótið? 3 ...hringi daginn eftir?4 ...gefi blóm á konudaginn?3 ...muni eftir afmælisdeginum? 5 ...skipti um bleiur? 3 ...eyði tíma með þér og vinkonuskaranum? 2 ...beri upp bónorðið? 4 Hrefna Huld Jóhannesdóttir 24 ára - Knattspyrnukona Hvað er karlmennska fyrir þér? Skegg, rakspíralykt og óplokkaðar augabrúnir. Hvernig getur karlmaður heillað þig upp úr skónum? Raka sig ekki, plokka sig ekki og vera með smá bumbu. Hvað einkennir hinn ís- lenska karlmann? Þeir eru svo mikil krútt, gjör- samlega lausir við öll vanda- mál og harðir naglar. Hvað mættu íslenskir karl- menn taka sér til fyrirmynd- arfrá kynbræðrum sínum annars staðar á hnettinum? Ekki neitt. Af hverju alltaf að gera eins og hinir? Er ekki bara töff að vera Islendingur? Hvað verður karlmaður að hafa gert einu sinni um ævina? Sofið hjá, það er mjög mikilvægt. ...og hvað mega þeir aldrei hafa gert? Farið á hóruhús. Hvað gerir karlmann kynþokkafullan? Að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Hversu miklu máli skipt- ir að karlmaðurinn geri eftirfarandi: (1-5) ...bjóði á fyrsta stefnumótið? 5 ...hringi daginn eftir? fer eftir aðstæðum ...gefi blóm á konudaginn?*! ...muni eftir afmælisdeginum? 5 ...skipti um bleiur? blei- ur á hverjum?? ...eyði tíma með þér og vinkonuskaranum? 1 ...beri upp bónorðið? matsatriði Unnur Ösp 29 ára - Leikkona Hvað er karlmennska fyrir þér? Sjálfsöryggi, hlýja, metn- aður, framtakssemi, gott hjartalag og gáfur. Hvernig getur karlmaður heillað þig upp úr skónum? Með góðum húmor og djúpu augnaráði. Hvað einkennir hinn ís- lenska karlmann? Sjálfsöryggi, hlýja, metn- aður, framtakssemi, gott hjartalag og gáfur:) Hvað mættu íslenskir karl- menn taka sér til fyrirmynd- arfrá kynbræðrum sínum annars staðar á hnettinum? Fátt, fullkomnir eins og þeir eru:) Hvað verður karlmað- ur að hafa gert einu sinni um ævina? Orðið ástfanginn. ...og hvað mega þeir aldrei hafa gert? Farið í fegrunaraðgerð, massa turn off! Hvað gerir karlmann kynþokkafullan? Augnaráð, húmor, hlýja, gáfur og... ókei, rassinn! Hversu miklu máli skipt- ir að karlmaðurinn geri eftirfarandi: (1-5) ...bjóði á fyrsta stefnumótið?*! ...hringi daginn eftir? 4 ...gefi blóm á konudaginn? 1 ...muni eftir afmælisdeginum? 5 ...skipti um bleiur? 5 ...eyði tíma með þér og vinkonuskaranum? 4 ...beri upp bónorðið? 3 Hvað er karlmennska fyrir þér? Einhver fyrirfram ákveðin og stöðluð ímynd um karlmenn, rétt eins og kvenleiki er fyrirfram ákveðin hugmynd um konu. Ég hef heyrt þvi fleygt að karl- mennskan standi og falli með bringuhárunum en það er þá líka þessi fyrirfram ákveðna ímynd. Hvernig getur karlmaður heillað þig upp úr skónum? Með því að dansa river-dans HVAÐ DETTUR PÉR í HUC PECAR ÞÚ HEYRIR...

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.